Skip to Main Content

APA staðall

Frávik

Íslensk frávik frá APA staðlinum

Þegar verkefni eru skrifuð á íslensku þarf einnig að íslenska skráningu tilvísana og heimildaskrár.

ATH. feitletrun í töflunni hér að neðan er notuð til áherslu en á ekki nota í tilvísunum eða heimildaskrá.

Skýring

Íslenskar tilvísanir og heimildaskrá

Enskar tilvísanir og heimildaskrá

milli nafna

og

&

blaðsíðutal

bls.

p eða pp

útgáfa

útg.

ed.

ritstjóri/-ar

ritstj.

Ed. eða Eds.

ath. lítinn og stóran upphafsstaf

framleiðandi / leikstjóri / fréttamaður

Producer / Director / Correspondent

ath. lítinn og stóran upphafsstaf

kvikmynd / hljóðdiskur / tafla / línurit

Motion picture / CD recording / Table / Graph

og fleiri

o.fl.

et al.

engin dagsetning

e.d.

n.d.

bindi í ritverki

bindi

vol.

árgangur tímarits

árg.

vol.

kafli í bók

Í

In

Nánari útskýring á töflunni:

  • og verður & þegar skrifað er á ensku (á milli höfundanafna t.d. Wilson & Brown, 2004)
  • bls. verður p eða pp (í merkingunni blaðsíðutal) þegar skrifað er á ensku, þ.e. pp ef tilvísun nær yfir fleiri en eina blaðsíðu.
  • útg. (í merkingunni útgáfa) verður ed. (í merkingunni edition) þegar skrifað er á ensku.
  • ritstj. (í merkingunni ritstjóri/ritstjórar) verður Ed. eða Eds. (í merkingunni editor/-s) þegar skrifað er á ensku.
  • framleiðandi, leikstjóri, fréttamaður er með litlum upphafsstaf þegar skrifað er á íslensku, en þegar skrifað er á ensku er það með stórum upphafsstaf; Producer, Director, Correspondent.
  • tegund efnis s.s. kvikmynd, hljóðdiskur, tafla, línurit er skrifað með litlum upphafsstaf á íslensku, en stórum upphafsstaf á ensku; Motion picture, Table, Graph
  • o.fl. (í merkingunni og fleiri) verður et al. (í merkingunni and others) þegar skrifað er á ensku.
  • e.d. (í merkingunni engin dagsetning) verður n.d. (í merkingunni no date) þegar skrifað er á ensku.
  • bindi (bindi í margra bóka ritverki) verður vol. (í merkingunni volume) þegar skrifað er á ensku.
  • árg. (í  merkingunni árgangur tímarits) verður vol. (í merkingunni volume) þegar skrifað er á ensku.