Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Lögfræði: Heim

Leiðarvísir fyrir nemendur í lögfræði

Þessi leiðarvísir er ætlaður nemendum í lögfræði. Hér er tekið saman ýmislegt gagnlegt sem tengist heimildaleit og verkefnaskrifum í námi og hvernig best er að nýta bókasafnið.

Gagnasöfn í lögfræði - sérvalin gagnasöfn í áskrift HR og í landsaðgangi. Meðal gagnasafna eru Fons Juris, Westlaw, Karnov, LovDataPro, ProQuest o.fl.
Leitir.is (HR) - veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni. Vefurinn veitir upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskóla, myndefni, vefsíður, fornleifar og muni. Oft er hægt að skoða ljósmyndir og sækja heildartexta.
Tímarit í áskrift - listi yfir tímarit í áskrift HR eða í landsaðgangi. Mögulegt er að leita eftir tímaritstitil og ef tímaritið kemur upp er það í áskrift. Upplýsingarnar sem koma fram eru meðal annars í hvaða gagnasafni/söfnum tímaritið er aðgengilegt, hvaða árgangar eru aðgengilegir og hvort tímaritið sé ritrýnt. 
Heimildaleit - leiðarvísir um heimildaleit, ritrýni, áreiðanleika heimilda, ritstuld, Turnitin o. fl. 
undefined

OSCOLA heimildastaðall - er notaður í lögfræði fyrir tilvísanir og heimildaskrár.

Zotero - er ókeypis heimildaforrit sem bókasafnið mælir með við ritgerðaskrif. Forritið heldur utan um heimildirnar og býr til tilvísanir og heimildaskrá samkvæmt OSCOLA í Word. Því fyrr sem byrjað er að nota Zotero því betra. Zotero eykur gæði og tímasparnað við tilvísanagerð og heimildaskráningu.
Turnitin - Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun.  Hugbúnaðurinn ber texta/verkefni nemanda saman við gagnasafn sem innbyggt er í kerfið og skilar samanburðarskýrslu.
Millisafnalán - ef bókasafnið á ekki bókina eða hefur ekki aðgang að heildartexta greinarinnar þá er hægt að panta bókina/greinina með millisafnalánaþjónustunni. Nemendur skulu kynna sér verðskrána áður en pantað er.