Publication Manual of the American Psychological Association 7th ed. Fáanlegt í afgreiðslu safnsins.
Önnur hjálpargögn:
APA Style - ítarlegur upplýsingavefur um APA staðalinn
APA Style blog - svör frá APA um skráningar á efni sem ekki er tekið fram í staðlinum
Dæmi um notkun APA staðalsins frá Purdue University Online Writing LAb
Þessi leiðarvísir fyrir APA staðalinn er byggður á Publication Manual of the American Psychological Association 7. útg. frá árinu 2020. Hann er ætlaður fyrir nemendur HR sem skrifa á íslensku og eiga að nota APA staðalinn skv. fyrirmælum kennara eða deildar. Búið er að aðlaga staðalinn að íslensku og íslenskum hefðum þegar kemur að heimildaskráningu.
Þótt upplýsingafræðingar bókasafnsins hafi leitast við að setja eftirfarandi leiðbeiningar fram villulausar og samkvæmt nýjasta staðli, þá er ekki unnt að ábyrgjast að ávallt sé svo. Nemar eru hvattir til að bera eftirfarandi leiðbeiningar saman við ofangreint rit og/eða bera vafaatriði undir kennara sína.
Publication Manual of the American Psychological Association, 7. útgáfa er fáanleg í dagslánum í afgreiðslu safnsins.
Snemma árið 2020 gáfu APA samtökin (American Psychological Association) út sjöundu útgáfu af APA útgáfustaðlinum: Publication Manual of the American Psychological Association.
Hér á eftir er samantekt á helstu breytingunum frá 6. útgáfu af staðlinum sem snertir heimildaskráningu og tilvísanir:
Hvaða útgáfu ætti ég að nota?
Háskólinn í Reykjavík skiptir yfir í 7. úgáfu frá og með haustinu 2020.
Ef kennari tekur ekki fram hvaða útgáfu eigi að nota, þá á að notast við nýjustu útgáfuna.
Hér koma nokkur dæmi um breytingar í 7. útgáfu:
Margir höfundar: Tilvísun ("o.fl." í fyrstu tilvísun)
Í APA 6, fyrir heimildir með þrjá til fimm höfunda, átti að taka fram alla höfundana í fyrsta skiptið sem vísað var í heimildina en eftir það átti að taka fram fyrsta höfund og svo o.fl. (stytting fyrir "og fleiri" en á ensku er það "et al.")
Í APA 7 er breytingin sú að alltaf þegar höfundar eru þrír eða fleiri skal aðeins taka fram fyrsta höfund og svo o.fl.
Margir höfundar í heimildaskráningu:
Í APA 6, þegar höfundar voru fleiri en átta talsins átti aðeins að taka fram nöfn fyrstu sex höfunda og svo setja þrjá punkta ... og svo nafn síðasta höfundar.
Í APA 7 skal taka fram nöfn allra upp að fyrstu 20 höfundunum í heimildaskrá. Fyrir verk með 21 eða fleiri höfundum skal taka fram fyrstu 19 nöfnin og svo þrjá punkta og svo síðasta höfundinn.
Heiti vefs:
Í APA 6 átti ekki að taka fram heiti vefs eða stofnunar sem á síðunni sem verið var að vísa í.
Í APA 7 skal taka fram heiti vefs ásamt titli vefsíðunnar sem verið er að vísa í.
Í APA 6 þurfti að taka fram útgáfustað heimilda sem það átti við.
Í APA 7 er útgáfustaðurinn ekki tekinn fram:
Ath. Þegar höfundur og útgefandi er sami aðilinn þá skal sleppa að endurtaka hann sem útgefanda. Ekki á lengur að setja orðið Höfundur í stað útgefanda þegar útgefandi og höfundur er sami aðili.
ATH. Margir útgefendur eru skráðir í sömu röð og þeir birtast á heimildinni, aðgreindir sem semí-kommu.
Í APA 6 þurfti að taka fram á hvaða formi rafbækur voru eða fyrir hvaða tæki (t.d. Kindle) en útgefandanum var sleppt.
Í APA 7 á ekki að taka fram formið eða fyrir hvaða tæki, en það þarf í staðinn að taka fram útgefandann:
Í APA 6 þurfti að taka fram ,,Sótt af ... " á undan vefslóðum í heimildaskrá:
Í APA 7 skal sleppa því að taka fram ,,Sótt af " á undan vefslóðinni:
Undantekningin er þó fyrir heimildir sem hafa vefslóð þar sem upplýsingarnar á vefsíðunni þykja líklegar til þess að taka breytingum milli ára. Þá þarf að taka fram sótt dagsetningu og skrifa fyrir framan vefslóðina:
Í APA 6 þurfti að skrifa ,,doi:" á undan DOI númeri heimilda:
Í APA 7 er sleppt að skrifa ,,doi:" á undan í heimildaskrá og DOI númerið er gefið upp á formi tengils sem byrjar alltaf á https://doi.org/ í staðinn:
Í APA 7 er DOI ávallt gefið upp þegar það er í boði, jafnvel þó heimildin hafi verið notuð á prenti.
Orðalag sem styður og gerir ráð fyrir fjölbreytileika
Breytingar á sniðmáti.