Skip to Main Content

APA staðall

Uppsetning ritgerða skv. APA

Í Publication Manual of the American Psychological Association eru gefnar reglur um það hvernig eigi að setja upp handrit að tímaritsgreinum sem eiga að birtast í APA tímaritum. Gjarnan er stuðst við þessar reglur þegar ritgerðir eru settar upp samkvæmt APA staðlinum. APA staðallinn er fyrst og fremst gerður fyrir tímaritsgreinar en stuðst hefur verið við hann í háskólaritgerðum en þá þarf að aðlaga hann að ritgerðahefðinni. Í einhverjum tilfellum stangast á APA reglurnar og ritgerðahefðin.

Í 7. útgáfu af APA staðlinum er búið að bæta við nýjum reglum fyrir nemendaritgerðir. Þessar leiðbeiningar byggja á þeim reglum. Ef vilji er til að notast við reglur APA um uppsetningu á tímaritsgreinum bendum við á að Publication Manual er aðgengilegur í afgreiðslu bókasafnsins í dagsláni. 

Fyrir lokaritgerðir skal taka mið af verklagsreglum hverrar deildar. Í sýnishorni APA er ekki sýnt efnisyfirlit en í stærri ritgerðum skal hafa efnsiyfirlit. Fyrir lokaritgerðir finna nemendur sérstakar forsíður á heimasíðu sinnar deildar. 

Hér er að finna upptalningu á helstu uppsetningarháttum sem APA staðallinn tekur fram. Hægt er að styðjast við þessar reglur þegar setja á ritgerð upp samkvæmt APA. Til að fá nákvæmari leiðbeiningar skal skoða kafla 2 í APA staðlinum. 

Athugið, ef fyrirmæli kennara eða fyrirmæli í verklagsreglum stangast á við reglur APA varðandi uppsetningu skal ávallt fara eftir fyrirmælum kennara/verklagsreglum.

Fyrirsagnir1)

Heading 

Útlit

1

 Miðjað, feitletrað

      Texti byrjar á nýrri málsgrein.

2

Lengst til vinstri, feitletrað

      Texti byrjar á nýrri málsgrein.

3

Lengst til vinstri, feitletrað, skáletrað

     Texti byrjar á nýrri málsgrein.

4      Til vinstri, inndregið, feitletrað, endar á punkti. Texti byrjar í sömu línu og fyrirsögnin og heldur áfram eins og venjuleg málsgrein.
5      Til vinstri, inndregið, feitletrað, skáletrað, endar á punkti. Texti byrjar í sömu línu og fyrirsögnin og heldur áfram eins og venjuleg málsgrein.

1) Publication Manual of the American Psychological Association (2020, bls. 48)

Hér er að finna mjög nákvæmt myndband á Youtube þar sem farið er yfir uppsetningu nemendaritgerða samkvæmt APA staðli, 7. útg.