Skip to Main Content

Lögfræði: Stjórnartíð.

Stjórnartíðindi

Uppsetning og útgáfa Stjórnartíðinda í tímaröð:

1874-1943 hét ritið Stjórnartíðindi fyrir Ísland og skiptist í A og B deild. A-deild innihélt lög og tilskipanir og var gefið út á íslensku og dönsku til 1918. B-deild innihélt úrskurði frá konungnum og kom einungis út á íslensku.

1944 fær ritið núverandi nafn sitt Stjórnartíðindi og er gefið út af dómsmálaráðuneytinu. Það kemur út í blöðum og heftum sem er safnað saman og að lokum gefið út sem ársbindi. Auglýsingar varðandi milliríkjasamninga birtast í A-deild.

1962- frá þessum tíma kemur ritið út í þremur deildum; A, B og C deild.

 • A-deild: lög, tilskipanir, opin bréf, auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis útgefin af æðsta handhafa framkvæmdavaldsins. Reglur sem Alþingi kann að setja um framkvæmd almennra málefna í þingsályktunum. Lög öðlast gildi við birtingu í A-deild Stjórnartíðinda.
 • B-deild: reglugerðir (öðlast gildi við birtingu), erindisbréf, samþykktir og auglýsingar, reikningar sjóða, úrslit alþingiskosninga sem tilkynnt hafa verið á árinu, heiðursmerki, nafnbætur og heiðursverðlaun sem ríkisstjórnin veitir. Einnig skal þar birta reglur sem stjórnvöldum og opinberum stofnunum, öðrum en ráðuneytum, er falið lögum samkvæmt að setja.
 • C-deild: samningar Íslands við önnur ríki og auglýsingar varðandi gildi þeirra. Birting ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar og gerða þeirra, sem vísað er til í EES-víðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins telst jafngild birting að þessu leyti.

Lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað nr. 15/2005, 2.-4. grein.

A-deild

 • efnisyfirlit í tímaröð
 • yfirlit eftir málaflokkum

B-deild

 • efnisyfirlit í tímaröð
 • yfirlit eftir málaflokkum
 • skrá nafna og orða

Efnisyfirlit A og B deildar er einnig til í sérheftum fyrir eftirtalin tímabil:

1875-1915

1916-1925

1926-1935

1936-1980

1981-1990

Fyrst kemur yfirlit um efnisröð síðan málaflokkar í stafrófsröð, efni innan hvers málaflokks er raðað tímaröð. Einnig er mannanafnaskrá sem tekin er úr málaflokkunum: embætti, sýslanir, heiðursmerki og heiðursgjafir.

C-deild

Efnisyfirlit er í tímaröð.

1962-1986 var annað hvert ár birt heildarskrá um gildandi samninga Íslands við önnur ríki. Skráin er bæði til á íslensku og ensku og skiptist í tvo hluta:

I. Alþjóðasamningar og samningar við fleiri en eitt ríki

II. Samningar við einstök ríki

Í þessari heildarskrá er ýmist vísað í:

 • eldri hefti C-deildar fyrir samninga sem tóku gildi 1962 og síðar
 • Samninga Íslands við erlend ríki sem taldir í gildi í árslok 1961 (kom út í 2 b. í útgáfu Helga P. Briem, 1963).

Um stjórnartíðindi og réttarheimildir (2005)

Stjórnartíðindi.is var opnaður í nóvember 2005. Vefurinn er öllum opinn án endurgjalds. Fram kemur í 7. gr. laga nr. 15/2005 að gildistaka laga og annarra  fyrirmæla er nú bundin við rafræna útgáfu Stjórnartíðinda (í pdf sniði), en var skv. eldri lögum bundin við prentaða útgáfu þeirra.  Stjórnartíðindi verða áfram gefin út bæði í prentuðu og rafrænu formi.
 
Á vef Stjórnartíðinda eru:
Stjórnartíðindi A- og B-deild í rafrænni útgáfu frá 2001 og skiptast í ártöl, flokka og stofnanir.
Stjórnartíðindi C-deild er aðgengilegt frá 1995 og skiptist í ártöl og flokka.
 
Mögulegt er að leita með:
 • númer eða dagsetningu útgáfu. 
 • einfalda leit
 • ítarleg leit 

Tengill er á EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins á íslensku og norsku frá árinu 1994.

Reglugerðir eru gefnar út í B-deild Stjórnartíðinda og miðast réttaráhrif við þá birtingu.

Reglugerðasafn er heildarsafn gildandi reglugerða. 

Tilvísun

Byggt á bæklingnum: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Um Stjórnartíðindi (HÞ, desember 2005)