Skip to Main Content

APA staðall

DOI og URL

DOI og URL

​Mikið af efni í dag er á rafrænu formi og því enda flestar heimildir í heimildaskránni á annað hvort DOI (Digital Object Identifier) númeri eða URL (Uniform Resource Locator) Frá árinu 2000 fá fræðilegar tímaritsgreinar úthlutað DOI-númeri sem er kennslakerfi notað fyrir hugverk í stafrænu umhverfi. DOI númerið er varanlegur tengill í hugverkið. Sumum eldri hugverkum hefur einnig verið gefið DOI númer. Ef tímaritsgrein hefur fengið DOI númer er það oftast að finna á fyrstu blaðsíðu þess, efst eða neðst. Doi númerið byrjar á https://doi.org/... , http://dx.doi.org/... eða DOI:... og svo fylgja tölustafir og bókstafir í kjölfarið. 

Þegar URL er notað skal passa upp á það vísi beint á verkið sem vísað er í. 

Hvenær skal nota DOI eða URL í heimildaskrá:

  • Nota DOI í heimildaskrá með öllum verkum sem hafa númerið hvort sem notast er við prent eða rafræna útgáfu af verkinu. 

  • Ef prentuð heimild hefur ekki DOI skal hvorki nota DOI né URL í heimildaskránni

  • Þó rafrænt verk hafi bæði DOI og URL skal einungis notast við DOI númerið

  • Ekki skal nota URL af greinum án DOI ef þær eru hýstar af þekktum gagnasöfnum. Fræðigreinar úr þekktum gagnasöfnum líta út eins og prent heimildir í heimildaskrá 

  • Ef rafræn heimild hefur URL en ekki DOI númer á að hafa URL ef:

    • um vefsíðu er að ræða (ekki þekktum gagnasöfnum) 

    • úr minni og óþekktum gagnasöfnum

Annað gagnlegt varðandi URL og DOI

  • Virkur tengill (e. hyperlink)  á að fylgja bæði DOI og URL þ.e. byrja með http:// eða https:// 

  • Bæði er í lagi að hafa sjálfgefnar stillingar í Word þ.e. blátt undirstrikað letur eða bara venjulegan svarta óundirstrikaðan texta 

  • Hlekkir eiga að vera lifandi ef verk er sett á netið

  • Aldrei setja punkt á eftir DOi númeri eða URL

Aðeins skal taka fram sótt dagsetningu með vefslóðum ef  upplýsingar á heimildinni þykja líklegar til að taka breytingum milli ára. Sjá frekari dæmi um vefslóðir á síðunni um Vefsíður og samfélagsmiðla