Skip to Main Content

IEEE staðall

IEEE heimildastaðall er notaður í eftirfarandi deildum HR: tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

IEEE staðall


    

IEEE staðallinn fyrir heimildaskráningu er ætlaður nemendum í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði.

Þessi íslenska þýðing byggir á leiðbeiningum frá IEEE um heimildaskráningu frá 2023 (29.11.2023): IEEE Reference Guide

Ef verkefni er skrifað á ensku skal styðjast við ensku útgáfuna af IEEE staðlinum

Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar til að aðlaga staðalinn ritgerðar-/verkefnavinnu. Kennarar HR gætu kosið að styðjast við aðrar útfærslur af IEEE staðlinum. Enda þótt upplýsingafræðingar HR hafi leitast við að setja eftirfarandi leiðbeiningar fram villulausar og samkvæmt áreiðanlegustu leiðbeiningum frá IEEE, þá er ekki unnt að ábyrgjast að ávallt sé svo. Nemendur eru hvattir til að bera eftirfarandi leiðbeiningar saman við ofangreindar leiðbeiningar frá IEEE og/eða bera vafaatriði undir kennara sína.
 

IEEE útgáfur
IEEE Reference Guide 
Staðall fyrir heimildaskráningu, útlistar hvernig á að vitna í ýmsar heimildir. 
IEEE Editorial Style Manual 
Þessi handbók veitir leiðbeiningar um uppsetningu, m.a.: skammstafanir, kaflafyrirsagnir, tölur, jöfnur, neðanmálsgreinar og hvernig eigi að vitna í myndir og töflur. Athugið að hér er einkum verið að vísa til uppsetningu útgefinna tímaritsgreina, nemendur eiga fyrst og fremst að fylgja leiðbeiningum kennara varðandi uppsetningu verkefna.  
IEEE Mathematics Guide 
Sýnir hvernig stærðfræðilegar jöfnur ættu að vera sýndar í tæknigreinum.

Tilvísanir og Heimildaskrá skv. IEEE

IEEE notar númer í hornklofa sem tilvísun í texta. Fyrsta tilvísunin í texta er númer [1] og næsta tilvísun er númer [2]. Ef aftur er vísað í sömu heimild er alltaf vísað í sama númer og heimildin fékk í upphafi. Númer tilvísana í textanum segja til um röðun heimilda í heimildaskránni. Á þann hátt er tilvisun númer [1] í texta alltaf heimild númer [1] í heimildaskrá. Tilvísun númer [2] í texta er heimild númer [2] í heimildaskrá og svo koll af kolli. 
 

Dæmi um einfalda tilvísun í texta: 

Dæmi um skráningu í heimildaskrá: