Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: iðn- og tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Vefsíður

Rafrænar heimildir

Meginreglan þegar vísað er í rafrænar heimildir er að fylgja sömu reglum og gilda um prentheimildir en bæta við DOI (Digital Object Identifier) auðkenni aftast ef það er til staðar fyrir rafrænar tímaritsgreinar. Fyrir aðrar rafrænar heimildir skal bæta við fyrir aftan venjulegu skráninguna [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://... . Einnig er í lagi að nota Af: í staðin fyrir Aðgengilegt á:

Vefsíður

Þegar vefsíður eru notaðar sem heimildir þarf að hafa í huga að oft vantar mikið af upplýsingum um vefsíðuna til þess að geta skráð hana í heimildaskrá. Sjaldnast er getið höfunda á efni og ekki er alltaf skýr dagsetning á því hvenær efnið er sett á netið og þess vegna sleppir IEEE að taka fram útgáfudagsetningu fyrir vefsíður.  Höfundar að vefsíðum geta verið einstaklingar, stofnanir, samtök eða fyrirtæki. Ef það er ekki skýrt hver er höfundur að efninu þá skal sleppa því að setja inn höfund og skrá heimildina á titil. Einnig er leyfilegt að láta stofnun eða fyrirtæki vera höfund í þeim tilfellum þar sem það á við. 

Meginregla – með höfundi:
[1] H. Höfundur, Titill síðu. Titill vefs. Sótt: dagur. mán., ártal. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www

 

Meginregla – án höfundar:
[2] Titill síðu, Titill vefs. Sótt: dagur. mán., ártal. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www

 

Basic Format – with author:
[1] A. Author, "Page Title." Website Title. Accessed: Mon. Day, Year. [Online]. Available: Web Address

Basic Format – without author:
[2] "Page Title." Website Title. Accessed: Mon. Day, Year. [Online]. Available: Web Address

 

Dæmi:
[1] K. Bronsor og J. Strickland, How nanotechnology works. Howstuffworks.com. Sótt: 27. maí, 2013. [Rafrænt]. Aðgengilegt á:  http://science.howstuffworks.com/nanotechnology.htm
[2] Jón Eiríksson, Stefna Umhverfisstofnunar. Uts.is. Sótt: 22. apr., 2013. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.ust.is/umhverfisstofnun/hlutverk-og-stefna/stefna-umhverfisstofnunar