Alfræðiorðabækur eru söfn af stuttum skilgreiningum, útskýringum og ágripum hugtaka og atburða. Þessir stuttu kaflar eru ýmist ritaðir undir höfundarnöfnum eða standa nafnlausir. Einnig eru alfræðisöfn oft skráð á nafngreinda ritstjóra ef höfundar er ekki getið.
Alfræðiorðabækur eru söfn af stuttum skilgreiningum, útskýringum og ágripum hugtaka og atburða. Þessir stuttu kaflar eru ýmist ritaðir undir höfundarnöfnum eða standa nafnlausir. Einnig eru alfræðisöfn oft skráð á nafngreinda ritstjóra ef höfundar er ekki getið.
Ef vefútgáfa er reglulega uppfærð eins og APA Dictionary of Psychology og Merriam-Webster.com dictionary er (e.d.) sett í stað ártals og sótt dagsetning látin fylgja með fyrir framan URL-ið. Ef útgefandinn er höfundur á ekki að endurtaka hann í útgefandasætið.
Þegar vefútgáfa er uppfærð reglulega þarf sótt dagsetning að fylgja með.
Heimildaskrá: Encyclopædia Britannica. (e.d.). Vigdís Finnbogadóttir. Í Britannica Academic. Sótt 9. febrúar 2021, af https://academic.eb.com/levels/collegiate/article/Vigd%C3%ADs-Finnbogad%C3%B3ttir/389327
TIlvísun: (Encyclopædia Britannica, e.d.)
Ef vefútgáfan er varanleg útgáfa af orðabók þ.e. er ekki uppfærð, þarf sótt dagsetning ekki að fylgja með.
Ef höfundur er ekki tilgreindur skal nota titil greinar í tilvísunum (styttan, ef um langan titil er að ræða).