APA handbókin er með nákvæmar leiðbeiningar um uppsetningu á myndum og töflum samkæmt þeirra reglum.
Helstu atriði eru að:
Myndir og töflur fá númer og heiti sem birtist fyrir ofan.
Setjið heitið beint inn í Word skjalið en ekki inn á sjálfa myndina/töfluna.
Ef þörf er á að útskýra frekar hvað er á myndinni eða í töflunni kemur það fyrir neðan myndina/töfluna með fyrirsögninni "Skýring" eða "Athugasemd" (á ensku Note.)
Hafið eina auða línu milli myndar/töflu og texta til að bæta læsileika.
Hver mynd og tafla á að vera í sér línu og fylla út í enda. Passa skal að hafa myndir ekki mjög litlar og að textinn í myndunum og töflunum sé í sama stíl og meginmál ritgerðar. Leyfilegt er að minnka aðeins texta og línubil í myndum og töflum sé þörf á því.
Séu myndir/töflur stórar mega þær taka heila síðu. Ef myndir/töflur eru minni þá má texti vera á sömu síðu, en myndin/taflan skal vera efst eða neðst á síðunni – ekki í miðjunni.
Myndir þurfa að geta staðið sjálfstætt þannig að lesandi skilji efnið án frekari skýringar. Gætið þess að bæði x-ás og y-ás séu skýrt merktir. Látið myndræna framsetningu (súlur, línur osfrv.) njóta sín og forðist óþarfa truflun.

Mynda- og/eða töfluskrá kemur á eftir efnisyfirliti.
Mynda- og töfluyfirlit eru alltaf í sitthvoru lagi og á sér blaðsíðu. Ef töflur og myndir eru mjög fáar, er í lagi að yfirlitin séu á sömu blaðsíðu.
Notið Captions í Word til að gefa myndum og töflum heiti.
1. Hægri-smellið á myndina/töfluna og veljið References - Insert Caption.
2. Til fá myndaskrá og töfluskrá fyrir aftan efnisyfirlitið þarf að velja flipann References og smella á hnappinn Insert Table of Figures. Þetta þarf að gera fyrir bæði myndir og töflur.
1. Hægrismelltu á númer myndar og veldu References - Insert Caption. Settu inn lýsandi heiti myndar og smelltu á OK

Gerðu þetta við allar myndir í verkefninu.
Settu inn myndayfirlitið á þeim stað þar sem þú vilt að það birtist - Reference - Insert Table of figures.
Myndataflan á þá að innihalda bæði númer og heiti myndar.
Veldu síðan þann hluta myndatextans sem þú vilt hafa falinn í skjalinu en láta birtast í myndatöflunni.
Ýttu á Ctrl+Shift+H til að fela valda textann.

Ef myndataflan er uppfærð dettur faldi textinn út úr töflunni. Þess vegna er mikilvægt að fela textann í lokin.