Skip to Main Content

APA staðall

Ráðstefnur

Ráðstefnur

Ráðstefnurit og -fyrirlestrar eru ýmist birt í bókarformi eða tímaritsformi. Notið viðeigandi tilvísunar- og heimildaskráningarform eftir því hvort um er að ræða bók eða tímarit. Gefið upp dagsetningu (ár, dagur, mánuður) ef hún kemur fram á heimildinni, annars bara ártalið og/eða ártal, mánuður. 

Fyrirlestur birtur í ráðstefnuriti - meginregla (styðjast við sama form og kafli í ritstýrðri bók):  
Höfundur /-ar fyrirlesturs. (Dagsetning). Titill fyrirlesturs. Í Nafn ritstjóra (ritstj.), Heiti ráðstefnu eða málþings (bls. x-xx), Staður. DOI eða URL

 

Stakur fyrirlestur á ráðstefnu - meginregla: 
Höfundur fyrirlesturs. (Dagsetning). Titill fyrirlesturs [tegund]. Heiti ráðstefnu eða málþings, Staður. DOI eða URL

 

Heimildaskrá: 
Evans, A., Garbarino, J., Bocanegra, E., Kinscherff, R. T. og Márquez-Green, N. (2019, 8. ágúst). Gun violence: An event on the power of community [fyrirlestur]. APA 2019 Convention, Chicago, IL, Bandaríkin. https://convention.apa.org/2019-video
Tilvísun: (Evans o.fl., 2019)
Zotero dæmi - ath. html kóðun inn í titli ef það þarf að bæta við tegund heimildar (t.d. fyrirlestur, plakat)

 

Fleiri dæmi er að finna á bls. 332-333 í Publication Manual of the American Psychological Association 7. útg., sem er til afnota á bókasafni HR.