Skip to Main Content

APA staðall

Lokaverkefni

Lokaverkefni

Almennt er ekki mælt með að nota lokaverkefni sem heimildir, sérstaklega ekki ritgerðir úr grunnnámi, þ.e. BA- eða BSc-ritgerðir, þó heimildaskrár lokaverkefna geti vissulega vísað á nothæfar heimildir. 

Meginregla - lokaverkefni er aðgengileg rafrænt:         
Höfundur. (Ártal). Titill lokaritgerðar [bakkalárritgerð/ meistararitgerð/doktorsritgerð, Nafn á háskóla]. Nafn á varðveislusafni. https://xxxx
Ritgerð er ekki aðgengileg rafrænt:  
Höfundur. (Ártal). Titill lokaritgerðar [óútgefin bakkalárritgerð/meistararitgerð/doktorsritgerð]. Nafn háskóla.

Heimildaskrá - lokaverkefni aðgengilegt rafrænt:
Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2015). Opinn aðgangur að rannsóknum: Tækifæri og áskoranir fyrir háskólasamfélagið á Íslandi [meistararitgerð, Háskóli Íslands]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/23144
Tilvísun: (Sigurbjörg Jóhannesdóttir, 2015)
Heimildaskrá
Jóna Jónudóttir. (2021). Ekki þykir gott að vísa í lokaverkefni: Hlustið nú á okkur [bakkalárritgerð, Háskólinn í Reykjavík]. Skemman. http://hdl.handle.net/ekkialvorulinkur
Tilvísun: (Jóna Jónudóttir, 2021) 

 

Heimildaskrá - lokaverkefni aðeins aðgengilegt á prenti: 
Guðni Thorlacius Jóhannesson. (1997). Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna 1990-1991 [óbirt meistararitgerð]. Háskóli Íslands.
Tilvísun: (Guðni Thorlacius Jóhannesson, 1997)

 

Fleiri dæmi er að finna á bls. 333-334-208 í Publication Manual of the American Psychological Association 7. útg., sem er til afnota á bókasafni HR.