Kennarar ákveða hvort nemendur eigi að skila verkefnum sínum í gegnum Turnitin. Ef nemendur vilja óska eftir því að fá að skila í gegnum Turnitin þurfa þeir að tala við kennarann sinn og hann metur hvort það sé tilefni til þess. Einstaka nemendum er ekki veittur aðgangur að Turnitin. Þetta er sett á verkefni og hafa þá allir nemendur sama möguleikann. Öllum lokaverkefnum í HR ætti að vera skilað inn í gegnum Turnitin.
Starfsmenn bókasafnsins taka það ekki að sér að túlka niðurstöðurnar fyrir nemendur. Kennarar þurfa að gera það sjálfir. En það þarf að fara yfir hverja eina samsvörun í textanum og meta hvort um ritstuld er að ræða eða ekki. Turnitin gefur prósentutölu og það er ekki hægt að segja að einhver tala sé í lagi eða ekki, það fer eftir verkefninu. Turnitin gerir ekki greinamun á texta sem er rétt staðið að og það er gætt að tilvísunum og texta sem er stolinn.
Ef nemendur eru að vinna saman í tveir eða fleiri að verkefni sem þeir eiga að skila inn í gegnum Turnitin þá er það mjög mikilvægt að aðeins EINN úr hópnum tekur það að sér að skila inn fyrir hönd hópsins og deila svo niðurstöðunum með hópnum sínum. Ef skilað er oftar en einu sinni þá þarf sá hinn sami alltaf að skila inn. Ef fleiri en einn skilar sama verkefninu þá kemur samsvörun með verkefnunum.