Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Hugbúnaður / Software

Hugbúnaður / Software 

IEEE styður FORCE11 Software Citation Principles, sem leggja áherslu á að hugbúnaður sé lögmætur og tilvísanlegur hluti af fræðilegum rannsóknum.

Helstu meginreglur:

  1. Mikilvægi: Hugbúnaður skal teljast jafngildur rannsóknarniðurstöðum, eins og greinum eða gögnum, og á að birtast í heimildaskrá.

  2. Viðurkenning: Tilvísanir í hugbúnað eiga að tryggja að höfundar og tengdir aðilar fái viðeigandi fræðilega og lagalega viðurkenningu.

  3. Einstök auðkenning: Hver tilvísun þarf að innihalda varanlegt og einstakt auðkenni (t.d. DOI eða aðra alþjóðlega auðkenningu).

  4. Varanleiki: Upplýsingar og auðkenni hugbúnaðar skulu varðveitast, jafnvel þótt hugbúnaðurinn hætti að vera í notkun.

  5. Aðgengi: Tilvísanir skulu gera notendum kleift að nálgast hugbúnaðinn, lýsigögn hans og fylgiskjöl.

  6. Sértækni: Það skal vera skýrt hvaða útgáfa hugbúnaðar var notuð, t.d. með útgáfunúmeri eða dagsetningu.


Við tilvísun í hugbúnað skal gefa upp eftirfarandi atriði eftir því sem við á:

  • Höfund(a) - ath. ef höfundur er ekki til staðar skal nota titil

  • Nafn hugbúnaðar

  • Útgáfunúmer eða ár

  • Geymslustað (t.d. GitHub, Zenodo)

  • Útgáfudag

  • Auðkenni (DOI eða annað)

  • [Viðeigandi viðbótarupplýsingar, eftir því sem við á: leyfi, lýsingu, leitarorð o.s.frv.]
     

Meginregla:
[1] H. Höfundur. Heiti hugbúnaðar. Dagsetning gagnasafns eða geymslustaðs. (útgáfa eða ár). Útgefandi. Sótt: dags. (þegar við á). [Tegund miðils]. Varanlegt alþjóðlegt auðkenni (t.d.DOI númer). Aðgengilegt á: http://www

 

Basic Format: 
[2] J.K. Author. Title of Software. Date Repository or Archive. (version or year). Publisher Name. Accessed: Date (when applicable). [Type of Medium]. Global Persistent Identifier. Available: site/path/file

 

Dæmi: 
[1] Antenna Products. (2011). Antcom. Accessed: January 11, 2019. [Online]. Available: https://www.antcom.com/products
[2] D. W. Arning et al. Mixed Mode–Mixed Level Circuit Simulator. (2011). Ngspice. Accessed: Jan. 11, 2019. [Online]. Available: http://ngspice.sourceforge.net
[3] MSDN Library Visual Studio 6.0. (2001). Microsoft.