Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

APA staðall

Alfræði- og orðabækur

Alfræði- og orðabækur

Alfræðiorðabækur eru söfn af stuttum skilgreiningum, útskýringum og ágripum hugtaka og atburða. Þessir stuttu kaflar eru ýmist ritaðir undir höfundarnöfnum eða standa nafnlausir. Einnig eru alfræðisöfn oft skráð á nafngreinda ritstjóra ef höfundar er ekki getið.

Heimildaskrá – meginregla:
Höfundur/stofnun. (2020). Titill bókar (árg., bindisnúmer, bls.). Útgefandi.
Höfundur/stofnun. (2020). Titill bókar (árg., bindisnúmer, bls.). Útgefandi. URL.

 

Heimildaskrá: 
Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstj.). (1990). Íslenska alfræðiorðabókin (bindi 2). Örn og Örlygur.
Tilvísun: (Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir, 1990)

 

Heimildaskrá:
Usselman, M. (2006). Chemistry: The world book encyclopedia (bindi 3). World Book.
Tilvísun: (Usselman, 2006)

 

Kafli eða orð í alfræði- og orðabókum

Alfræðiorðabækur eru söfn af stuttum skilgreiningum, útskýringum og ágripum hugtaka og atburða. Þessir stuttu kaflar eru ýmist ritaðir undir höfundarnöfnum eða standa nafnlausir. Einnig eru alfræðisöfn oft skráð á nafngreinda ritstjóra ef höfundar er ekki getið.

Meginregla:
Höfundur/stofnun. (Ártal). Titill færslu eða orðs sem flett er upp. Í nafn ritstjóra (ritstj.), Titill orðabókar eða alfræðirits (bindisnúmer). Útgefandi. DOI eða URL (ef á við)

 

Ef vefútgáfa er reglulega uppfærð eins og APA Dictionary of Psychology og Merriam-Webster.com dictionary er (e.d.) sett í stað ártals og sótt dagsetning látin fylgja með fyrir framan URL-ið. Ef útgefandinn er höfundur á ekki að endurtaka hann í útgefandasætið. 

Heimildaskrá:
American Psychological Association. (e.d.). Gender identity. Í APA dictionary of psychology. Sótt 1. september 2020, af https://dictionary.apa.org/gender-identity
Tilvísun: (American Psychological Association, e.d.)

 

Heimildaskrá:
Merriam-Webster. (e.d.) They. Í Merriam-Webster.com dictionary. Sótt 28. ágúst 2020, af https://www.merriam-webster.com/dictionary/they 
Tilvísun: (Merriam-Webster, e.d)

 

Ef enginn höfundur er skráður fyrir færslu í alfræðiorðabók á netinu eins og t.d. Encyclopædia Britannca þá sleppum við höfundasætinu og titill færslu kemur fremst í heimildarskrá  og innan íslenskra gæsalappa í tilvísun.  

Heimildaskrá: Vigdís Finnbogadóttir. (e.d.). Í Encyclopædia Britannica. Sótt 9. febrúar 2021, af https://academic.eb.com/levels/collegiate/article/Vigd%C3%ADs-Finnbogad%C3%B3ttir/389327
TIlvísun: („Vigdís Finnbogadóttir“, e.d.)

 

Ef vefútgáfan er varanleg útgáfa af orðabók þ.e. er ekki uppfærð, þarf sótt dagsetning ekki að fylgja með. 

Heimildaskrá:
Graham, G. (2007). Behaviorism. Í E. N. Zalta (ritstj.), The Stanford encyclopedia of philosophy (haust 2007 útgáfa). http://plato.stanford.edu/entries/behavior
Tilvísun: (Graham, 2007)

 

Ef höfundur er ekki tilgreindur skal nota titil greinar í tilvísunum (styttan, ef um langan titil er að ræða).

Heimildaskrá (enginn höfundur tilgreindur):
Feðraveldi. (2011). Í Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstj.), Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. http://snara.is
Tilvísun: (,,Feðraveldi", 2011)

 

Heimildaskrá (enginn höfundur né ritstjóri tilgreindur):
Anxiety. (2006). Í Enskt-enskt orðanet. http://snara.is
Tilvísun: (,,Anxiety", 2006)

 

Heimildaskrá:
Self-esteem. (e.d.). Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi (vefútgáfa). Sótt 3. september 2020, af http://snara.is
Tilvísun: (,,Self-esteem", e.d.)