Skip to Main Content

APA staðall

Tölfræði og hugbúnaður

Tölfræði og gagnasett

Tölfræðiheimildi ( m.a. frá Hagstofu Íslands, Eurostat, OECD)
 

Heimildaskrá – meginregla:     
Höfundur. (Ártal). Titill gagnasetts, töflu, línurits, myndar [tegund tölfræði
 s.s. tafla, línurit, mynd, gagnasett, óútgefin hrágögn...]. Upptök heimildar. http://www.xxx.xx eða https:/doi.org/xxxxx
Tilvísun – meginregla:  (Höfundur, ártal) – ATH að höfundur er oft hópur, s.s. stofnun, fyrirtæki ...

 

Dæmi um skráningu tölfræði sem sótt er hjá aðila sem aflaði upplýsinganna (athugið að gefa aðeins upp slóðina http://hagstofa.is með heimildum sem sóttar eru á Hagstofuvefinn, því löngu slóðirnar vísa einungis á síður þar sem breytur eru valdar, en ekki á töflurnar sjálfar)

Heimildaskrá:  
Hagstofa Íslands. (2010). Afli og verðmæti eftir tegundum og veiðisvæðum 1993-
2009 [tafla]. http://hagstofa.is/
Tilvísun: (Hagstofa Íslands, 2010)

 

Heimildaskrá:  
Eurostat. (2016). Catches – major fishing areas (from 2000 onwards) [tafla]. http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=fish_ca_main&langen
Tilvísun: (Eurostat, 2016)

 

Heimildaskrá:  
OECD. (2016). Health status: OECD health statistics [tafla]. http://dx.doi.org/10.1787/data-00540-en
Tilvísun: (OECD, 2016)

 

Heimildaskrá:              
OECD. (2010). CPI all items: Annual growth in percentage [tafla]. Í OECD Factbook 2010: Economic, environmental and social statistics, energy, energy production and prices, oil prices. http://dx.doi.org/10.1787/824636028278
Tilvísun: (OECD, 2010)

 

Við skráningu tölfræði sem sótt er hjá aðila sem tók saman upplýsingarnar  er sjálfsagt er að geta í megintextanum hver frumheimildin er s.s. Hagstofa Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. 

Hugbúnaður og smáforrit

Heimildaskrá – meginregla:      
Höfundur. (Ártal). Titill smáforritstöflu og hugbúnaðs (útgáfa) [tegund s.s. smáforrit, hugbúnaður ...]. Útgáfuaðili s.s. Google Play Store eða App Store. http://www.xxx.xx 

 

ATH að höfundur er oft hópur, s.s. stofnun, fyrirtæki ...

Ekki gera tilvísun ef þau eru einungis nefnd á nafn eins og Word eða Instagram. Einungis þarf að gera tilvísun í hugbúnað og smáforrit ef vísað er í upplýsingar úr þeim sérstaklega. 

Hugbúnaður

Heimildaskrá:
Borenstein, M., Hedges, L., Higgins, J. og Rothstein, H. (2014). Comprehensic meta-analysis (útgáfa 3.3070) [hugbúnaður]. Biostat. https://www.meta-analysis.com
Tilvísun: (Borenstein o.fl., 2014)

 

Smáforrit

Heimildaskrá: 
Epocrates. (2019). Epocrates medical references (útgáfa 18.12) [smáforrit]. App Store. https://itunes.apple.com/us/app/epocrates/id281935788
Tilvísun: (Epocrates, 2019)