Skip to Main Content

APA staðall

Alfræði- og orðabækur

Alfræði- og orðabækur

Alfræðiorðabækur eru söfn af stuttum skilgreiningum, útskýringum og ágripum hugtaka og atburða. Þessir stuttu kaflar eru ýmist ritaðir undir höfundarnöfnum eða standa nafnlausir. Einnig eru alfræðisöfn oft skráð á nafngreinda ritstjóra ef höfundar er ekki getið.

Heimildaskrá – meginregla:
Höfundur/stofnun. (2020). Titill bókar (árg., bindisnúmer, bls.). Útgefandi.
Höfundur/stofnun. (2020). Titill bókar (árg., bindisnúmer, bls.). Útgefandi. URL.

 

Heimildaskrá: 
Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstj.). (1990). Íslenska alfræðiorðabókin (bindi 2). Örn og Örlygur.
Tilvísun: (Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, 1990)

 

Heimildaskrá:
Usselman, M. (2006). Chemistry: The world book encyclopedia (bindi 3). World Book.
Tilvísun: (Usselman, 2006)

 

Kafli eða orð í alfræði- og orðabókum

Alfræðiorðabækur eru söfn af stuttum skilgreiningum, útskýringum og ágripum hugtaka og atburða. Þessir stuttu kaflar eru ýmist ritaðir undir höfundarnöfnum eða standa nafnlausir. Einnig eru alfræðisöfn oft skráð á nafngreinda ritstjóra ef höfundar er ekki getið.

Meginregla:
Höfundur/stofnun. (Ártal). Titill færslu eða orðs sem flett er upp. Í nafn ritstjóra (ritstj.), Titill orðabókar eða alfræðirits (bindisnúmer). Útgefandi. DOI eða URL (ef á við)

 

Ef vefútgáfa er reglulega uppfærð eins og APA Dictionary of Psychology og Merriam-Webster.com dictionary er (e.d.) sett í stað ártals og sótt dagsetning látin fylgja með fyrir framan URL-ið. Ef útgefandinn er höfundur á ekki að endurtaka hann í útgefandasætið. 

Heimildaskrá:
American Psychological Association. (e.d.). Gender identity. Í APA dictionary of psychology. Sótt 1. september 2020, af https://dictionary.apa.org/gender-identity
Tilvísun: (American Psychological Association, e.d.)

 

Heimildaskrá:
Merriam-Webster. (e.d.) They. Í Merriam-Webster.com dictionary. Sótt 28. ágúst 2020, af https://www.merriam-webster.com/dictionary/they 
Tilvísun: (Merriam-Webster, e.d)

 

Þegar vefútgáfa er uppfærð reglulega þarf sótt dagsetning að fylgja með. 

Heimildaskrá: Encyclopædia Britannica. (e.d.). Vigdís Finnbogadóttir. Í Britannica Academic. Sótt 9. febrúar 2021, af https://academic.eb.com/levels/collegiate/article/Vigd%C3%ADs-Finnbogad%C3%B3ttir/389327

TIlvísun: (Encyclopædia Britannica, e.d.)

 

Ef vefútgáfan er varanleg útgáfa af orðabók þ.e. er ekki uppfærð, þarf sótt dagsetning ekki að fylgja með. 

Heimildaskrá:
Graham, G. (2007). Behaviorism. Í E. N. Zalta (ritstj.), The Stanford encyclopedia of philosophy (haust 2007 útgáfa). http://plato.stanford.edu/entries/behavior
Tilvísun: (Graham, 2007)

 

Ef höfundur er ekki tilgreindur skal nota titil greinar í tilvísunum (styttan, ef um langan titil er að ræða).

Heimildaskrá (enginn höfundur tilgreindur):
Feðraveldi. (2011). Í Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstj.), Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. http://snara.is
Tilvísun: (,,Feðraveldi", 2011)

 

Heimildaskrá (enginn höfundur né ritstjóri tilgreindur):
Anxiety. (2006). Í Enskt-enskt orðanet. http://snara.is
Tilvísun: (,,Anxiety", 2006)

 

Heimildaskrá:
Self-esteem. (e.d.). Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi (vefútgáfa). Sótt 3. september 2020, af http://snara.is
Tilvísun: (,,Self-esteem", e.d.)