Skip to Main Content

APA staðall

Rannsóknarskýrsla Alþingis

Rannsóknarskýrsla Alþingis

Rannsóknarskýrsla Alþingis fjallar um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008 og var unnin af Rannsóknarnefnd Alþingis og gefin út í 9 bindum á prenti árið 2010. Einnig voru viðaukar 5 til 12 gefnir út rafrænt eingöngu. Skýrslunni var ritstýrt af þriggja manna ritstjórn, en 8. og 9. bindi voru skrifuð af aðilum utan ritstjórnar.

Dæmi um skráningu 1. til 7. bindis (tekið af netinu):

Heimildaskrá:
Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritstj.). (2010). Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (bindi 4). http://www.rna.is/media/skjol/RNABindi4.pdf
Tilvísun: (Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson, 2010) ...

 

Hér er dæmi um skráningu á 8. bindi skýrslunnar (prentað eintak):

Heimildaskrá:
Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir. (2010). Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008. Í Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritstj.), Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (bindi 8). Rannsóknarnefnd Alþingis.
Tilvísun: (Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, 2010) 

 

Dæmi um skráningu á viðauka 5 við skýrsluna sem birtist einungis á vef. Á viðaukanum er hvergi getið um ritstjóra:

Heimildaskrá:
Magnús Helgi Sveinsson. (2010). Íslenskt viðskiptalíf – breytingar og samspil við fjármálakerfið. Í Viðauki 5: Birtur með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis [aðeins birt á vef]. https://www.rna.is/media/skjol/RNAvefVidauki5.pdf
Tilvísun: (Magnús Helgi Sveinsson, 2010) ...