Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: iðn- og tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Skýrslur

Skýrslur

Meginregla prentaðar:
[1] H. Höfundur, „Titill skýrslu”, Fyrirtæki eða Stofnun, Útgáfustaður, nr. xxx, ártal.

 

Meginregla rafrænar:
[1] H. Höfundur, „Titill skýrslu”, Fyrirtæki*, ártal. [Rafrænt]. Af: http://www (sótt dagur. mán., ártal).

 

Basic Format:
[1] A. Author, “Title of report,” Abbrev. Name of Co., City of Co., Abbrev. State, Country, Rep. xxx, year.

 

Almenna reglan þegar vísað er í tækniskýrslur er að setja nafn og staðsetningu fyrirtækis eða stofnunar sem gefur skýrsluna út á eftir höfundi og titli og setja skýrslunúmer og dagsetningu í enda heimildar. Ef skýrsla hefur ekki númer skal sleppa því. Ef skýrsla hefur ekki höfund eða ritstjóra skal byrja heimild á titli.

Ef skýrslan er rafræn á netinu skal sleppa borg og landi og setja inn [Rafrænt] og vefslóð. Sjá dæmi [3].

* ef skýrsla er skráð á fyrirtæki eða stofnun sem höfund þá er óþarfi að taka fram aftur heiti fyrirtækis hér. Þá kemur ártalið beint á eftir titli.

 

Dæmi:
[1] N. Asokan, V. Shoup og M. Waidner, „Optimistic fair exchange of digital signatures”, IBM, Zurich, Swiss, nr. RZ 2973, 1997.
[2] P. Diament og W. L. Lupatkin, „V-line surface-wave radiation and scanning”, Dept. Elect. Eng., Columbia Univ., New York, NY, Bandaríkin, nr. 85, ágú., 1991.
[3] Seðlabanki Íslands, „Fjármálainnviðir 2017“, 2017. [Rafrænt]. Af: https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Fjarmalainnvidir/Fjarmalainnvidir_%202017_7juni.pdf (sótt 27. mar., 2018).

 

Zotero skráning á skýrslum

Item type=Report/Skýrsla

Meginregla:

Dæmi úr IEEE hefti:

Birtist í heimildaskrá skv. IEEE:

[1] P. Diament og W. L. Lupatkin, „V-line surface-wave radiation and scanning“, Dept. Elect. Eng., Columbia Univ., New York, NY, Bandaríkin, nr. 85, ágú., 1991.