Skip to Main Content

APA staðall

Hljóð og myndrænt efni

Myndir

Myndir af netinu
Oft þarf að nota myndefni ýmiskonar (myndir, töflur, gröf ...) til skýringar í verkefnum. Skráning slíkra heimilda fylgir venjulegri heimildaskráningu. Í tilvísun inni í texta,  þarf að skrá höfund myndefnis (sem getur verið stofnun), ártal og tegund myndefnis. Tilvísunin þarf að vera annað hvort í myndatextanum undir myndinni sjálfri, eða í tilvísun sem fylgir myndefninu. Í heimildaskrá þarf að skrá heimildina á sem nákvæmastan hátt þannig að nálgast megi heimildina hvort heldur hún er á prentuðu eða rafrænu formi. Athugið að skráning mynda sem heimilda er sett inn í heimildaskrá með öðrum heimildum. 

Meginregla:     
Höfundur. (Ártal). Titill myndar [tegund myndefnis, svo sem mynd]. Titill vefs sem myndin tilheyrir. http://www.xxx.xx

 

Dæmi um skráningu myndar af vefsíðu – höfundar getið

Heimildaskrá:              
Chaffey, D. (2010). Digital marketing radar [mynd]. Smartinsights
http://www.smartinsights.com/digital-marketing-strategy/customer-acquisition-strategy/prioritising-digital-marketing-radar/ 
Tilvísun í eða undir myndatexta: (Chaffey, 2010, mynd 2)

 

Heimildaskrá:              
Westinghouse Electric Corporation. (2009). Lightning model [mynd]. National geographic
. http://photography.nationalgeographic.com/photography/photo-of-the-day/lightning-model-pod-best09
Tilvísun í eða undir myndatexta: (Westinghouse Electric Corporation, 2009)

 

Dæmi um skráningu myndar af vefsíðu – höfundar ekki getið

Heimildaskrá:              
Cognitive behavioral therapy [mynd]. (e.d.). Creations mind body. ​
http://creationsmindbody.com/bond-theraputics-2/cognitive-behavioral-therapy
Tilvísun í eða undir myndatexta: (Cognitive behavioral therapy, e.d., mynd 1)

 

Dæmi um skráningu myndar  - hvorki höfundur né titill

Heimildaskrá:              
[Ótitluð ljósmynd af simpansaunga] [mynd]. (e.d.). JDTR. http://jdtr.pagesperso-orange.fr/struc/chimp3.
 
Tilvísun í eða undir myndatexta: (,,Ótitluð ljósmynd af simpansaunga", e.d., mynd 1)

Kvikmyndir og þættir

Sjónvarpsefni

Skráið nöfn helstu aðila sem að efninu standa s.s. handritshöfunda, fréttamanna, framleiðanda. Skráið einnig dagsetningu útsendingar, titill þáttar, tegund efnis og framleiðslufyrirtæki. 

Heimildaskrá - meginregla: 
Nafn leikstjóra og/eða framleiðanda (leikstjóri/framleiðandi/þáttastjórnandi/dagskrárgerðarmaður). (Ártal). Titill verks
 [kvikmynd, þáttur]. Framleiðslufyrirtæki. URL (ef á við)

 

Kvikmyndir

Heimildaskrá:              
Howard, R. (leikstjóri). (2001). A beautiful mind [kvikmynd]. Universal 
Pictures.
Tilvísun: (Howard, 2001)

 

Heimildaskrá:              
Belson, J. (framleiðandi). (1995). Domestic violence: Identification, treatment and referral healthcare professional [heimildamynd]. Belson/Harwright.
Tilvísun: (Belson, 1995)

 

Þáttaseríur

Heimildaskrá:
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir (dagskrárgerðarmaður). (2012, 22. maí). Með rafskaut grædd í þindina
 [þáttur í fréttaþáttaröð]. Í Sigmar Guðmundsson (ritstj.), Kastljós. RÚV.
Tilvísun: (Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, 2012)

 

Heimildaskrá: 
Egan, D. (handritshöfundur) og Alexander, J. (leikstjóri). (2005). Failure to communicate [þáttur í sjónvarpsþáttaröð] Í D. Shore (framleiðandi), House. Fox Broadcasting. 
Tilvísun: (Egan og Alexander, 2005)

 

Heimildaskrá:
Safer, M. (dagskrárgerðarmaður) og Browning, D. (framleiðandi). (2012, 20. maí). 
The many faces of Meryl Streep [þáttur í fréttaþáttaröð]. Í 60 minutes. CBS. http://www.cbsnews.com/video/watch/?id=7409140n&tag=contentMain;contentAux
Tilvísun: (Safer og Browning, 2012)

 

 Hljóðefni

Útvarpsefni

Skráið nöfn helstu aðila sem  að efninu standa s.s. handritshöfunda, fréttamanna, framleiðenda. Skráið einnig dagsetningu útsendingar, titil þáttar, tegund efnis, framleiðslustað og framleiðslufyrirtæki.

Heimildaskrá:              
Hanna G. Sigurðardóttir og Leifur Hauksson (dagskrárgerðarmenn). (2014, 8. 
september). Samfélagið: Umhverfismál [útvarpsþáttur]. http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid-umhverfismal/08092014
Tilvísun: (Hanna G. Sigurðardóttir og Leifur Hauksson, 2014)

 

Viðtöl

Viðtöl sem ekki eru aðgengileg lesanda texta flokkast sem munnleg heimild og eru ekki skráð í heimildaskrá, heldur er einungis gerð tilvísun inni í texta (sjá kaflann Munnlegar heimildir). Hins vegar eru viðtöl sem aðgengileg eru t.d. á netinu skráð í heimildaskrá, eins og sýnt er í eftirfarandi dæmum.

Heimildaskrá:              
Hanna Birna Kristjánsdóttir (viðmælandi). (2014, 2. ágúst). Lekamálið pólitískar 
ofsóknir (Sunna Valgerðardóttir fréttamaður) [viðtal]. http://www.ruv.is/frett/lekamalid-politiskar-ofsoknir-vidtal
Tilvísun: (Hanna Birna Kristjánsdóttir, 2014)

 

Heimildaskrá:                
Már Guðmundsson (viðmælandi). (2013, 17. febrúar). Sprengisandur: Már 
Guðmundsson segir að styttist í losun (Sigurjón M. Egilsson dagskrárgerðarmaður) [útvarpsviðtal]. http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16998
Tilvísun: (Már Guðmundsson, 2013)

 

Podcast/hlaðvarp

Heimildaskrá:              
Vedantam, S. (þáttastjórnandi). (2015). Hidden brain [hlaðvarp]. NPR. https://www.npr.org/series/423302056/hidden-brain
Tilvísun: (Vedantam, 2015)

 

Heimildaskrá:
Van Nuys, D. (framleiðandi). (2007, 19. desember). Shrink rap radio [hlaðvarp].
http://www.shrinkrapradio.com/
Tilvísun: (Van Nuys, 2007)

 

Hlaðvarpsþáttur

Heimildaskrá:
Glass, I. (þáttastjórnandi). (2011, 12. ágúst). Amusement park (nr. 443) [hlaðvarpsþáttur]. Í This American Life. WBEZ Chicago. https://www.thisamericanlife.org/radio-archives/episode/443/amusement-park
Tilvísun: (Glass, 2011) 

 

Myndskeið

Mynddiskar og myndskeið

Heimildaskrá:              
American Psychological Association (framleiðandi). (2000). Responding 
therapeutically to patient expressions of sexual attraction [mynddiskur]. http://www.apa.org/videos
Tilvísun: (American Psychological Association, 2000)

 

Heimildaskrá:              
Patel, V. (fyrirlesari). (2012). Mental health for all by involving all [myndskeið]. TED. 
http://www.ted.com/talks/vikram_patel_mental_health_for_all_by_involving_all.html 
Tilvísun: (Patel, 2012)

 

Youtube myndskeið

Flest myndskeið á YouTube eru birt undir „skjánafni“ (e. screen name), sem er þá sett í höfundarstað.

Heimildaskrá – meginregla:     
Skjánafn. (ártal, dagur. mánuður). Titill myndskeiðs [myndskeið]. ​Youtube. 
http://www.youtube.com/xxx.xxx

 

Heimildaskrá:                   
Piroozi1389. (2010, 6. júlí). Failure to protect Iranian people‘s human rights
 [myndskeið]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=XGgqo-vzlAI
Tilvísun: (Piroozi1389, 2010)

 

Ef myndskeið er birt undir nafni þá er það nafn sett í höfundarstað.

Heimildaskrá:                          
Luepke, N. (2010, 23. júní). Citing a website with an author, APA 
[myndskeið]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=35rzda83hd8
Tilvísun: (Luepke, 2010)