Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Vefsíður

Vefsíður

Þegar vefsíður eru notaðar sem heimildir þarf að hafa í huga að oft vantar mikið af upplýsingum um vefsíðuna til þess að geta skráð hana í heimildaskrá. Sjaldnast er getið höfunda á efni og ekki er alltaf skýr dagsetning á því hvenær efnið er sett á netið og þess vegna sleppir IEEE að taka fram útgáfudagsetningu fyrir vefsíður.  Höfundar að vefsíðum geta verið einstaklingar, stofnanir, samtök eða fyrirtæki. Ef það er ekki skýrt hver er höfundur að efninu þá skal sleppa því að setja inn höfund og skrá heimildina á titil.

IEEE mælir ekki með því að hafa virka tengla (URL) í verkefnum.

Grunnfærslan fyrir vefsíðu inniheldur nafn höfundar, titil síðunnar, heiti vefsetursins, vefslóð og dagsetningu aðgangs:

Meginregla – með höfundi:
[1] H. Höfundur, Titill síðu. Titill vefs. Sótt: dagur. mán., ártal. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www

 

Meginregla – án höfundar:
[2] Titill síðu, Titill vefs. Sótt: dagur. mán., ártal. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www

 

Basic Format – with author:
[1] A. Author, "Page Title." Website Title. Accessed: Mon. Day, Year. [Online]. Available: Web Address

 

Basic Format – without author:
[2] "Page Title." Website Title. Accessed: Mon. Day, Year. [Online]. Available: Web Address

 

Dæmi:
[1] K. Bronsor og J. Strickland, How nanotechnology works. Howstuffworks.com. Sótt: 27. maí, 2013. [Rafrænt]. Aðgengilegt á:  http://science.howstuffworks.com/nanotechnology.htm
[2] Jón Eiríksson, Stefna Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun. Sótt: 22. apr., 2013. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.ust.is/umhverfisstofnun/hlutverk-og-stefna/stefna-umhverfisstofnunar

 

Leiðbeiningar um línuskiptingu í vefslóðum (URL)

  • Brjóta má línu eftir skástrik, tvöfalt skástrik eða punkt.

  • Brjóta má fyrir framan bandstrik (-) sem er hluti af vefslóð, en ekki á eftir.
    Ekki bæta við bandstrikum eða bilum; ekki láta ritkerfi brjóta vefslóð sjálfkrafa með bandstriki.

  • Brjóta má fyrir framan táknin ~, -, _, ?, eða %.

  • Brjóta má fyrir eða eftir jafnaðarmerki (=) eða og-merki (&) (sama gildir um @-merkið).


Zotero skráning fyrir vefsíður

Birtist í heimildaskrá skv. IEEE

[1]   Þorvaldur Þórðarson, „Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?“. Vísindavefurinn. Sótt: 26. mars 2024. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=85759


Dæmi um Overleaf skráningu fyrir vefsíður