Skip to Main Content

APA staðall

Frumheimilidir og afleiddar heimildir

Frumheimildir og afleiddar heimildir 

Primary sources og secondary sources

Oft er talað um tvær tegundir heimilda; frumheimildir (e. primary sources) og afleiddar heimildir (e. secondary sources). Frumheimildir eru skjöl, ræður, niðurstöður rannsókna o.fl. sem verður til á meðan viðkomandi atriði er í vinnslu. Afleiddar heimildir greina og túlka frumheimildir. 

Ef einhver möguleiki er að nálgast frumheimild, skal nota hana. Að öðrum kosti verður að nota afleidda heimild. Þegar afleiddar heimildir (e. secondary sources) eru notaðar, þarf að hafa í huga að alltaf þarf vísa í frumheimild (e. primary source). 

Sem dæmi má nefna rannsókn sem framkvæmd var af Fontaine og Barofsky (frumheimild) og vísað er til í grein eftir Zimmerman (afleidd heimild), og grein Zimmerman er notuð sem heimild í lokaritgerð. Frumheimildin (rannsókn Fontaine og Barofsky) var ekki lesin við vinnslu lokaritgerðarinnar og því er rannsókn Fontaine og Barofsky ekki talin upp sem heimild í heimildaskrá. Grein Zimmerman er hins vegar skráð í heimildaskrá. Inni í megin texta ritgerðarinnar er tilvitnun í rannsókn Fontaine og Barofsky eins og getið er í grein Zimmerman.

 

Ef upplýsingar um ártal frumheimildar eru til staðar skal hafa það með:

Heimildarskrá: 
Zimmerman, F. J. (2011). Using marketing muscle to sell fat: The rise of obesity in the modern economy. Annual Review of Public Health, 32(1), 285–306. https://doi.org/10.1146/annurev-publhealth-090810-182502

 

Tilvísun - frumhöfundar teknir út fyrir svigann: 
Fontaine og 
Barofsky, 2001, (eins og vísað er til í Zimmerman, 2011)
Tilvísun - frumhöfundar hafðir inn í sviganum:
(Fontaine og Barofsky, 2001, eins og vísað er til í Zimmerman, 2011) 
ath. aðeins Zimmerman fer í heimildaskrá af því að það er heimildin sem er notuð. 

 

Ef ártal frumheimildar er ekki til staðar:

Heimildaskrá: 
Greenberg
, J. (1997). The effects of globalization on the 3rd world. Journal of Global Economy, 67(2), 67-79.
Tilvísun - frumhöfundar teknir út fyrir svigann: 
Millers og Grey (
eins og vísað er til í Greenberg, 1997) ...
Tilvísun - frumhöfundar hafðir inn í sviganum:
(Millers og Grey, eins og vísað er til í Greenberg, 1997)

ath. aðeins Greenberg fer í heimildaskrá af því að það er heimildin sem er notuð. 
Zotero dæmi - ath. nota Prefix inn í Add Citation glugganum og skrifa þar ,,eins og vísað er til í "