1874-1943 hét ritið Stjórnartíðindi fyrir Ísland og skiptist í A og B deild. A-deild innihélt lög og tilskipanir og var gefið út á íslensku og dönsku til 1918. B-deild innihélt úrskurði frá konungnum og kom einungis út á íslensku.
1944 fær ritið núverandi nafn sitt Stjórnartíðindi og er gefið út af dómsmálaráðuneytinu. Það kemur út í blöðum og heftum sem er safnað saman og að lokum gefið út sem ársbindi. Auglýsingar varðandi milliríkjasamninga birtast í A-deild.
1962- frá þessum tíma kemur ritið út í þremur deildum; A, B og C deild.
Lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað nr. 15/2005, 2.-4. grein.
A-deild
B-deild
Efnisyfirlit A og B deildar er einnig til í sérheftum fyrir eftirtalin tímabil:
1875-1915
1916-1925
1926-1935
1936-1980
1981-1990
Fyrst kemur yfirlit um efnisröð síðan málaflokkar í stafrófsröð, efni innan hvers málaflokks er raðað tímaröð. Einnig er mannanafnaskrá sem tekin er úr málaflokkunum: embætti, sýslanir, heiðursmerki og heiðursgjafir.
C-deild
Efnisyfirlit er í tímaröð.
1962-1986 var annað hvert ár birt heildarskrá um gildandi samninga Íslands við önnur ríki. Skráin er bæði til á íslensku og ensku og skiptist í tvo hluta:
I. Alþjóðasamningar og samningar við fleiri en eitt ríki
II. Samningar við einstök ríki
Í þessari heildarskrá er ýmist vísað í:
Um stjórnartíðindi og réttarheimildir (2005)
Tengill er á EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins á íslensku og norsku frá árinu 1994.
Reglugerðir eru gefnar út í B-deild Stjórnartíðinda og miðast réttaráhrif við þá birtingu.
Reglugerðasafn er heildarsafn gildandi reglugerða.
Byggt á bæklingnum: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Um Stjórnartíðindi (HÞ, desember 2005)