Skip to Main Content

APA staðall

APA tilvísanir og heimildaskráning þegar upplýsingar vantar

APA tilvísanir og heimildaskráning þegar upplýsingar vantar

Hvað vantar?
Lausn
Sæti A
Sæti B
Sæti C
Sæti Cc
Ekkert - öll atriði eru til staðar Skrá skal upplýsingar í eftirfarandi röð; höfundur, dagsetning, titill (með lýsingu á formi í hornklofa ef um óvenjulegt form heimildar er að ræða) og uppruni heimildar Fornafn Eftirnafn (ísl. heimildir.).
Eftirnafn, fyrsti bókstafur í fornafni (erl. heimildir.).
(dagsetning). Titill heimildar. Útgefandi eða DOI eða URL
Höfund vantar Skráið titil í stað höfundar; síðan dagsetningu og uppruna heimildar Titill heimildar.                   (dagsetning). á ekki við Útgefandi eða DOI eða URL
Dagsetningu vantar Skráið höfund og setjið e.d. sem stendur fyrir engin dagsetning, síðan titil og uppruna heimildar Fornafn Eftirnafn (ísl. heimildir.).
Eftirnafn, fyrsti bókstafur í fornafni (erl. heimildir.).
(e.d.). Titill heimildar. Útgefandi eða DOI eða URL
Titil vantar Skráið höfund og dagsetningu; lýsið heimildinni innan hornklofa og skráið síðan uppruna heimildar Fornafn Eftirnafn (ísl. heimildir.).
Eftirnafn, fyrsti bókstafur í fornafni (erl. heimildir.).
(dagsetning). [Lýsing heimildar] Útgefandi eða DOI eða URL
Höfundur og dagsetningu vantar Setjið titil í stað höfundar og e.d. sem stendur fyrir engin dagsetning, og skráið síðan uppruna heimildar Titill heimildar.                                   (e.d.). á ekki við Útgefandi eða DOI eða URL
Höfund og titil vantar Setjið Lýsingu á heimildinni í hornklofa í stað höfundar og skráið síðan dagsetningu og uppruna heimildar [Lýsing heimildarinnar]. (dagsetning). á ekki við Útgefandi eða DOI eða URL
Dagsetningu og titil vantar Skráið höfund, setjið e.d. sem stendur fyrir engin dagsetning, lýsið heimildinni innan hornklofa og skráið síðan uppruna heimildar Fornafn Eftirnafn (ísl. heimildir.).
Eftirnafn, fyrsti bókstafur í fornafni (erl. heimildir.).
(e.d.). [Lýsing heimildarinnar]. Útgefandi eða DOI eða URL
Höfund, dagsetningu og titil vantar Setjið Lýsingu á heimildinni í hornklofa í stað höfundar, setjið e.d. sem stendur fyrir engin dagsetning og skráið síðan uppruna heimildar [Lýsing heimildarinnar]. (e.d.). á ekki við. Útgefandi eða DOI eða URL
Uppruni heimildar vantar Skráið sem munnlega heimild (sjá kafla 8.9 í 7. útg. af APA staðlinum) eða finnið viðeigandi skráningarform á ekki við á ekki við á ekki við á ekki við

ATH. Heimildaskrá: Þegar greint er frá því hvaðan rafræn heimild er sótt þá skal annað hvort gefa upp URL (rafræn heimild án DOI)  og útgáfufyrirtæki (prentaðar heimildir s.s. bækur), eða DOI (allar heimildir sem úthlutað hefur verið DOI-númeri).  

Tilvísanir: Búið til tilvísun með því að nota upplýsingar úr Sæti A og Sæti B. Athugið að aðeins skal skrá eftirnafn höfunda fyrir heimildir á öðrum tungumálum en íslensku í tilvísun; sleppa skal fyrsta bókstaf í fornafni (Eftirnafn höfundar, dagsetning). Fyrir heimildir sem hafa ekki höfunda skal setja titilinn í tilvísunina. Ef titillinn er skáletraður í heimildaskrá þá skal skáletra hann einnig í tilvísun. Ef titillinn er ekki skáletraðar þá er hann settur í íslenskar gæsalappir inn í tilvísun, t.d.  (,,Um okkur", 2019).