Myndir af netinu
Oft þarf að nota myndefni ýmiskonar (myndir, töflur, gröf ...) til skýringar í verkefnum. Skráning slíkra heimilda fylgir venjulegri heimildaskráningu. Í tilvísun inni í texta, þarf að skrá höfund myndefnis (sem getur verið stofnun), ártal og tegund myndefnis. Tilvísunin þarf að vera annað hvort í myndatextanum undir myndinni sjálfri, eða í tilvísun sem fylgir myndefninu. Í heimildaskrá þarf að skrá heimildina á sem nákvæmastan hátt þannig að nálgast megi heimildina hvort heldur hún er á prentuðu eða rafrænu formi. Athugið að skráning mynda sem heimilda er sett inn í heimildaskrá með öðrum heimildum.
Dæmi um skráningu myndar af vefsíðu – höfundar getið
Dæmi um skráningu myndar af vefsíðu – höfundar ekki getið
Dæmi um skráningu myndar - hvorki höfundur né titill
Sjónvarpsefni
Skráið nöfn helstu aðila sem að efninu standa s.s. handritshöfunda, fréttamanna, framleiðanda. Skráið einnig dagsetningu útsendingar, titill þáttar, tegund efnis og framleiðslufyrirtæki.
Kvikmyndir
Þáttaseríur
Útvarpsefni
Skráið nöfn helstu aðila sem að efninu standa s.s. handritshöfunda, fréttamanna, framleiðenda. Skráið einnig dagsetningu útsendingar, titil þáttar, tegund efnis, framleiðslustað og framleiðslufyrirtæki.
Viðtöl
Viðtöl sem ekki eru aðgengileg lesanda texta flokkast sem munnleg heimild og eru ekki skráð í heimildaskrá, heldur er einungis gerð tilvísun inni í texta (sjá kaflann Munnlegar heimildir). Hins vegar eru viðtöl sem aðgengileg eru t.d. á netinu skráð í heimildaskrá, eins og sýnt er í eftirfarandi dæmum.
Podcast/hlaðvarp
Hlaðvarpsþáttur
Mynddiskar og myndskeið
Youtube myndskeið
Flest myndskeið á YouTube eru birt undir „skjánafni“ (e. screen name), sem er þá sett í höfundarstað.
Ef myndskeið er birt undir nafni þá er það nafn sett í höfundarstað.