Heimildaskrá
Heimildaskrá birtist á sérstakri blaðsíðu í lok verkefnis og inniheldur upplýsingar um allar þær tilvísanir sem koma fyrir í meginmáli. Heimildaskrá skal hafa titilinn Heimildir sem fyrirsögn, References ef skrifað er á ensku.
Númer tilvísana í textanum segja til um röðun heimilda í heimildaskránni. Á þann hátt er tilvisun númer [1] í texta alltaf heimild númer [1] í heimildaskrá. Tilvísun númer [2] í texta er heimild númer [2] í heimildaskrá og svo koll af kolli.
Tilvísanir eru númeraðar og settar vinstrijafnar þannig að númerin mynda sérstakan dálk sem stendur út fyrir megintextann. Tilvísanirnar eru settar í hornklofa á sömu línu og textinn.
Í öllum tilvísunum er skírnarnafn höfundar eða ritstjóra skammstafað og fer á undan eftirnafni.
Í útgáfum IEEE skal telja upp alla höfunda, allt að sex. Ef þeir eru fleiri en sex, skal aðeins nafn aðalhöfundar koma fram ásamt „o.fl“, eða „et al.“ ef skrifað er á ensku.
Allar tilvísanir, nema þær sem enda á vefslóðum, skulu enda á punkti – einnig þær sem innihalda DOI.
Ekki skal sameina tvær heimildir í eina tilvísun. Hver heimild verður að hafa sitt eigið númer.
Nafnritun
Nöfn höfunda og ritstjóra eru ávallt skrifuð sem upphafsstafur fyrsta nafns (og millinafns) með punkti á eftir og svo kemur eftirnafn. Í öllum tilvísunum er skírnarnafn höfundar eða ritstjóra skammstafað og fer á undan eftirnafni.
Í útgáfum IEEE skal telja upp alla höfunda, allt að sex. Ef þeir eru fleiri en sex, skal aðeins nafn aðalhöfundar koma fram ásamt „o.fl“, eða „et al.“ ef skrifað er á ensku.
Undantekning á reglunni eru nöfn höfunda á heimildum sem eru ritaðar á íslensku og teljast ekki til þýðinga. Þá má fylgja íslenskri nafnahefð þar sem fornafn er skrifað óstytt.
Starfstitlar / Heiðurstitlar
Ekki skal rita starfstitla eða heiðurstitla, líkt og Dr., Col. Professor, Sir o.s.frv., við nöfn höfunda í heimildaskrá. Það er hins vegar ásættanlegt að hafa þessa titla með í meginmáli skjalsins.
Fjöldi höfunda og röðun
Aldrei breyta innri röðun höfunda í heimild. Ef höfundar eru sex eða færri skal taka fram nöfn allra með og, eða and ef skrifað er á ensku, á undan síðasta nafni. Ef höfundar eru sjö eða fleiri skal aðeins taka fram nafn fyrsta höfundar og skrifa svo o.fl., eða et al ef skrifað er á ensku.
Einnig skal nota o.fl. ef nöfn höfunda eru ekki tilgreind í heimild, þ.e.a.s. það stendur et al. í staðinn fyrir öll nöfn höfunda.
Þegar taka skal fram útgáfustað þarf að taka fram borg og land. Ef útgáfustaður er borg í Bandaríkjunum skal taka fram borgina og skammstafa fylkið.
Alltaf skal stytta mánaðaheiti og nota fyrstu þrjá stafina. Ekki skrifa mánuði með stórum staf nema í byrjun setningar.
Meginreglan þegar vísað er í rafrænar heimildir er að fylgja sömu reglum og gilda um prentheimildir en bæta við DOI (Digital Object Identifier) auðkenni aftast ef það er til staðar fyrir rafrænar tímaritsgreinar. Fyrir aðrar rafrænar heimildir skal bæta við fyrir aftan venjulegu skráninguna [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://... . Einnig er í lagi að nota Af: í staðin fyrir Aðgengilegt á:
Allar tilvísanir, nema þær sem enda á vefslóðum, skulu enda á punkti – einnig þær sem innihalda DOI.