IEEE styður FORCE11 Software Citation Principles, sem leggja áherslu á að hugbúnaður sé lögmætur og tilvísanlegur hluti af fræðilegum rannsóknum.
Helstu meginreglur:
Mikilvægi: Hugbúnaður skal teljast jafngildur rannsóknarniðurstöðum, eins og greinum eða gögnum, og á að birtast í heimildaskrá.
Viðurkenning: Tilvísanir í hugbúnað eiga að tryggja að höfundar og tengdir aðilar fái viðeigandi fræðilega og lagalega viðurkenningu.
Einstök auðkenning: Hver tilvísun þarf að innihalda varanlegt og einstakt auðkenni (t.d. DOI eða aðra alþjóðlega auðkenningu).
Varanleiki: Upplýsingar og auðkenni hugbúnaðar skulu varðveitast, jafnvel þótt hugbúnaðurinn hætti að vera í notkun.
Aðgengi: Tilvísanir skulu gera notendum kleift að nálgast hugbúnaðinn, lýsigögn hans og fylgiskjöl.
Sértækni: Það skal vera skýrt hvaða útgáfa hugbúnaðar var notuð, t.d. með útgáfunúmeri eða dagsetningu.
Við tilvísun í hugbúnað skal gefa upp eftirfarandi atriði eftir því sem við á:
Höfund(a) - ath. ef höfundur er ekki til staðar skal nota titil
Nafn hugbúnaðar
Útgáfunúmer eða ár
Geymslustað (t.d. GitHub, Zenodo)
Útgáfudag
Auðkenni (DOI eða annað)
[Viðeigandi viðbótarupplýsingar, eftir því sem við á: leyfi, lýsingu, leitarorð o.s.frv.]