Skip to Main Content

APA staðall

Kennsluglærur

Kennsluglærur

Ef notaður er texti úr kennsluglærum þá þarf að vísa í hann, jafnvel þótt ritgerðin sé fyrir sama áfanga og hjá sama kennara. Þá þarf að gefa upp nafn kennara, ártal, titil glæranna skáletraðan, tegund efnisins innan hornklofa og að lokum hvaðan efnið var sótt. Viðmiðið er að skrá heimildina eins nákvæmt og hægt er. Ef grunur er að efnið í glærunum er tekið úr kennslubók þá skal annað hvort finna upplýsingarnar í kennslubókinni og vísa í bókina eða nota glærurnar og vísa í kennarann. 

Heimildaskrá: 
Margrét Lilja Guðmundsdóttir. (2020). Heimur íþrótta: Ofbeldi og reglubrot [PowerPoint glærur]. Canvas@RU. http://canvas.ru.is/
Tilvísun: (Margrét Lilja Guðmundsdóttir, 2020)

 

Ef kennari segir eitthvað í kennslustund sem nemandi glósar niður, sem ekki stendur á neinum glærum, skal flokka það sem munnlega heimild og meðhöndað sem slíkt.