Skip to Main Content

APA staðall

Ritstýrðar bækur

Ritstýrð bók 

Með ritstýrðri bók er átt við bók sem hefur ekki eiginlegan höfund heldur ritstjóra (editor á ensku). Ef það koma fram höfundanöfn á köflunum í bókinni þarf að vísa í þann kafla sem verið er að nota. Sjá þá flipann ,,Kafli í ritstýrðri bók". 

Heimildaskrá - meginregla:      
Ritstjóri/ar (ritstj.). (Ártal). Titill 
bókar. Útgefandi. DOI eða URL (ef á við)

 

Heimildaskrá: 
Raine, A. (ritstj.). (2006). Crime and schizophrenia: Causes and cures. Nova Science. 
Tilvísun: (Raine, 2006)

 

Heimildaskrá:
Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson (ritstj.). (2002). Þingvallavatn: Undraheimur í mótun. Mál og menning.
Tilvísun: (Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, 2002)

Í tilvísun skal ekki taka fram að höfundur sér ritstjóri, það er nóg að það komi fram í heimildaskrá. 

Kafli í ritstýrðri bók

Þegar vísað er í kafla í ritstýrðri bók eru höfundar bókarkaflans skráðir sem höfundar, bæði í tilvísun inni í texta og í heimildaskrá. Titill bókar er skáletraður, ekki titill kaflans.

Heimildaskrá - meginregla:      
Höfundur/-ar kafla. (Ártal). Titill kafla. Í nafn ritstjóra (ritstj.), Titill 
bókar (útgáfuupplýsingar, bindi, blaðsíður kaflans). Útgefandi. DOI eða URL (ef á við)

 

Heimildaskrá:               
Young, M. E. og Wasserman, E. A. (2005). Theories of learning. Í K. 
Lamberts og R. L. Goldstone (ritstj.), Handbook of cognition (bls. 161-182). Sage.
Tilvísun:  (Young og Wasserman, 2005)

 

Athugið að fyrir kafla í ritstýrðrum bókum eru nöfn ritstjóra skrifuð: Stytt fornöfn. Eftirnafn. (K. Lamberts)

 

Heimildaskrá:
Trausti Hafliðason (ritstj.). (2020). 300 stærstu. Í Frjáls verslun: 300 stærstu (bls. 117-178). Myllusetur. 
Tilvísun: (Trausti Hafliðason, 2020) 

 

Dæmi um tilvitnun í Þjóðarspegilinn / Rannsóknir í félagsvísindum:
Þjóðarspegillinn / Rannsóknir í félagsvísindum er ritröð sem birtir rannsóknir í hinum ýmsu greinum félagsvísinda s.s. viðskiptafræði. Rannsóknir í félagsvísindum hafa komið út síðan 1994, en hin síðari ár hafa rannsóknirnar verið birtar í ritröðinni Þjóðarspegillinn.

Heimildaskrá:                         
Jón Snorri Snorrason. (2010). Áhrif eignarhalds á samkeppnishæfni og fyrirtækjamenningu: Landslagið eftir hrun. Í Ingjaldur Hannibalsson (ritstj.), Þjóðarspegillinn 2010: Rannsóknir í félagsvísindum XI. Viðskiptadeild. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 (bls. 141-148). http://hdl.handle.net/1946/6747
Tilvísun:  (Jón Snorri Snorrason, 2010)

 

Höfundur kafla
Dags.
Titill kafla
Upplýsingar um bókina

Eftirnafn, F. F. 

Fornafn Eftirnafn.

(2020). Titill kafla.

Í Nafn ritstjóra (ritstj.), Titill bókar (bls.). Nafn útgefanda. 

Í Nafn ritstjóra (ritstj.), Titill bókar (2. útg., bindi 3. bls.). Nafn útgefanda.

https://doi.org/xxxxx

eða 

https://xxxxxxxxx