Áður en vefsíður eru notaðar sem heimildir er mikilvægt að meta gæði upplýsinga á vefsíðunni. Gott er að lesa til um áreiðanleika vefsíða á heimildarvinnu leiðarvísinum.
Ef vísað er í fleiri en eina síðu af hverjum vef á að skrá hverja síðu fyrir sig. Ef vefsíða er aðeins nefnd með nafni í ritgerð, t.d. Facebook, en engar upplýsingar eru notaðar af síðunni, þá þarf ekki að setja vefsíðuna í heimildaskrá heldur skal láta vefslóðina fylgja með í sviga inn í textanum.
Vísið ávallt í eins nákvæma dagsetningu og stendur á heimildinni.
Þegar höfundur er sá sami og heiti vefs má sleppa heiti vefs úr á undan vefslóðinni:
Sótt dagsetning
Aðeins þarf að taka fram sótt dagsetningu með vefslóðinni ef það er möguleiki á að upplýsingarnar á heimildinni eigi eftir að breytast með tímanum. Í dæminu fyrir Gleðigönguna þá breytast upplýsingarnar á hverju ári með nýjum upplýsingum um gleðigöngu þess árs. Slóðin breytist ekki milli ára en upplýsingarnar breytast og þá skal taka fram sótt dagsetningu. Það er mjög sjaldan sem þetta á við um vefsíður þannig að ef einhver vafi er á hvort sótt dagsetning þurfi þá skal frekar sleppa henni.
Annað dæmi um vefsíðu sem breytist milli ára þar sem þarf að taka fram sótt dagsetningu.
Þetta form má nota fyrir svipað miðla eins og LinkedIn og Tumblr.
Facebook færslur og ummæli
Facebook síða í heild sinni (ekki ákveðin færsla)
Nota titil Facebook síðunnar sem vísað er í eins og tímalína, um, heim, myndir...
Twitter færsla