Skip to Main Content

APA staðall

APA staðall (American Psychological Association)

APA publication manual 7th editionÞessi leiðarvísir fyrir APA staðalinn er byggður á Publication Manual of the American Psychological Association 7. útg. frá árinu 2020. Hann er ætlaður fyrir nemendur HR sem skrifa á íslensku og eiga að nota APA staðalinn skv. fyrirmælum kennara eða deildar. Búið er að aðlaga staðalinn að íslensku og íslenskum hefðum þegar kemur að heimildaskráningu. 

Þótt upplýsingafræðingar bókasafnsins hafi leitast við að setja eftirfarandi leiðbeiningar fram villulausar og samkvæmt nýjasta staðliþá er ekki unnt að ábyrgjast að ávallt sé svo. Nemar eru hvattir til að bera eftirfarandi leiðbeiningar saman við ofangreint rit og/eða bera vafaatriði undir kennara sína.

Publication Manual of the American Psychological Association, 7. útgáfa er fáanleg í dagslánum í afgreiðslu safnsins. 

Til þess að fá APA 7. útgáfu á íslensku inn í Zotero þarf að sækja hann sérstaklega á Zotero leiðarvísinum.

 

Helstu breytingar í 7. úgáfu APA frá 6. útgáfu

Snemma árið 2020 gáfu APA samtökin (American Psychological Association) út sjöundu útgáfu af APA útgáfustaðlinum: Publication Manual of the American Psychological Association

Hér á eftir er samantekt á helstu breytingunum frá 6. útgáfu af staðlinum sem snertir heimildaskráningu og tilvísanir:

  • o.fl. er notað í allar tilvísanir alltaf sem hafa þrjá eða fleiri höfunda. 
  • Taka skal fram alla höfunda upp að 20 talsins í heimildaskráningu. 
  • Heiti vefs er núna tekið fram ásamt heiti vefsíðunnar.
  • Útgáfustaður er ekki lengur tekinn fram fyrir bækur. 
  • Ekki þarf lengur að taka fram form rafbóka (t.d. Kindle), en það þarf að taka fram útgefanda. 
  • Ekki skal lengur skrifa ,,Sótt af ... " á undan vefslóð nema í undantekningar tilfellum. 
  • DOI er skrifað eins og vefslóð. Ekki þarf að setja "DOI: " fyrir framan. 

 

Hvaða útgáfu ætti ég að nota? 

Háskólinn í Reykjavík skiptir yfir í 7. úgáfu frá og með haustinu 2020. 

Ef kennari tekur ekki fram hvaða útgáfu eigi að nota, þá á að notast við nýjustu útgáfuna. 

 

Hér koma nokkur dæmi um breytingar í 7. útgáfu: 

 

Margir höfundar: Tilvísun ("o.fl." í fyrstu tilvísun)

Í APA 6, fyrir heimildir með þrjá til fimm höfunda, átti að taka fram alla höfundana í fyrsta skiptið sem vísað var í heimildina en eftir það átti að taka fram fyrsta höfund og svo o.fl. (stytting fyrir "og fleiri" en á ensku er það "et al.")

Fyrsta tilvísun: (Smith, Khan og Zhang, 2019)
Seinni tilvísanir: (Smith o.fl., 2019).

 

Í APA 7 er breytingin sú að alltaf þegar höfundar eru þrír eða fleiri skal aðeins taka fram fyrsta höfund og svo o.fl. 

Rétt svona:
Allar tilvísanir:
(Smith o.fl., 2019).

 

Margir höfundar í heimildaskráningu: 

Í APA 6, þegar höfundar voru fleiri en átta talsins átti aðeins að taka fram nöfn fyrstu sex höfunda og svo setja þrjá punkta ... og svo nafn síðasta höfundar. 

Smith, J. D., Khan, V., Zhang, H., Williams, T., Garcia, J., Sato, Y., . . . Laurence, D.

 

Í APA 7 skal taka fram nöfn allra upp að fyrstu 20 höfundunum í heimildaskrá. Fyrir verk með 21 eða fleiri höfundum skal taka fram fyrstu 19 nöfnin og svo þrjá punkta og svo síðasta höfundinn.

Rétt svona:
McDuff, C., Smith, J., Kensington, K., Jones, S., Coughlan, S., Bortolin, L., Witte, M., Scott, A., Newport, A., Jensen, K., Wutzler, J., van Staden, I., McLean, J., Bergsma, G., Dowman, B., Petrie, K., Higgens, D., McCloud, R., Jessop, L., …Duncan, P. (2017). An introduction to quantitative analysis in finance. Houghton.
Tilvísun: (McDuff o.fl., 2017).

 

Heiti vefs: 

Í APA 6 átti ekki að taka fram heiti vefs eða stofnunar sem á síðunni sem verið var að vísa í. 

Róbert Jóhannsson. (2020, 12. ágúst). Dýpsta kreppa sögunnar í Bretlandi samkvæmt hagtölum. Sótt af https://www.ruv.is/frett/2020/08/12/dypsta-kreppa-sogunnar-i-bretlandi-samkvaemt-hagtolum

 

Í APA 7 skal taka fram heiti vefs ásamt titli vefsíðunnar sem verið er að vísa í. 

Rétt svona:
Róbert Jóhannsson. (2020, 12. ágúst). Dýpsta kreppa sögunnar í Bretlandi samkvæmt hagtölum. RÚV. https://www.ruv.is/frett/2020/08/12/dypsta-kreppa-sogunnar-i-bretlandi-samkvaemt-hagtolum

Útgáfustaður: 

Í APA 6 þurfti að taka fram útgáfustað heimilda sem það átti við. 

Palmerston North, New Zealand:
Oxford, England:
Anaheim, CA, Bandaríkin:

 

Í APA 7 er útgáfustaðurinn ekki tekinn fram: 

Rétt svona:
Lawford, C. K. (2009). Moments of clarity: Voices from the front lines of addiction and recovery. William Morrow.

 

Ath. Þegar höfundur og útgefandi er sami aðilinn þá skal sleppa að endurtaka hann sem útgefanda. Ekki á lengur að setja orðið Höfundur í stað útgefanda þegar útgefandi og höfundur er sami aðili. 

Rétt svona:
Ministry of Education. (2009). Research ethics in New Zealand: A student guide.
American Psychological Association. (2020). Publication manual of the American Psychological Association (7. útg.). https://doi.org/10.1037/0000165-000

 

ATH. Margir útgefendur eru skráðir í sömu röð og þeir birtast á heimildinni, aðgreindir sem semí-kommu. 

Neftci, S. N. (2009). Principles of financial engineering (2. útg.). Academic Publishing; Massey University Press.

Rafbókaformat

Í APA 6 þurfti að taka fram á hvaða formi rafbækur voru eða fyrir hvaða tæki (t.d. Kindle) en útgefandanum var sleppt. 

Roach, M. (2010). Packing for Mars: The curious science of life in the void [Kindle útgáfa]. Sótt af http://www.amazon.com

 

Í APA 7 á ekki að taka fram formið eða fyrir hvaða tæki, en það þarf í staðinn að taka fram útgefandann: 

Rétt svona:
Forsyth, D. (2018). Probability and statistics for computer science. Springer Publishing Company. https://www.springer.com/gp/book/9783319644097

Sótt af

Í APA 6 þurfti að taka fram ,,Sótt af ... " á undan vefslóðum í heimildaskrá: 

Forsyth, D. (2018). Probability and statistics for computer science. Springer Publishing Company.  Sótt af https://www.springer.com/gp/book/9783319644097
Ministry of Education. (2009). Measuring hauora in primary schools. Sótt af http://www.education.govt.nz/school/student-support/haurora/

 

Í APA 7 skal sleppa því að taka fram ,,Sótt af " á undan vefslóðinni: 

Rétt svona:
Forsyth, D. (2018). Probability and statistics for computer science. Springer Publishing Company. https://www.springer.com/gp/book/9783319644097
Ministry of Education. (2009). Measuring hauora in primary schools. http://www.education.govt.nz/school/student-support/haurora/

 

Undantekningin er þó fyrir heimildir sem hafa vefslóð þar sem upplýsingarnar á vefsíðunni þykja líklegar til þess að taka breytingum milli ára. Þá þarf að taka fram sótt dagsetningu og skrifa fyrir framan vefslóðina:

Sótt 3. september 2020, af https://wwww... 

DOI form

Í APA 6 þurfti að skrifa ,,doi:" á undan DOI númeri heimilda: 

Gelkopf, M., Ryan, P., Cotton, S., & Berger, R. (2008). The impact of “training the trainers” for helping tsunami-survivor children on Sri Lankan disaster volunteer workers. International Journal of Stress Management, 15(2), 117-135. doi:10.1037/1072-5245.15.2.117

 

Í APA 7 er sleppt að skrifa ,,doi:" á undan í heimildaskrá og DOI númerið er gefið upp á formi tengils sem byrjar alltaf á  https://doi.org/ í staðinn:

Rétt svona:
Smith, J. D. (2009). Research ethics in New Zealand: A student guide. https://doi.org/10.1000/182

 

Í APA 7 er DOI ávallt gefið upp þegar það er í boði, jafnvel þó heimildin hafi verið notuð á prenti. 

Aðrar breytingar sem snúa ekki að heimildaskráningu

Orðalag sem styður og gerir ráð fyrir fjölbreytileika

  • Forðast orðalag sem felur í sér kyn (t.d. menn) til að lýsa hópi (t.d. fólk).
  • Forðast lýsingarorð sem nafnorð (t.d. fátæklingar) til að lýsa hópi (t.d. fólk sem býr við fátækt). Sýna nærgætni í orðavali. 
  • Verum nákvæm þegar við tölum um aldur. T.d. tala frekar um fólk á aldrinum 65-75 í stað þess að tala um gamalt fólk. 
  • Notum hán eða þau sem persónufornöfn til þess að gera ráð fyrir fjölbreytileika. Ekki nota hún eða hann nema vitað sé með vissu að það séu fornöfnin sem einstaklingarnir nota. Sjá nánar á bls. 120-121 í staðlinum. 

Breytingar á sniðmáti.

  • Nýjar reglur gilda nú um nemendaritgerðir 
  • Sjá nánar á APA style