Skip to Main Content

APA staðall

Vísað í töflur, myndatexta, viðauka eða neðanmálsgreinar

Vísað í töflur, myndir, myndatexta, viðauka og neðanmálsgreinar

Vísa  má í fleiri upplýsingar en texta, t.d. í töflur, myndir, neðanmálsgreinar, myndatexta, viðauka ... .

Ef notaðar eru tölfræðiupplýsingar úr töflum eða línuritum úr textum annarra höfunda, þá skal alltaf geta heimildar. Eftirfarandi upplýsingar um það hvernig vinna með skóla hefur áhrif á námsárangur framhaldsskólanema, er að finna í töflu í tímaritsgrein eftir Kusum Singh,  Mido Chang og Sandra Dika sem ber titilinn „Effects of part-time work on school achievement during high school“ og birtist í  The Journal of Educational Research, september/október 2007, árgangur 101, tölublað 1, á blaðsíðum 12-22:

Rannsóknir sýna að þeir framhaldsskólanemar sem vinna færri stundir á viku hafa meiri metnað gagnvart námi sínu, verja meiri tíma í námið og fá hærri einkunnir, en þeir framhaldsskólanemar sem vinna fleiri stundir (Singh o.fl., 2007, bls. 20).

 

Þegar vísað er í töflur og myndir má einnig vísa beint í annað en blaðsíðutal:

Vísað í ákveðna dálka og raðir í töflu: (Woo og Leon, 2003, tafla 2, röð 3)
Vísað í viðauka: (Ebrahim o.fl., 2009, viðauki C)*
Vísað í neðanmálsgrein: (Park o.fl., 2008, neðanmálsgrein 3)
Vísað í myndatexta: (Cook o.fl., 2007, myndatexti með mynd 7)

ATH. þetta á ekki við þegar þú ert að vísa í þinn eigin viðauka. Þá er skrifað í textann (sjá viðauka A). 

Sjá nánari leiðbeiningar um töflur og tilvísanir hjá APA samtökunum.