Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

APA staðall

Höfundar

Höfundar

Höfundar rita á erlendum tungumálum

Ef bók eða tímaritsgrein er skrifuð á erlendu tungumáli, s.s. ensku, er mælt með að skrá eftirnafn höfundanna eins og þau eru skrifuð á bókinni eða í greininni, en skammstafa fornöfn þeirra (jafnvel þó fornöfnin séu rituð í heild sinni á heimildinni).

Ef höfundar eru ritaðir t.d. Urður Thorðardottir og Sæmundur Æ. Gudmundsson í tímaritsgrein á ensku, í bresku tímariti frá árinu 2005 þá verður tilvísunin (Thorðardottir og Gudmundsson, 2005) þ.e. sami ritháttur á nöfnunum og er í greininni. Í heimildaskrá yrðu nöfnin skráð Thorðardottir, U. og Gudmundsson, S. Æ.

Heimildaskrá:          
Thorðardottir, U. og Gudmundsson, S. Æ. (2007). The curious amygdala. Journal of Research Psychology, 26(2), 10-22.
Tilvísun: (Thorðardottir og Gudmundsson, 2007)

 

Höfundar rita á íslensku

Ef bók eða tímaritsgrein er rituð á íslensku, og er ekki þýdd, er mælt með að skrá nöfn þeirra eins og þau eru skráð á heimildinni og skv. íslenskri nafnahefð, þ.e. fornafn eftirnafn.

Ef bók á íslensku um sálfræði er rituð af Aldísi Guðmundsdóttur og Jörgen Pind þá verður skráningin eftirfarandi:

Heimildaskrá:              
Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. (1981). Sálfræði: Hugur og hátterni. Mál og menning.
Tilvísun: (Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind, 1981)

Stofnun sem höfundur

t.d. á skjölum og skýrslum opinberra stofnana (þ.e. enginn einstaklingur er skráður höfundur) 

Algengt er á skjölum opinberra aðila, stofnana, félaga og fyrirtækja að enginn einstaklingur er skráður sem höfundur, heldur er stofnunin í heild sinni skráð sem höfundur.

Þegar stofnun og útgefandi eru sami aðilinn á að sleppa útgefendasætinu:

Heimildaskrá:
American Psychological Association. (2020). Publication manual of the American Psychological Association (7. útg.). https://doi.org/10.1037/0000165-00
Tilvísun: (American Psychological Association, 2020)

Ársreikningar fyrirtækja falla yfirleitt í þennan flokk.

Dæmi um ársskýrslu fyrirtækis:

Heimildaskrá:             
Marel. (2013). Financial statements for 2013.  http://ar2013.marel.com/Media/AnnualReportBrochureMarel2013.pdf?ind=corporatev
Tilvísun: (Marel, 2013)

Heimild frá Seðlabanka Íslands – sérrit:

Heimildaskrá:             
Seðlabanki Íslands. (2013). Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. Í Seðlabanki Íslands - Sérrit nr. 9. http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%20nr%20%209%20
_Undirliggjand%20erlend.pdf
Tilvísun: (Seðlabanki Íslands, 2013)

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá: 
Seðlabanki Íslands. (2013). Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. Í Seðlabanki Íslands - Sérrit nr. 9.

Heimildir frá Hagstofu Íslands:

Heimildaskrá:              
Hagstofa Íslands. (2013). Fjárhagsstaða heimilanna 2012. Hagtíðindi: Laun, tekjur og vinnumarkaður, 98(9), 1-20. https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14985
Tilvísun:  (Hagstofa Íslands, 2013)  

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá: 
Hagstofa Íslands. (2013). Fjárhagsstaða heimilanna 2012. Hagtíðindi: Laun, tekjur og vinnumarkaður, 98(9), 1-20.

Heimildir frá Evrópusambandinu (European Union):

Meginregla – heimildaskrá:       
European Union, Nafn stofnunar/skrifstofu/nefndar innan Evrópusambandsins. (Ártal).  Titill heimildar.  http://www.xxx.xxx 
Meginregla – tilvísun: (Nafn stofnunar, ártal)

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá:
European Union, Nafn stofnunar/skrifstofu/nefndar innan Evrópusambandsins. (Ártal). Titill heimildar. Útgefandi.

EÐA:

Meginregla – heimildaskrá:       
Titill tilskipunar/ákvörðunar, númer og undirtitill.  Titill heimildar sem hýsir tilskipunina. Sótt dagur. mánuður ár af http://www.xxx.xxx 
Meginregla – tilvísun: (Titill tilskipunar/ákvörðunar og númer)

EÐA ef heimildin er á prentuðu formi

Heimildaskrá:
Titill tilskipunar/ákvörðunar, númer og undirtitill. Titill heimildar sem hýsir tilskipunina. Útgefandi.

Heimildir frá Evrópusambandinu, frh.:

Heimildaskrá:  
European Union, European Commission for the Environment. (2009). Adapting to climate change: Towards a European framework for action (White Paper 52009DC0147). http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=COM:2009:0147:FIN:EN:HTML
Tilvísun: (European Union, European Commission for the Environment, 2009)   
Stytt tilvísun: (European Union, 2009)

Höfundur og útgefandi sá sami

Þegar höfundur er sami og útgefandi eins og til dæmis í skjölum og skýrslum stofnana er útgefandasætinu sleppt. Stofnunin, fyrirtækið eða samtökin eru sett sem höfundur. 

Heimildaskrá:
Reykjavik University. (2020). Annual report 2019. https://www.ru.is/media/hr/skjol/HR_Arsskyrsla_2019.pdf
Tilvísun: (Reykjavik University, 2020)

 

 

 

Skamstöfun á stofnun, félagi, fyrirtæki eða samtökum

Ef stofnunin, félagið, fyrirtækið eða samtökin eru þekkt undir skammstöfun sinni (eins og í dæminu hér að neðan), skal setja fullt heiti þess í svigann í fyrsta skipti sem vísað er í heimildina, ásamt skammstöfun í hornklofa, en í seinni tilvísunum skal nota skammstöfunina.

Fyrsta tilvísun: (American Psychological Association [APA], 2005)
Seinni tilvísanir: (APA, 2005)

 

Full nafn er svo gefið upp í heimildaskrá.

Enginn höfundur

Ef höfundar er ekki getið á heimild, eins og oft er t.d. um vefsíður, þá kemur titill í höfundastað bæði í tilvísun og í heimildaskrá. Ef um langan titil er að ræða má stytta hann í tilvísun þ.e. taka fyrstu tvö, þrjú orð í titli og setja í tilvísun. Ef titillinn er skáletraður inn í heimildaskrá þá er hann líka skáletraður í tilvísuninni. Ef hann er ekki skáletraður í heimildaskrá þá er hann settur inn í gæsalappir í tilvísuninni. 

Titillinn er settur í heild sinni í heimildaskrá.  

Ef heimildin er gefin út af fyrirtæki, samtökum eða stofnun er best að skrá það sem höfund. 

Heimildaskrá:               
Leiðbeiningar um útfyllingu á eyðublaði fyrir beiðni um leyfi til setu í óskiptu búi. (e.d.). Sýslumenn. Sótt 2. september 2020, af https://www.syslumenn.is/thjonusta/andlat-og-danarbu/seta-i-oskiptu-bui/
Tilvísun: (Leiðbeiningar um útfyllingu, e.d.)