Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Lögfræði: Fyrir kennara

Þjónusta við kennslu

Þjónusta bókasafnsins við kennslu er tvíþætt:

  • Að veita fræðslu, upplýsingaráðgjöf og leiðbeiningar í tengslum við verkefnavinnu nemenda,
  • Að bjóða uppá fjölbreytt efni á prenti og rafrænu formi til nota í námskeiðum sem ítarefni, kennsluefni og heimildir.

Bókaðu upplýsingafræðing í kennslustund þegar verkefni standa fyrir dyrum. Í samráði við kennara tekur upplýsingafræðingurinn saman fræðslupakka sem er sérsniðinn fyrir viðkomandi verkefni, fer í heimildaleitir í gagnasöfnum á viðkomandi fræðasviði og heimildaskráningu sé þess óskað og ýmislegt fleira.

Sjá leiðarvísinn fyrir þjónustu við kennslu fyrir frekari upplýsingar um að bóka upplýsingafræðing inn í kennslu