Skip to Main Content

APA staðall

Staðlar

Staðlar

Staðlar eru skráðir eins og bækur án höfunda.

Meginregla - heimildaskrá: 
Titill staðals. (ártal). Útgefandi. 
Titill staðals (auka upplýsingar). (ártal). Útgefandi. 
Tilvísun: (Titill staðals, ártal)

Titillinn er skáletraður í heimildaskrá og í tilvísun. Ef titillinn er mjög langur má stytta hann í tilvísuninni með því að taka bara fyrstu nokkur orðin. Ef að staðalinn hefur frekari upplýsingar þá er þeim bætt við alveg eins og gert er með bækur, t.d. varðandi útgáfur, þýðendur...  

Heimildaskrá:
ISO 9001 fyrir lítil fyrirtæki: Leiðsögn: Ráðleggingar frá ISO/TC 176 (Jón Skaptason, þýð.; 3. útg.). (2011). Staðlaráð Íslands.
Tilvísun:  (ISO 9001, 2011)
Zotero dæmi - ath. nota Short Title til að setja styttri titil inn í tilvísun

Heimildaskrá:
ÍST EN ISO 9001:2015: Gæðastjórnunarkerfi: Kröfur (5. útg.). (2017). Staðlaráð Íslands.
Tilvísun: (ÍST EN ISO 9001:2015, 2017)
Zotero dæmi - ath. nota Short Title til að setja styttri titil inn í tilvísun

 

Stundum getur verið óljóst að sjá hvaða titil eigi að nota. Eins og í þessu dæmi hér, hvort er titillinn ÍST EN ISO 9001:2015 eða Gæðastjórnunarkerfi? Gott er að skoða hvernig staðalinn er skráður inn á Leitir.is og styðjast við upplýsingarnar þar. Einnig er hægt að vista skráninguna inn í Zotero af Leitir.is en mjög oft þarf að hreinsa aðeins til skráninguna til þess að hún passi við APA staðalinn. 

 

Heimildaskrá:
Eurocode 2: Hönnun steynsteypuvirkja: 1-1: Almennar reglur og reglur fyrir byggingar. (2004). Staðlaráð Íslands.
Tilvísun: (Eurocode 2, 2004)
Zotero dæmi - ath. nota Short Title til að setja styttri titil inn í tilvísun