Skip to Main Content

Zotero: heimildaskráningaforrit: Hópavinnusvæði Zotero

Hópavinnusvæði Zotero

Zotero virkar mjög vel í hópavinnu þar sem fleiri en einn geta unnið saman. TIl þess er útbúin grúppa fyrir hópinn sem allir í hópnum hafa aðgang að. 

Athugaðu að til þess að grúppur virki þurfa allir í hópnum að hafa Zotero uppsett í tölvunni sinni og hver og einn þarf að hafa stofnað sér aðgang inn á Zotero.org. 

Aðeins einn aðili þarf að stofna grúppuna og býður svo hinum inn sem meðlimum

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig skal stofna grúppu í eldri útgáfu Zotero (Zotero 6). 
Þeir sem eru með nýjustu útgáfu Zotero (Zotero 7) fylgja leiðbeiningunum hér að neðan: 

Stofna nýja grúppu: 

1. Opnaðu Zotero desktop appið og smelltu á FIle - New Library - New Group 


2. Þá opnast innskráningarsíða á Zotero.org. Innskráðu þig þar. Ef þú ert þegar innskráð(ur) ferðu beint yfir í skref 3.


3. Þegar þú hefur skráð þig inn opnast síðan Create a New Group. Stofnaðu nýja grúppu með að gefa henni nafn og ákveða sýnileika. Smelltu síðan á Create Group


4. Undir Settings getur þú skráð inn frekari upplýsingar um grúppuna þína. Hér getur þú t.d. stillt hverjir hafa skoðunaraðgang og hvort meðlimir grúppunnar hafi réttindi til að bæta við, eyða eða breyta heimildum. 
Smelltu á Member Settings til að bjóða fleiri aðilum inn í grúppuna.


5. Núna þarftu að bjóða meðlimum hópsins þíns í grúppuna en þá smellir þú á Send More Invitations.

 

6. Bjóddu hinum meðlimum grúppunnar með því að skrá Zotero notandanafnið þeirra eða það netfang sem þau notuðu til að stofna sig inn á Zotero. Smelltu svo á Invite Members. Meðlimir fá tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um að samþykkja boðið. Þegar meðlimir hafa samþykkt boðið getur þú farið aftur inn í Member settings (sjá lið 5) og breytt þeim úr Member í Admin til að gefa þeim aukin réttindi. 


7. Ef að grúppan þín kemur ekki strax inn í Zotero hjá þér undir Group Libraries, neðarlega í vinstri stiku, þá skalt þú Sync-a Zotero með því að smella á  Sync hnappinn efst í hægra horninu. 

 

Vista heimildir í grúppuna

Að vista heimildir inn í grúppuna virkar nákvæmlega eins og þegar þú setur inn heimildir í þitt safn. Þú þarft aðeins að gæta þess að þú hafir nafnið á grúppunni valið áður en þú vistar heimildirnar, því þá fara þær beint inn í þessa grúppu. Ef þú hefur vistað þær í þitt safn þá getur þú alltaf dregið heimildirnar yfir í grúppuna. Það myndast algjör speglun á Zotero grúppunni hjá öllum meðlimum hópsins. Ef einn í hópnum setur inn heimild í grúppuna þá birtist hún hjá öllum. Sama á þá við ef heimild er breytt eða henni er eytt.

Þegar tilvísanir eru svo settar inn í Word skjalið þá þarf að ná í þær úr grúppunni sjálfri. Þegar einhver annar í grúppunni opnar svo skjalið og fer að vinna í því og bæta við fleiri tilvísunum þá haldast þær allar virkar og tengdar við Zotero grúppuna. Svoleiðis er hægt að vinna með margar útgáfur af skjalinu og þær haldast alltaf tengdar við Zotero.