Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: iðn- og tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Vefsíður

Rafrænar heimildir

Meginreglan þegar vísað er í rafrænar heimildir er að fylgja sömu reglum og gilda um prentheimildir en bæta við DOI (Digital Object Identifier) auðkenni aftast ef það er til staðar fyrir rafrænar tímaritsgreinar. Fyrir aðrar rafrænar heimildir skal bæta við fyrir aftan venjulegu skráninguna [Rafrænt]. Af: http://..., sótt dagsetning. Einnig er í lagi að nota Aðgengilegt: eða Aðgengilegt af: í staðin fyrir bara Af:

Um sumar tegundir rafrænna heimilda er ekki fjallað í IEEE staðlinum og sumstaðar er ekki samræmi í leiðbeiningum frá IEEE, t.d. hvernig sótt dagsetningin á að vera. Lítið er fjallað um vefsíður sem heimildir í staðlinum en reynslan sýnir að nemendur nota mikið vefsíður og þessvegna hefur BUHR komið með tillögur að skráningu rafrænna heimilda.

Vefsíður

Þegar vefsíður eru notaðar sem heimildir þarf að hafa í huga að oft vantar mikið af upplýsingum um vefsíðuna til þess að geta skráð hana í heimildaskrá. Sjaldnast er getið höfunda á efni og ekki er alltaf skýr dagsetning á því hvenær efnið er sett á netið.  Höfundar að vefsíðum geta verið einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. Ef það er ekki skýrt hver er höfundur að efninu þá skal sleppa því að setja inn höfund og skrá heimildina á titil. Einnig er leyfilegt að láta stofnun eða fyrirtæki vera höfund í þeim tilfellum þar sem það á við. 

Í lok árs 2018 komu IEEE samtökin út með nýja útgáfu af IEEE staðlinum með miklum breytingum á því hvernig skrá eigi vefsíður. Við bjóðum hérna upp á nýju og gömlu skráninguna á vefsíðum þar sem ekki hefur gengið ennþá að láta Zotero skrá vefsíður skv. nýju reglunum. 

Ný skráning: Meginregla – með höfundi:
[1] H. Höfundur. ,,Titill síðu”. Titill vefs. http://www (sótt dagur. mán., ártal).
Gamla skráningin: Meginregla - með höfundi:
[1] H. Höfundur, ,,Titill síðu", Titill vefs, dagur. mán. ártal. [Rafrænt]. Sótt: dagur. mán., ártal.

Nýja skráningin: Meginregla – án höfundar:
[2] ,,Titill síðu”. Titill vefs. http://www (sótt dagur. mán., ártal).
Gamla skráningin: Meginregla - án höfundar:
[2] ,,Titill síðu", Titill vefs. [Rafrænt]. Af: http://... . Sótt: dagur. mán., ártal.

 

Basic Format – with author:
[1] A. Author. "Title of page." Website title. http://www (accessed Abbrev. Month. day, year).

Basic Format – without author:
[2] "Title of page.” Website title. http://www (accessed Abbrev. Month. day, year).

 

Dæmi skv. nýju skráningunni:
[1] K. Bronsor og J. Strickland. ,,How nanotechnology works”. Howstuffworks.com.  http://science.howstuffworks.com/nanotechnology.htm (sótt  27. maí, 2013).
[2] Jón Eiríksson. ,,Stefna Umhverfisstofnunar”. Uts.is. http://www.ust.is/umhverfisstofnun/hlutverk-og-stefna/stefna-umhverfisstofnunar (sótt 22. apr., 2013).
[3] ,,NASA picks a winter rest stop for Mars rover Opportunity”. Msnbc.msn.com. http://www.msnbc.msn.com/id/45902372/ns/technology_and_science-space/#.Twdx7vJRB8E (sótt 3. sep., 2013).
[4] ,,Effect of the global credit crunch on market”. Economywatch.com. http://www.economywatch.com/economy-articles/effect-global-credit-crunch.html (sótt 30. feb., 2013).
[5] J. Amos. ,,Eavesdropping on the Squid World”. BBC.co.uk. http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-17117194 (sótt 17. apr., 2013).