Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

APA staðall

Vefsíður og samfélagsmiðlar

Vefsíður

Áður en vefsíður eru notaðar sem heimildir er mikilvægt að meta gæði upplýsinga á vefsíðunni. Gott er að lesa til um áreiðanleika vefsíða á heimildarvinnu leiðarvísinum.

Ef vísað er í fleiri en eina síðu af hverjum vef á að skrá hverja síðu fyrir sig. Ef vefsíða er aðeins nefnd með nafni í ritgerð, t.d. Facebook, en engar upplýsingar eru notaðar af síðunni, þá þarf ekki að setja vefsíðuna í heimildaskrá heldur skal láta vefslóðina fylgja með í sviga inn í textanum. 

Meginregla - með höfundi:
Höfundur/stofnun sem höfundur. (dagsetning). Titill síðu. Heiti vefs. URL
Tilvísun: (Höfundur, ártal)

 

Meginregla - án höfundar:
Titill síðu. (dagsetning). Heiti vefs. URL
Tilvísun: (Titill síðu, ártal)

 

Vísið ávallt í eins nákvæma dagsetningu og stendur á heimildinni.

Heimildaskrá:
Freyr Gígja Gunnarsson. (2020, 11. ágúst). Engin gögn benda til að fólk veikist aftur af COVID-19. RÚV. https://www.ruv.is/frett/2020/08/11/engin-gogn-benda-til-ad-folk-veikist-aftur-af-covid-19
Tilvísun: (Freyr Gígja Gunnarsson, 2020)

 

Heimildaskrá: 
Bókasafn Háskólans í Reykjavík. (2020, 15. október). APA staðall: Vefsíður og samfélagsmiðlar. Leiðarvísar bókasafns Háskólans í Reykjavík. https://bokasafn.ru.is/c.php?g=987114&p=7637244
Tilvísun: (Bókasafn Háskólans í Reykjavík, 2020)

 

Þegar höfundur er sá sami og heiti vefs má sleppa heiti vefs úr á undan vefslóðinni:

Heimildaskrá: 
World Health Organization. (2020, 30. desember). Vaccines and immunization: What is vaccination? https://www.who.int/news-room/q-a-detail/vaccines-and-immunization-what-is-vaccination
Tilvísun: (World Health Organization, 2020)

 

Aðeins þarf að taka fram sótt dagsetningu með vefslóðinni ef það er möguleiki á að upplýsingarnar á heimildinni eigi eftir að breytast með tímanum.  Í dæminu fyrir Gleðigönguna þá breytast upplýsingarnar á hverju ári með nýjum upplýsingum um gleðigöngu þess árs. Slóðin breytist ekki milli ára en upplýsingarnar breytast og þá skal taka fram sótt dagsetningu. Það er mjög sjaldan sem þetta á við um vefsíður þannig að ef einhver vafi er á hvort sótt dagsetning þurfi þá skal frekar sleppa henni. 

Heimildaskrá: 
Hinsegin dagar. (e.d.). Gleðigangan. Sótt 12. ágúst 2020, af https://hinsegindagar.is/gledigangan/
Tilvísun: (Hinsegin dagar, e.d.)

 

Annað dæmi um vefsíðu sem breytist milli ára þar sem þarf að taka fram sótt dagsetningu. 

Heimildaskrá:
Bleika slaufan. (e.d.). Bleiki dagurinn. Sótt 26. október 2020, af https://www.bleikaslaufan.is/um-atakid/bleiki-dagurinn/ 
Tilvísun: (Bleika slaufan, e.d.)

Facebook

Heimildaskrá – meginregla:  
Höfundur. (Ártal, dagur. mánuður). Fyrstu tuttugu orðin í færslu [tegund]. Facebook. http://www.facebook.com/xxx.xxx.xxx.x  

 

Þetta form má nota fyrir svipað miðla eins og LinkedIn og Tumblr.  

Facebook færslur og ummæli

Heimildaskrá:   
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. (2013, 5. júní). Á laugardaginn fer hið rómaða reiðhjólauppboð [stöðuuppfærsla]. Facebook. http://www.facebook.com/logreglan
Tilvísun: (Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 2013)

 

Heimildaskrá:      
Kristinn Helgi Guðjónsson. (2013, 5. júní). Styð eftirlit inni í íbúðahverfunum [ummæli við stöðuuppfærslu]. Facebook. http://www.facebook.com/logregla
Tilvísun: (Kristinn Helgi Guðjónsson, 2013)

 

Facebook síða í heild sinni (ekki ákveðin færsla)
​Nota titil Facebook síðunnar sem vísað er í eins og tímalína, um, heim, myndir...

Heimildaskrá:     
Smithsonian's National Zoo and Conservation Biology Institute. (e.d.). Heim [Facebook síða]. Facebook. Sótt 22. júlí 2020, af https://www.facebook.com/nationalzoo
 
Tilvísun: (Smithsonian's National Zoo, e.d.)

Twitter

Heimildaskrá – meginregla:                   
Höfundur [@notendanafn]. (Ártal, dagur. mánuður). Fyrstu tuttugu orðin í 
færslu [tegund]. Twitter. http://www.twitter.com/xxx.xxx.xxx.x

 

 Twitter færsla

Heimildaskrá:             
Brown, B. [@BreneBrown]. (2020, 20. maí). It's ok to need. It's ok to ask. It's ok to receive. Dammit. Hard practice for those of us who [stöðuuppfærsla]. Twitter.  https://twitter.com/BreneBrown/status/1262919139930374146
Tilvísun: (Brown, 2020)

Instagram mynd eða myndband

Heimildaskrá: 
Zeitz MOCAA [@zeitzmocaa]. (2018, 26. nóvember) Grade 6 learners from Parkfields Primary School in Hanover Park visited the museum for a tour and workshop hosted by [myndir]. Instagram. htttps://www.instagram.com/p/BqpHpFBs3b/ 
Tilvísun: (Zeitz MOCAA, 2018)