Skip to Main Content

APA staðall

Höfundar

Höfundar

Höfundar rita á erlendum tungumálum

Ef bók eða tímaritsgrein er skrifuð á erlendu tungumáli, s.s. ensku, er mælt með að skrá eftirnafn höfundanna eins og þau eru skrifuð á bókinni eða í greininni, en skammstafa fornöfn þeirra (jafnvel þó fornöfnin séu rituð í heild sinni á heimildinni).

Ef höfundar eru ritaðir t.d. Urður Thorðardottir og Sæmundur Æ. Gudmundsson í tímaritsgrein á ensku, í bresku tímariti frá árinu 2005 þá verður tilvísunin (Thorðardottir og Gudmundsson, 2005) þ.e. sami ritháttur á nöfnunum og er í greininni. Í heimildaskrá yrðu nöfnin skráð Thorðardottir, U. og Gudmundsson, S. Æ.

Heimildaskrá:          
Thorðardottir, U. og Gudmundsson, S. Æ. (2007). The curious amygdala. Journal of Research Psychology, 26(2), 10-22.
Tilvísun: (Thorðardottir og Gudmundsson, 2007)

 

Höfundar rita á íslensku

Ef bók eða tímaritsgrein er rituð á íslensku, og er ekki þýdd, er mælt með að skrá nöfn þeirra eins og þau eru skráð á heimildinni og skv. íslenskri nafnahefð, þ.e. fornafn eftirnafn.

Ef bók á íslensku um sálfræði er rituð af Aldísi Guðmundsdóttur og Jörgen Pind þá verður skráningin eftirfarandi:

Heimildaskrá:              
Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. (1981). Sálfræði: Hugur og hátterni. Mál og menning.
Tilvísun: (Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind, 1981)

Stofnun sem höfundur

t.d. á skjölum og skýrslum opinberra stofnana (þ.e. enginn einstaklingur er skráður höfundur) 

Algengt er á skjölum opinberra aðila, stofnana, félaga og fyrirtækja að enginn einstaklingur er skráður sem höfundur, heldur er stofnunin í heild sinni skráð sem höfundur.

Þegar stofnun og útgefandi eru sami aðilinn á að sleppa útgefendasætinu:

Heimildaskrá:
American Psychological Association. (2020). Publication manual of the American Psychological Association (7. útg.). https://doi.org/10.1037/0000165-00
Tilvísun: (American Psychological Association, 2020)

Ársreikningar fyrirtækja falla yfirleitt í þennan flokk.

Dæmi um ársskýrslu fyrirtækis:

Heimildaskrá:             
Marel. (2013). Financial statements for 2013.  http://ar2013.marel.com/Media/AnnualReportBrochureMarel2013.pdf?ind=corporatev
Tilvísun: (Marel, 2013)

Heimild frá Seðlabanka Íslands – sérrit:

Heimildaskrá:             
Seðlabanki Íslands. (2013). Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. Í Seðlabanki Íslands - Sérrit nr. 9. http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%20nr%20%209%20
_Undirliggjand%20erlend.pdf
Tilvísun: (Seðlabanki Íslands, 2013)

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá: 
Seðlabanki Íslands. (2013). Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. Í Seðlabanki Íslands - Sérrit nr. 9.

Heimildir frá Hagstofu Íslands:

Heimildaskrá:              
Hagstofa Íslands. (2013). Fjárhagsstaða heimilanna 2012. Hagtíðindi: Laun, tekjur og vinnumarkaður, 98(9), 1-20. https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14985
Tilvísun:  (Hagstofa Íslands, 2013)  

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá: 
Hagstofa Íslands. (2013). Fjárhagsstaða heimilanna 2012. Hagtíðindi: Laun, tekjur og vinnumarkaður, 98(9), 1-20.

Heimildir frá Evrópusambandinu (European Union):

Meginregla – heimildaskrá:       
European Union, Nafn stofnunar/skrifstofu/nefndar innan Evrópusambandsins. (Ártal).  Titill heimildar.  http://www.xxx.xxx 
Meginregla – tilvísun: (Nafn stofnunar, ártal)

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá:
European Union, Nafn stofnunar/skrifstofu/nefndar innan Evrópusambandsins. (Ártal). Titill heimildar. Útgefandi.

EÐA:

Meginregla – heimildaskrá:       
Titill tilskipunar/ákvörðunar, númer og undirtitill.  Titill heimildar sem hýsir tilskipunina. Sótt dagur. mánuður ár af http://www.xxx.xxx 
Meginregla – tilvísun: (Titill tilskipunar/ákvörðunar og númer)

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá:
Titill tilskipunar/ákvörðunar, númer og undirtitill. Titill heimildar sem hýsir tilskipunina. Útgefandi.

Heimildir frá Evrópusambandinu, frh.:

Heimildaskrá:  
European Union, European Commission for the Environment. (2009). Adapting to climate change: Towards a European framework for action (White Paper 52009DC0147). http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=COM:2009:0147:FIN:EN:HTML
Tilvísun: (European Union, European Commission for the Environment, 2009)   
Stytt tilvísun: (European Union, 2009)

Höfundur og útgefandi sá sami

Þegar höfundur er sami og útgefandi eins og til dæmis í skjölum og skýrslum stofnana er útgefandasætinu sleppt. Stofnunin, fyrirtækið eða samtökin eru sett sem höfundur. 

Heimildaskrá:
Reykjavik University. (2020). Annual report 2019. https://www.ru.is/media/hr/skjol/HR_Arsskyrsla_2019.pdf
Tilvísun: (Reykjavik University, 2020)

 

 

 

Skamstöfun á stofnun, félagi, fyrirtæki eða samtökum

Ef stofnunin, félagið, fyrirtækið eða samtökin eru þekkt undir skammstöfun sinni (eins og í dæminu hér að neðan), skal setja fullt heiti þess í svigann í fyrsta skipti sem vísað er í heimildina, ásamt skammstöfun í hornklofa, en í seinni tilvísunum skal nota skammstöfunina.

Fyrsta tilvísun: (American Psychological Association [APA], 2005)
Seinni tilvísanir: (APA, 2005)

 

Full nafn er svo gefið upp í heimildaskrá.

Enginn höfundur

Ef höfundar er ekki getið á heimild, eins og oft er t.d. um vefsíður, þá kemur titill í höfundastað bæði í tilvísun og í heimildaskrá. Ef um langan titil er að ræða má stytta hann í tilvísun þ.e. taka fyrstu tvö, þrjú orð í titli og setja í tilvísun. Ef titillinn er skáletraður inn í heimildaskrá þá er hann líka skáletraður í tilvísuninni. Ef hann er ekki skáletraður í heimildaskrá þá er hann settur inn í gæsalappir í tilvísuninni. 

Titillinn er settur í heild sinni í heimildaskrá.  

Ef heimildin er gefin út af fyrirtæki, samtökum eða stofnun er best að skrá það sem höfund. 

Heimildaskrá:               
Leiðbeiningar um útfyllingu á eyðublaði fyrir beiðni um leyfi til setu í óskiptu búi. (e.d.). Sýslumenn. Sótt 2. september 2020, af https://www.syslumenn.is/thjonusta/andlat-og-danarbu/seta-i-oskiptu-bui/
Tilvísun: (Leiðbeiningar um útfyllingu, e.d.)