Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: iðn- og tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Heimildaskráning

Höfundanöfn eru ávallt skrifuð upphafsstafur fyrsta nafns (og millinafns) með punkti á eftir og svo kemur eftirnafn. Undantekning á reglunni eru nöfn höfunda á heimildum sem eru ritaðar á íslensku og eru ekki þýddar bækur. Þá má fylgja íslenskri nafnahefð þar sem fornafn er skrifað óstytt. 

Dæmi um heimild á ensku:                
J. Jónsson, F. Smith, R. Dawson, S. K. Olsen ...  

Dæmi um heimild á íslensku:           
Jón Jónsson, Bryndís Kolbeinsdóttir, Ólafur Sveinsson ...

Aldrei breyta innri röðun höfunda í heimild. Ef höfundar eru fimm eða færri skal taka fram nöfn allra með og á undan síðasta nafni. Ef höfundar eru sex eða fleiri skal aðeins taka fram nafn fyrsta höfundar og skrifa svo o.fl. á eftir. Einnig skal nota o.fl. ef nöfn höfunda eru ekki tilgreind í heimild, þ.e.a.s. það stendur et al. í staðinn fyrir öll nöfn höfunda.

Þegar taka skal fram útgáfustað þarf að taka fram borg og land. Ef útgáfustaður er borg í Bandaríkjunum skal taka fram borgina og skammstafa fylkið.

Dæmi USA:           
Boston, MA, Bandaríkin
Orlando, FL, Bandaríkin
New York, NY, Bandaríkin

Dæmi annað:       
Frieburg, Þýskaland
Perth, Ástralía
Waterford, Írland
Reykjavík, Ísland

Alltaf skal stytta mánaðaheiti og nota fyrstu þrjá stafina. Ekki skrifa mánuði með stórum staf nema í byrjun setningar.

Dæmi:
jan., feb., mar., ...