IEEE staðallinn fyrir heimildaskráningu er upphaflega búinn til fyrir fræðigreinar. Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar til að aðlaga staðalinn ritgerðavinnu. Í þessum leiðbeiningum er upprunalegi enski textinn látinn fylgja með til frekari útskýringa.
Þessi íslenska þýðing byggir á leiðbeiningum frá IEEE um heimildaskráningu frá 2020 (uppfært 12. ágúst 2022): IEEE Reference Guide
Kennarar HR gætu kosið að styðjast við aðrar útfærslur af IEEE staðlinum.
Enda þótt upplýsingafræðingar HR hafi leitast við að setja eftirfarandi leiðbeiningar fram villulausar og samkvæmt áreiðanlegustu leiðbeiningum frá IEEE, þá er ekki unnt að ábyrgjast að ávallt sé svo.
Nemendur eru hvattir til að bera eftirfarandi leiðbeiningar saman við ofangreindar leiðbeiningar frá IEEE og/eða bera vafaatriði undir kennara sína.
Ef ritgerðin er skrifuð á ensku skal styðjast við ensku útgáfuna af IEEE staðlinum.
Hér er hægt að sjá dæmi um heimildaskrá samkvæmt IEEE staðlinum - uppsetning og útlit