APA handbókin er með nákvæmar leiðbeiningar um uppsetningu á myndum og töflum samkæmt þeirra reglum.
Helstu atriði eru að:
Mynda- og/eða töfluskrá kemur á eftir efnisyfirliti.
Notið captions í Word til að gefa myndum og töflum heiti.
1. Hægri-smellið á myndina/töfluna og veljið References - Insert Caption.
2. Til fá myndaskrá og töfluskrá fyrir aftan efnisyfirlitið þarf að velja flipann References og smella á hnappinn Insert Table of Figures. Þetta þarf að gera fyrir bæði myndir og töflur.
1. Hægrismelltu á númer myndar og veldu References - Insert Caption. Settu inn lýsandi heiti myndar og smelltu á OK
Gerðu þetta við allar myndir í verkefninu.
Settu inn myndayfirlitið á þeim stað þar sem þú vilt að það birtist - Reference - Insert Table of figures.
Myndataflan á þá að innihalda bæði númer og heiti myndar.
Veldu síðan þann hluta myndatextans sem þú vilt hafa falinn í skjalinu en láta birtast í myndatöflunni.
Ýttu á Ctrl+Shift+H til að fela valda textann.
Ef myndataflan er uppfærð dettur faldi textinn út úr töflunni. Þess vegna er mikilvægt að fela textann í lokin.