Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Lögfræði: Turnitin

Turnitin

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun.  Hugbúnaðurinn ber texta/verkefni nemanda saman við gagnasafn sem innbyggt er í kerfið og skilar samanburðarskýrslu. Nemendur geta nýtt sér hugbúnaðinn í verkefnaskrifum og þjálfast í að vinna með heimildir, í gerð tilvísana og í heimildaskráningu. Kennarar geta nýtt hugbúnaðinn sem hjálpartæki til að greina mögulegan ritstuld. Turnitin forritið er notað inn í Canvas við verkefnaskil. Kennarar ákveða hvort þeirra nemendur noti Turnitin. Ef kennari lætur nemendur sína ekki skila inn í Turnitin þá þurfa nemendur ekki að skila sínum verkefnum inn í forritið. Nemendur geta ekki óskað eftir að fá aðgang að Turnitin fyrir einstök verkefni.