Skip to Main Content

APA staðall

Tímaritsgreinar

Tímaritsgreinar

Fræðileg tímaritsgrein - meginregla

Höfundur
Dags.
Titill
Upplýsingar um tímarit.
URL/DOI

Fornafn Eftirnafn. 

Eftirnafn, F.F.

Eftirnafn, F. F. og Eftirnafn, F. F.

Nafn stofnunar. 

(ártal).  

Titill greinar.

Titill greinar: Undirtitill.  

Titill Tímarits, árgangur(tölublað), blaðsíðubil. 

Titill Tímarits, árgangur(tölublað), Númer greinar.

Titill Tímarits.

https//xxxx

DOI númer:
Ef um prentheimild er að ræða sem ekki hefur DOI númer þarf ekki að hafa URL. 

URL:
Ef rafrænni grein fylgir ekki DOI númer á einungis að setja URL ef grein kemur úr minna þekktum og smærri gagnasöfnum.

Skáletrun:
Titill tímarits og árgangsnúmer eru skáletruð

Upplýsingar vantar:
Ef greininni fylgja ekki upplýsingar um árgang, tölublað eða blaðsíðunúmer skal sleppa þeim þáttum. Ekki reyna að búa til upplýsingar sem þú hefur ekki. 

Tímarit gefið út ársfjórðungslega:
Ef tímarit er gefið út ársfjórðungslega og mánuðurinn eða árstíðin (haust, vetur, vor, sumar) er tekin fram skal láta þær upplýsingar fylgja með dagsetningunni í heimildaskránni, sbr: Lipscomb, A.Y. (2021, vetur). Addressing ...

 

Fræðileg tímaritsgrein - án DOI eða URL

Heimildaskrá:  
Thorne, S. E. (2001). Complementary and alternative medicine: Critical issues of nursing practice and policy. Canadian Nurse, 97(4), 27-30.
Tilvísun:  (Thorne, 2001)

 

Fræðileg tímaritsgrein - með DOI
DOI er varanlega vefslóð á rafræna útgáfu greinarinnar. Flestar nýlegri tímaritsgreinar hafa DOI og á þá ávallt að skrá DOI með heimildum þegar það er í boði. 

Heimildaskrá:  
Jolly, F. A., Uddin, G. T., Alim, M. S., Kumar, R., Dutta, A., Reya, M. M. K. og Tasnim, N. (2024). Analyzing the efficiency of Arduino UNO microcontroller in monitoring and controlling the microclimatic parameters of greenhouse. Journal of Agrometeorology, 26(1), 51–55. https://doi.org/DOI:10.54386,jam.v26il.252O
Tilvísun: (Jolly o.fl., 2024)

 

Fræðileg tímaritsgrein - með Article number
Ef tímaritið hefur ekki blaðsíðutal en er með greinanúmer (Article number) eða e- númer, skal láta það númer fylgja með í stað blaðsíðutals.  

Heimildaskrá:  
Jerrentrup, A., Mueller, T., Glowalla, U., Herder, M., Henrichs, N., Neubauer, A. og Schaefer, J. R. (2018). Teaching medicine with the help of “Dr. House”. PLOS ONE, 13(3), e0193972. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0193972
Tilvísun: (Jerrentrup o.fl., 2018)

 

Fræðileg tímaritsgrein - PrePrint
Forprentaðar greinar eða PrePrint eru fræðigreinar sem eru birtar áður en þær eru gefnar út hjá rannsóknartímariti. Þessar greinar eru ekki alltaf ritrýndar og oft vantar ýmsar upplýsingar um útgáfu þeirra. Reynið alltaf að nota lokaútgáfu greina ef þess er kostur. Heimildaskráning forprentaðra greina felur oftast í sér nafn þess forprentþjóns (preprint server) eða geymslu (repository) sem gefur greinina út. PsyArXiv, arXiv og PubMed Central eru dæmi um aðila sem birta forprentaðar greinar. 

Heimildaskrá:  
Hampton, S., Rabagliati, H., Sorace, A. og Fletcher-Watson, S. (2017). Autism and bilingualism: A qualitative interview study of parents’ perspectives and experiences. PsyArXiv. https://doi.org/10.31234/osf.io/76xfs
Tilvísun: (Hampton o.fl., 2017)

 

Fræðileg tímaritsgrein - Tveir höfundar
Ávallt skal taka fram nöfn beggja höfunda þegar þeir eru tveir, bæði í heimildaskrá og í öllum tilvísunum í texta.

Heimildaskrá:  
S Soto, C. J. og John, O. P. (2017). The next big five inventory (BFI-2): Developing and assessing a hierarchical model with 15 facets to enhance bandwidth, fidelity, and predictive power. Journal of Personality and Social Psychology, 113(1), 117-143. http://dx.doi.org/10.1037/pspp0000096
 Tilvísun: (Soto og John, 2017)

 

Fræðileg tímaritsgrein - Þrír eða fleiri höfundar 
Aðeins nafn fyrsta höfunds er tekið fram í tilvísun (Höfundur o.fl., ártal) nema ef tvær eða fleiri heimildir eru eftir sama fyrsta höfund (eða fyrstu höfunda) ef svo er skal skrá eins marga höfunda og þarf svo hægt sé að greina milli heimilda.

​Heimildaskrá:  
Kapo, J., Morrison, L. J. og Liao, S. (2007). Palliative care for the older adult. Journal of Palliative Medicine, 10(1), 85-109.
Tilvísun: (Kapo o.fl., 2007)

Í heimildaskrá skal taka fram allt að tuttugu höfunda. Setja og á milli síðustu tveggja nafnanna. Þegar fleiri en tuttugu- og einn höfundur koma að bókinnni skal setja inn nöfn nítján fyrstu höfunda, þrjá punkta (...) og svo nafn síðasta höfundar.

 

Fræðileg tímaritsgrein - Enginn höfundur
Í einhverjum tilfellum hafa tímaritsgreinar ekki beint höfund. Gott dæmi er tímaritið Peningamál frá Seðlabankanum:

​Heimildaskrá:
Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir. (2021). Peningamál, 23(3), 10–13. https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Peningamal/2021/agust-2021/PM_2021_3.pdf
Tilvísun: („Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir“, 2021)

Athugið að stundum getur verið erfitt að finna upplýsingar um árgang fyrir íslensk tímarit og þá getur verið einfaldast að fletta tímaritinu eða greininni upp á Leitir.is og sjá hvernig skráningunni er háttað þar.

 

Fyrirfram birtar greinar

Fyrirfram birtar fræðilegar tímaritsgreinar (Advanced online publication)

Stundum eru tímaritsgreinar birtar á netinu áður en þær eru birtar á prentuðu formi. Í þeim tilfellum er ekki hægt að geta árgangs og tölublaðs (vol. issue). Í stað árgangs og tölublaðs kemur þá textinn fyrirfram rafræn birting sé verkefnið á íslensku og advanced online publication sé verkefnið skrifað á ensku. Þessi texti er settur á sama stað í færslu í heimildaskrá og upplýsingar um árgang og tölublað (volume & issue) koma venjulega, þ.e. fyrir aftan titil tímarits, næst á undan doi-númeri sé það til staðar.

Heimildaskrá:  
Kristjánsdottir, H., Sigurðsson, B. H., Salkovskis, P. M., Ólason, D. T., Evans, C., Gylfadóttir, E. og Siguðsson, J. F. (2013). Evaluation of the psychometric properties of the Icelandic version of the CORE-OM, its transdiagnostic utility and cross cultural validation. Clinical Psychology & Psychotherapy, fyrirfram rafræn birting. https://doi: 10.1002/ccp.1874
Tilvísun:  (Kristjánsdottir o.fl., 2013)

Greinar í prentun (in press)

Stundum þarf að vísa í greinar sem ekki hafa enn komið út á prenti eða eru í prentun. Í þeim tilvikum er ekki hægt að fullyrða um ártal birtingar og því kemur textinn í prentun í ártalssvigann sé verið að skrifa á íslensku, en in press sé verkefnið skrifað á ensku. Þar sem greinin hefur ekki komið út á prenti ennþá þarf að láta vefslóð fylgja með.
Í þeim tilfellum þar sem notaðar eru nokkrar heimildir eftir sama höfund og þar á meðal heimildir sem eru í prentun, þá raðast slíkar heimildir sem nýjustu heimildirnar. Sjá nánar í kaflanum Röðun heimilda í heimildaskrá.

Heimildaskrá:
Briscoe, R. (í prentun). Egocentric spatial representation in action and perception. Philosophy and Phenomenological Research. http://cogprints.org/5780/1/ECSRAP.F07.pdf
Tilvísun: (Briscoe, í prentun)

Útdráttur (abstract)

Alltaf er mælt með því að vísa frekar í heildartexta heimildar, en þó má vísa í útdrætti (abstrakta) ef þörf er á og heildartexti greinarinnar er ekki aðgengilegur nema í millisafnaláni.

Heimildaskrá:
Schultz, S. (2008). Acetaminophen (Paracetamol) use, measles-mumps-rubella vaccination, and autistic disorder: The results of a parent survey [útdráttur]. Autism, 12(3), 293. 
Tilvísun: (Schultz, 2008) 

Almennt tímarit

Almennt tímarit

Tímarit sem teljast ekki til fræðilegra tímarita eru skráð alveg eins og fræðileg tímarit. 

Heimildaskrá:
Brynhildur Björnsdóttir. (2020). Innflytjendur eru vannýttur mannauður. 19. júní, 69(1), 80-85. 
Tilvísun: (Brynhildur Björnsdóttir, 2020)

Tímarit.is

Greinar á timarit.is eru ýmist innskannaðar úr tímaritum eða dagblöðum og teljast þær sem prentaðar heimildir en ekki rafrænar heimildir. Ef greinin hefur DOI númer skal það fylgja. Ekki á að hafa URL með prentheimildum.  Fylgið því reglum um skráningu tímarita eða skráningu dagblaða.