Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: iðn- og tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Kennsluglærur

Ef notaður er texti úr kennsluglærum þá þarf að vísa í hann, jafnvel þótt ritgerðin sé fyrir sama áfanga og hjá sama kennara. Þá þarf að gefa upp nafn kennara, titil glæranna, ártal og önnin í sviga, nafn áfanga og svo staður háskóla og heiti háskóla. Viðmiðið er að skrá heimildina eins nákvæmt og hægt er. Ef grunur er að efnið í glærunum er tekið úr kennslubók þá skal annað hvort finna upplýsingarnar í kennslubókinni og vísa í bókina eða nota glærurnar og vísa í kennarann. 

Meginregla:
[1] H. Höfundur. Titillinn á kennsluefninu. (ártal, vor/haust). Nafn á áfanga. Staður: Nafn á háskóla. 


Ártalið er það sem þú sast áfangann. 

Dæmi: 
Gunnar Stefánsson. Trefjaefni: Helstu gerðir trefja, styrkur og stífleiki, notkunarmöguleikar. (2022, haust). BI EBE1003 Efnisfræði byggingaefna. Reykjavík: Háskólinn í Reykjavík.

 

Ef kennari segir eitthvað í kennslustund sem nemandi glósar niður, sem ekki stendur á neinum glærum, skal flokka það sem munnlega heimild og meðhöndað sem slíkt.