Skip to Main Content

APA staðall

ChatGPT

ChatGPT

Ræddu við kennara þinn áður en þú notast við ChatGPT í ritgerðaskrifum og fáðu leyfi fyrir því. 

Ef þú notar ChatGPT eða önnur AI tól, þá skaltu lýsa því í textanum hvernig þú notaðir tólið. Láttu fylgja með hvaða skipun (e. prompt) þú notaðir og hvaða texti það var sem tólið skrifaði. 

Niðurstöður frá ChatGPT eru ekki finnanlegar og samkvæmt APA eiga svoleiðis heimildir að vera skráðar sem munnlegar heimildir og ekki fara í heimildaskrá. En þar sem ChatGPT texti kemur ekki frá manneskju, þá á hann ekki að flokkast sem munnleg heimild. Stuðst er við sama form og fyrir hugbúnað í APA.

Heimildaskrá:
OpenAI. (2023). ChatGPT (14. mar. útgáfa) [Risamállíkan]. https://chat.openai.com/chat
Tilvísun: (OpenAI, 2023)
* [Risamállíkan] er íslensk þýðing á [Large language model]