Skip to Main Content

Lögfræði: Námskeið í upplýsingalæsi

Námskeið í upplýsingalæsi

Lærðu grunnatriðin í heimildaleit og heimildanotkun á kennsluvef í upplýsingalæsi.

Þetta er námskeið fyrir nemendur á háskólastigi og alla þá sem vilja efla færni sína í upplýsingalæsi. Námskeiðið er mikilvæg viðbót við þá upplýsingalæsiskennslu sem bókasöfn veita nú þegar. Hér lærir þú að leita að upplýsingum, meta þær og nota á ábyrgan hátt.

Kennsluvefurinn er unninn af Vinnuhópi um upplýsingalæsi á íslenskum háskólabókasöfnum: Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Listaháskóli Íslands. Markmið vefsins er að samhæfa upplýsingalæsiskennslu á háskólastigi í samræmi við viðmið um æðri menntun og prófgráður á Íslandi (sbr. Lög um háskóla nr. 63/2006, 5. gr.). Vefurinn er innblásinn af námskeiði Umeå universitet(opens in a new tab). Kennsluvefurinn er í opnum aðgangi (CC BY-NC 4.0) og er fjármagnaður með styrk úr Bókasafnasjóði.