Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Skýrslur

Skýrslur

Meginregla prentaðar:
[1] H. Höfundur, „Titill skýrslu”, Fyrirtæki eða Stofnun, Útgáfustaður, nr. xxx, ártal.

Meginregla rafrænar:
[1] H. Höfundur, „Titill skýrslu”, Fyrirtæki*, ártal. Sótt: dagur. mán., ártal. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www

Basic Format:
[1] A. Author, “Title of report,” Abbrev. Name of Co., City of Co., Abbrev. State, Country, Rep. xxx, year.

Almenna reglan þegar vísað er í tækniskýrslur er að setja nafn og staðsetningu fyrirtækis eða stofnunar sem gefur skýrsluna út á eftir höfundi og titli og setja skýrslunúmer og dagsetningu í enda heimildar. Ef skýrsla hefur ekki númer skal sleppa því. Ef skýrsla hefur ekki höfund eða ritstjóra skal byrja heimild á titli.

Ef skýrslan er rafræn á netinu skal sleppa borg og landi og setja inn [Rafrænt] og vefslóð. Sjá dæmi [3].

* ef skýrsla er skráð á fyrirtæki eða stofnun sem höfund þá er óþarfi að taka fram aftur heiti fyrirtækis hér. Þá kemur ártalið beint á eftir titli.

Dæmi:
[1] N. Asokan, V. Shoup og M. Waidner, „Optimistic fair exchange of digital signatures”, IBM, Zurich, Swiss, nr. RZ 2973, 1997.
[2] P. Diament og W. L. Lupatkin, „V-line surface-wave radiation and scanning”, Dept. Elect. Eng., Columbia Univ., New York, NY, Bandaríkin, nr. 85, ágú., 1991.
[3] Seðlabanki Íslands, „Fjármálainnviðir 2017“, 2017. Sótt: 27. mar., 2018. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Fjarmalainnvidir/Fjarmalainnvidir_%202017_7juni.pdf

 

Zotero skráning á skýrslum

Item type=Report/Skýrsla

Meginregla:

Dæmi úr IEEE hefti:

Birtist í heimildaskrá skv. IEEE:

[1] P. Diament og W. L. Lupatkin, „V-line surface-wave radiation and scanning“, Dept. Elect. Eng., Columbia Univ., New York, NY, Bandaríkin, nr. 85, ágú., 1991.