Skip to Main Content

Zotero: heimildaskráningaforrit: Home

Zotero

Bókasafnið mælir með Zotero sem er ókeypis heimildaskráningaforrit sem hjálpar til við að halda utan um heimildir, gerir tilvísanir í texta og býr svo til heimildaskrá í ritgerðum og verkefnum samkvæmt ákveðnum staðli. 

Zotero er þróað í opnum aðgangi sem virkar bæði með Windows og Mac stýrikerfum. Það er hægt að nota Zotero með Chrome og Firefox vöfrunum. Zotero virkar ekki með Internet Explorer. Hægt er að nota Zotero með LaTeX/Overleaf með því að exporta BibTeX skrá úr Zotero.

Innbyggðir í Zotero eru nokkrir heimildaskráningarstaðlar, þar á meðal APA-staðallinn á ensku. Að auki er hægt að bæta við yfir 1000 stöðlum, m.a. APA, OSCOLA og IEEE á íslensku og einnig má skilgreina eigin staðal í Zotero.

Nýir staðlar

Leiðbeiningar um hvernig setja skal nýjan staðal inn í Zotero - LESA FYRST

- hægrismelltu og veldu "save link as" skv. leiðbeiningunum

Stofna aðgang hjá Zotero.org

Þegar Zotero er fyrst sett upp er mjög mikilvægt að fara inn á Zotero.org og stofna ókeypis aðgang. 

Muna svo að að setja inn aðgangsupplýsingarnar inn í Preference, í Sync flipann í Zotero en þá vistast backup af öllum gögnunum. 

Ef þetta er ekki gert, og eitthvað kemur fyrir tölvuna þá glatast öll Zotero gögnin. 

Zotero myndband

Zotero by Bókasafn HR

Leiðbeiningar

Við mælum með því að Zotero forritið sé haft á ensku, ekki íslensku. Ef forritið kemur upp á íslensku þá er hægt að breyta því inn í Advanced stillingunum

Sjá leiðbeiningar fyrir Zotero inn á staðla leiðarvísunum:

Inn á heimasíðu Zotero er að finna mikið af uppfærðum leiðbeiningum fyrir uppsetningu og notkun á Zotero.  

Fyrir aðrar spurningar er gott að athuga hvort Google sé með svörin.

Ummæli nemenda

Ingibjörg: ,,Ég er nýbúin að kynnast Zotero og er agndofa yfir því hvað þetta einfaldar manni lífið. Heimildaskráning hefur alltaf verið flókin og seinleg en Zotero sér hreinlega um þetta fyrir mann og er tiltölulega einfalt að tileinka sér. Þetta er hrein snilld!"

Íris: ,,Zotero er mesta snilldin, er ekkert smá ánægð að hafa byrjað að nota þetta forrit sem fyrst eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, þetta hefur hjálpað mér ekkert smá mikið með heimildarvinnu."

Þorgeir: ,,Zotero er besta forrit sem hefur verið gert, auðveldar heimildavinnuna."

Jóhanna: ,,Zotero gefur manni tíma til að eyða í ritgerðarvinnu sem annars færi í að búa til heimildaskrá."

Eva: ,,Þetta er mesta snilldarforrit sem til er við heimildarvinnu og ég er alltaf að átta mig betur og betur á því eftir því sem ég nota það meira."

Sigurður: ,,Betra en ristað brauð ;-)"