Höfundanöfn eru ávallt skrifuð upphafsstafur fyrsta nafns (og millinafns) með punkti á eftir og svo kemur eftirnafn. Undantekning á reglunni eru nöfn höfunda á heimildum sem eru ritaðar á íslensku og eru ekki þýddar bækur. Þá má fylgja íslenskri nafnahefð þar sem fornafn er skrifað óstytt.
Dæmi um heimild á ensku:
J. Jónsson, F. Smith, R. Dawson, S. K. Olsen ...
Dæmi um heimild á íslensku:
Jón Jónsson, Bryndís Kolbeinsdóttir, Ólafur Sveinsson ...
Aldrei breyta innri röðun höfunda í heimild. Ef höfundar eru fimm eða færri skal taka fram nöfn allra með og á undan síðasta nafni. Ef höfundar eru sex eða fleiri skal aðeins taka fram nafn fyrsta höfundar og skrifa svo o.fl. á eftir. Einnig skal nota o.fl. ef nöfn höfunda eru ekki tilgreind í heimild, þ.e.a.s. það stendur et al. í staðinn fyrir öll nöfn höfunda.