Munnlegar heimildir
ATH. Gangið alltaf úr skugga um að kennari samþykki munnlegar heimildir sem gildar heimildir. Leyfi kennari munnlegar heimildir, skal nota þær með varúð og í hófi.
Munnlegar heimildir geta t.d. verið tölvupóstur, viðtöl, netspjall, óuppteknir fyrirlestrar, símtöl og sms sem ekki er aðgengilegt öðrum en höfundi. Munnlegar heimildir eru aðeins skráðar í tilvísunum, ekki heimildaskrá, þar sem heimildin er oftast óbirt og óaðgengileg lesandanum.
Í tilvísunum er skráð nafn þess sem vitnað er í, ásamt eins nákvæmri dagsetningu og mögulegt er.
Tilvísun: Breskir hermenn á Akranesi voru upp til hópa ungir menn (Hafliði Sturluson, munnleg heimild, 2. febrúar 2012)
Heimildaskrá:
Ekki setja munnlegar heimildir í heimildaskrá
Ekki setja munnlegar heimildir inn í Zotero
Sjá leiðbeiningar ef þú ert að skrifa ritgerðina á ensku hjá APA Style.