Höfundar rita á erlendum tungumálum
Ef bók eða tímaritsgrein er skrifuð á erlendu tungumáli, s.s. ensku, er mælt með að skrá eftirnafn höfundanna eins og þau eru skrifuð á bókinni eða í greininni, en skammstafa fornöfn þeirra (jafnvel þó fornöfnin séu rituð í heild sinni á heimildinni).
Ef höfundar eru ritaðir t.d. Urður Thorðardottir og Sæmundur Æ. Gudmundsson í tímaritsgrein á ensku, í bresku tímariti frá árinu 2005 þá verður tilvísunin (Thorðardottir og Gudmundsson, 2005) þ.e. sami ritháttur á nöfnunum og er í greininni. Í heimildaskrá yrðu nöfnin skráð Thorðardottir, U. og Gudmundsson, S. Æ.
Höfundar rita á íslensku
Ef bók eða tímaritsgrein er rituð á íslensku, og er ekki þýdd, er mælt með að skrá nöfn þeirra eins og þau eru skráð á heimildinni og skv. íslenskri nafnahefð, þ.e. fornafn eftirnafn.
Ef bók á íslensku um sálfræði er rituð af Aldísi Guðmundsdóttur og Jörgen Pind þá verður skráningin eftirfarandi:
Algengt er á skjölum opinberra aðila, stofnana, félaga og fyrirtækja að enginn einstaklingur er skráður sem höfundur, heldur er stofnunin í heild sinni skráð sem höfundur.
Þegar stofnun og útgefandi eru sami aðilinn á að sleppa útgefendasætinu:
Ársreikningar fyrirtækja falla yfirleitt í þennan flokk.
Dæmi um ársskýrslu fyrirtækis:
Heimild frá Seðlabanka Íslands – sérrit:
EÐA ef heimildin er á prentuðu formi
Heimildir frá Hagstofu Íslands:
EÐA ef heimildin er á prentuðu formi
Heimildir frá Evrópusambandinu (European Union):
EÐA ef heimildin er á prentuðu formi
EÐA:
EÐA ef heimildin er á prentuðu formi
Heimildir frá Evrópusambandinu, frh.:
Þegar höfundur er sami og útgefandi eins og til dæmis í skjölum og skýrslum stofnana er útgefandasætinu sleppt. Stofnunin, fyrirtækið eða samtökin eru sett sem höfundur.
Ef stofnunin, félagið, fyrirtækið eða samtökin eru þekkt undir skammstöfun sinni (eins og í dæminu hér að neðan), skal setja fullt heiti þess í svigann í fyrsta skipti sem vísað er í heimildina, ásamt skammstöfun í hornklofa, en í seinni tilvísunum skal nota skammstöfunina.
Full nafn er svo gefið upp í heimildaskrá.
Ef höfundar er ekki getið á heimild, eins og oft er t.d. um vefsíður, þá kemur titill í höfundastað bæði í tilvísun og í heimildaskrá. Ef um langan titil er að ræða má stytta hann í tilvísun þ.e. taka fyrstu tvö, þrjú orð í titli og setja í tilvísun. Ef titillinn er skáletraður inn í heimildaskrá þá er hann líka skáletraður í tilvísuninni. Ef hann er ekki skáletraður í heimildaskrá þá er hann settur inn í gæsalappir í tilvísuninni.
Titillinn er settur í heild sinni í heimildaskrá.
Ef heimildin er gefin út af fyrirtæki, samtökum eða stofnun er best að skrá það sem höfund.