Skip to Main Content

APA staðall

Bækur

Bækur

 

Heimildaskrá - meginregla:
Nafn höfundar. (ártal). Titill: Undirtitill (2. útg. eða seinni útgáfur, bindisnúmer). Útgefandi. DOI eða URL (ef á við)

 

  • Titlar bóka og undirtitlar eru skráletraðir og tvípunktur á milli titla. Aðeins skal setja hástaf í byrjun titils og undirtitils, og fyrir skammstafanir og sérnöfn þar sem á við.
  • Ath. Ef ritið er skrifað á íslensku (ekki þýtt) þá er farið með höfundanöfnin samkvæmt íslenskri nafnahefð, Fornafn Eftirnafn. Dæmi: Jón Sigurðsson, Ásta Sóley Jakobsdóttir, Halldór Laxnes... 
  • Ef ritið er á ensku þá er ávallt fylgt enskri nafnahefð þar sem byrjað er á eftirnafni og svo stytt fornafn niður á fyrsta staf: Eftirnafn, F. Dæmi: James, E., Stephens, W., Bell, T. ...
  • Aðeins skal taka fram útgáfu bóka ef hún er önnur en fyrsta. Aldrei taka það fram að bók sé 1. útg.
  • Hafi bók fleiri en einn útgefanda eru þeir allir teknir fram en með semi kommu ; á milli. 
  • Ef bók hefur DOI númer á það alltaf að fylgja aftast í heimildaskrá
  • Ef um beina tilvitnun er að ræða á alltaf að fylgja blaðsíðutal í tilvísun. 

 

Bók - einn höfundur

Heimildaskrá: 
Weis, R. (2014). Introduction to abnormal child and adolescent psychology (2. útg.). SAGE.
Tilvísun:  (Weis, 2014)

Ath. Nafn útgefanda skal skrifa eins og það er skráð á heimildinni sjálfri. SAGE eða Sage Publications eftir það sem á við á hverri heimild fyrir sig.

 

Bók - tveir höfundar

Heimildaskrá: 
Cherry, B. og Jacob, S. R. (2005). Contemporary nursing: Issues, trends, & management (bls. 11-12). Mosby.
Tilvísun: (Cherry og Jacob, 2005, bls. 11-12)

 

Bók - þrír til tuttugu höfundar

Í heimildaskrá skal taka fram allt að tuttugu höfunda. Setja og á milli síðustu tveggja nafnanna. 

Heimildaskrá:  
Kirton, C. A., Talotta, D. og Zwolski, K. (2001). Handbook of HIV/AIDS nursing. Mosby.
Tilvísun: (Kirton o.fl., 2001)

 

Aðeins nafn fyrsta höfundar er tekið fram í tilvísun (Höfundur o.fl., ártal) nema tvær eða fleiri heimildir eru eftir sama fyrsta 
höfund (eða fyrstu höfunda) ef svo er skal skrá eins marga höfunda og þarf svo hægt sé að greina milli heimilda.

Tilvísun:  (Kirton o.fl., 2001) eða (Kirton, James, o.fl., 2004) eða (Kirton, Pattenson, o.fl., 2012)

 

Bók - 21 eða fleiri höfundar

Þegar fleiri en tuttugu- og einn höfundur koma að bókinni skal setja inn nöfn nítján fyrstu höfunda, þrjá punkta (...) og svo nafn síðasta höfundar.

Heimildaskrá:
Kalnay, E., Kanamitsu, M., Kistler, R., Collins, W., Deaven, D., Gandin, L., Iredell, M., Saha, S., White, G., Woollen, J., Zhu, Y., Chelliah, M., Ebisuzaki, W., Higgins, W., Janowiak, J., Mo, K. C., Ropelewski, C., Wang, J., Leetmaa, A., … Joseph, D. (1996). The NCEP/NCAR 40-year reanalysis project. Bulletin of the American meteorological Society, 77(3), 437–472.
Tilvísun: (Kalnay o.fl., 1996)

 

Bók - enginn höfundur

Ef vísað er í bók, bækling eða skýrslu án höfundar þá skal titill í tilvísun vera skáletraður. Leyfilegt er að stytta lengri bókartitla í tilvísunum niður í fyrstu 3-4 orð í titlinum. 

Heimildaskrá: 
Dorland‘s illustrated medical dictionary. (2000). Saunders Publishing.
Tilvísun: (Dorland's illustrated medical dictionary, 2000)

 

Bók - DOI númer og stofnun sem höfundur 

Þegar höfundur er sami og útgefandi á að sleppa útgefendasætinu.

Ef bók hefur DOI númer á það alltaf að fylgja með í heimildaskrá. 

Heimildaskrá:
American Psychological Association. (2020). Publication manual of the American Psychological Association (7. útg.). https://doi.org/10.1037/0000165-000
Tilvísun: (American Psychological Association, 2020)
Zotero dæmi (ATH. DOI númer fer í sætið fyrir URL)

 

Bók - fleiri en einn útgefandi

Ef bók hefur fleiri en einn útgefanda eru þeir allir teknir fram og með semi kommu ; á milli. 

Neftci, S. N. (2009). Principles of financial engineering (2. útg.). Academic Publishing; Massey University Press.

 

 

Heimildaskrá 
Höfundur, ritstjóri eða stofnun
Dags.
Titill
Útgefandi
DOI eða URL (ef á við)

Fornafn Eftirnafn. 

Eftirnafn, F.F.

Efirnafn, F. F. og Eftirnafn, F. F.

Fornafn Eftrnafn (ritstj.).

Eftirnafn, F. F. (ritstj.).

Fornafn Eftirnafn og Fornafn Eftirnafn (ritstj.).

Nafn stofnunar. 

(2020).

Titill bókar.

Titill bókar (2. útg., bindi 3). 

Titill bókar [Hljóðbók].

Titill bókar (Fornafn Eftirnafn, ritstj.).

Titill bókar (Nafn Þýðanda, þýð., Nafn Lesanda, les.).

Titill bókar (bls. 11-12).

Nafn útgefanda.

Nafn fyrri útgefanda; Nafn Síðari útgefanda.

https://doi.org/xxxx

https//xxxx

Útgáfur bóka

Aldrei eru skráðar upplýsingar um fyrstu útgáfu bókar, aðeins seinni útgáfur t.d. 2. útg. Upplýsingar um útgáfur og annað útgáfutengt, eru skráðar í sviga á eftir titli bókar, en ekki skáletrað. Stundum eru útgáfur ekki númeraðar, heldur stendur t.d. ,,uppfærð útgáfa" eða ,,endurbætt útgáfa" og þá er það sett í staðin fyrir númerið en orðið útgáfa er ekki stytt (uppfærð útgáfa). 

Heimildaskrá: 
Landy, F. J. og Conte, J. M. (2013). Work in the 21st century: An introduction to industrial and organizational                          psychology (4. útg.). Wiley. 
Tilvísun: (Landy og Conte, 2013)

 

Heimildaskrá:
Dorland‘s illustrated medical dictionary (29. útg., bindi 3). (2000). Saunders.
Tilvísun: (Dorland's illustrated medical dictionary, 2000)

Bindi / ritröð

Með ritröð er átt við margar bækur sem koma út undir sama titli (oft sama yfirtitli, en mismunandi undirtitlum), þ.e. röð bóka = ritröð og þá er viðfangsefninu skipt í nokkrar bækur eða bindi. Aðeins skal vísað í það bindi sem verið er að nota. Ef notuð eru fleiri en eitt bindi í ritröð skal vísa í hvert þeirra fyrir sig. Upplýsingar um bindið koma fram beint á eftir titli bókarinnar/ritraðarinnar. 

Heimildaskrá:   
Ari Trausti Guðmundsson og  Flosi Ólafsson. (2003). Steinuð hús: Varðveisla, viðgerðir, endurbætur og nýsteining. Í Ari Trausti Guðmundsson (ritstj.), Ritröð Húsafriðunarnefndar ríkisins (bindi 6). Húsafriðunarnefnd ríkisins.
Tilvísun:    (Ari Trausti Guðmundsson og Flosi Ólafsson, 2003)

 

Bók sem hefur bæði útgáfu- og bindisupplýsingar: 

Heimildaskrá:
Dorland‘s illustrated medical dictionary (29. útg., bindi 3). (2000). Saunders.
Tilvísun: (Dorland's illustrated medical dictionary, 2000)

 

Þýddar bækur

Það kemur hvergi fram í tilvísun að bókin sé þýdd. Þýðandi er aðeins tekinn fram í heimildaskrá. Athugið að tvö ártöl koma fram í tilvísun, fyrst eldra ártalið þegar bókin kom upphaflega út og svo með skástriki á milli kemur útgáfuártal þýðingarinnar.

Heimildaskrá:  
Armstrong, T. (2001). Fjölgreindir í skólastofunni (Erla Kristjánsdóttir, þýð.). JPV. (Upphaflega útgefin 1994)
Tilvísun:   (Armstrong, 1994/2001)

Þegar bók er á öðru tungumáli en verkefni er að skal setja beinar þýðingar upp sem beinar tilvísanir. Þegar ritgerðin er sett upp í heimildaskrá er nafn bókar þýtt á sama tungumál og verkefnið og sett í hornklofa á eftir nafni bókar.