Skip to Main Content

Turnitin: Turnitin

Turnitin í HR

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun.  Hugbúnaðurinn ber saman texta úr verkefnum nemenda við mikið safn heimilda sem eru vistaðar í gagnasafni Turnitin, m.a. greinar úr erlendum gagnasöfnum, texta af heimasíðum og nemendaritgerðir sem áður hafa verið skilað inn í Turnitin eða eru vistaðar inn á Skemman.is. Að lokum skilar Turnitin svo samanburðarskýrslu sem nemendur og kennarar þurfa að skoða og sjá hvað má mögulega betur gera. Þó að Turnitin finni samanburð þá þarf það ekki að þýða ritstuldur af því að Turnitin gerir ekki greinamun á texta sem hefur tilvísun og texta sem hefur ekki tilvísun. 

  • Nemendur geta nýtt sér Turntiin í verkefnaskrifum og þjálfast í að vinna með heimildir, í gerð tilvísana og í heimildaskráningu.
  • Kennarar geta nýtt Turnitin sem hjálpartæki til að greina mögulegan ritstuld. Turnitin forritið er notað inn í Canvas. 

Kennarar ákveða hvort þeirra nemendur noti Turnitin. Ef kennari lætur nemendur sína ekki skila inn í Turnitin þá þurfa nemendur ekki að skila sínum verkefnum inn í forritið. 

  • Nemendur geta ekki óskað eftir að fá aðgang að Turnitin fyrir einstök verkefni.
  • Starfsmenn bókasafnsins aðstoða ekki nemendur við að lesa úr sínum niðurstöðum. 

Hér í þessum leiðarvísi er að finna leiðbeingar fyrir nemendur og leiðbeiningar fyrir kennara.

Landsbókasafn - Háskólabókasafn hefur yfirumsjón með Turnitin á Íslandi. Kennslusvið HR ber ábyrgð á Turnitin í Háskólanum í Reykjavík.

Akademísk vinnubrögð

Vönduð akademísk vinnubrögð í háskólum
HR leggur mikla áherslu á vönduð akademísk vinnubrögð eins og víða er kveðið á um í reglum skólans.

Í  Reglum um verkefnavinnu er gerð sú krafa til nemenda að þeir virði höfundarétt og að öll verkefni sem nemendur skila séu þeirra eigin hugverk. Einnig skal hvert verkefni sem nemandi skilar vera einstakt. Með því er átt við að öll endurnýting verkefna, hvort heldur er innan námskeiðs, milli námskeiða eða milli námsbrauta er óheimil, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Þá segir í 8. grein  Siðareglna HR: "Við virðum hugverkaréttindi, eignum okkur ekki heiðurinn af hugmyndum annarra, og getum ávallt þeirra heimilda sem við notum, í samræmi við venjur vísindasamfélagsins."

Í  Náms og námsmatsreglum HR er einnig lögð áhersla á virðingu hugverka skv. eftirfarandi: "HR gerir þá kröfu til þín sem nemanda að öll verkefni sem þú skilar séu þitt eigið hugverk. Í því felst meðal annars að þú vinnur verkefnið sjálf(ur) frá grunni, án aðstoðar annarra, og tekur aldrei upp texta annarra eða vinnu annarra og setur fram sem þitt eigið verk. Ávallt skal geta heimilda og reglur um heimildanotkun gilda einnig um afritun eigin verka. Hvert verkefni sem skilað er, skal vera einstakt. Öll endurnýting verkefna, hvort heldur er innan námskeiðs, milli námskeiða eða milli námsbrauta er óheimil, nema annað sé tekið fram."

Ritstuldur varðar við íslensk  Höfundalög nr. 73/1972, og þeirra viðurlaga sem lögin kveða á um. Höfundalög ná til hugverka sem teljast birt, þ.e. þegar eintök af verkinu með réttri höfundarheimild eru boðin til sölu, láns eða leigu, eða dreift til almennings með öðrum hætti, í einhverju magni.