Skip to Main Content

APA staðall

Dagblöð og fréttamiðlar

Dagblaðsgreinar

Heimildaskráning efnis sem kemur út daglega s.s. dagblaða, á að innihalda ártal, útgáfudag og mánuð blaðsins í staðin fyrir árgang og tölublað eins og reglan segir um greinar í fræðilegum tímaritum.

Það verður að geta blaðsíðutals greinar sem er ein síða eða blaðsíðubils greinar sem spannar fleiri en eina síðu. Ef grein spannar fleiri en eina síðu í óreglulegri númeraröð, þá skal telja upp öll blaðsíðutölin með kommu á milli (t.d. 29, 31, 33-34). Einnig þarf að geta sérstaks blaðsíðutals í aukablöðum t.d. B9 eða Aukablað bls. 16. 

Dagblað meginregla - höfundur tilgreindur: 

Heimildaskrá:
Höfundur. (Ártal, dagur. mánuður). Titill greinar. Titill dagblaðs, blaðsíðutal. 
Tilvísun: (Höfundarnafn, ártal)

 

Heimildaskrá:
Robinson, L. (2002, 10. september). Simple solutions to address nursing labour shortage. The Hamilton Spectator, B4.
Tilvísun: (Robinson, 2002)

 

Dagblað meginregla - höfundur ekki tilgreindur:

Heimildaskrá:
Titill greinar. (Ártal, dagur. mánuður). Titill dagblaðs, blaðsíðutal.
Tilvísun: (,,Titill greinar", ártal)

 

Greinar í dagblöðum eru oft án höfunda og eru þá skráðar á titil greinarinnar. Þegar skrá þarf á titil og titill greinar er langur, þá má stytta titilinn í tilvísun niður í 2-4 fyrstu orðin í titlinum. Athugið að í tilvísunum er titillinn settur í gæsalappir. 

Heimildaskrá:
Fyrri Kötlugos. (1918, 18. október). Morgunblaðið, 2.
Tilvísun: (,,Fyrri Kötlugos", 1918)

 

Heimildaskrá: 
Mikið borið á svindli með íslenskt kort. (2009, 16. nóvember). Morgunblaðið, 4.
Tilvísun: (,,Mikið borið á", 2009)

Dagblaðsgreinar á netinu

Athugið að það getur oft verið óljóst hvort heimild flokkist sem dagblaðsgrein á netinu eða rafrænn fréttamiðill en það er aðeins ólík skráning. Hægt er að fá aðstoð hjá bókasafninu til að greina um hvort á við. Dæmi um vefsíður sem gefa út dagblaðsgreinar eru New York Times og Washington Post. 

ATH! Þegar dagblað af timarit.is er notað skal vísa í það sem prentheimild en ekki dagblaðsgrein á netinu (allt efni á timarit.is eru innskannaðar prentheimildir).

Fyrir dagblaðsgreinar þarf ávallt að geta nákvæmrar dagsetningar í heimildaskrá en aðeins ártalsins í tilvísun. 

 

Dagblaðsgrein á netinu - höfundur tilgreindur

Heimildaskrá:             
Brody, J. E.  (2007, 11. desember). Mental reserves keep brain agile. The New York
 Times. http://www.nytimes.com
Tilvísun: (Brody, 2007)

 

Dagblaðsgrein á netinu - höfundur ekki tilgreindur

Heimildaskrá:              
Medicated gum helpful to seniors. (2002, 19. september). The Kitchener-Waterloo 
Record. http://www.kitchenerwaterloorecord.com
Tilvísun: („Medicated gum“, 2002)
Zotero dæmi - ath. Short Title fyrir texta í tilvísun

 

Ef um langan titil er að ræða má stytta hann í tilvísun þ.e. taka fyrstu tvö-þrjú orð í titli og setja í tilvísun.

Fréttamiðlar á netinu
Fréttamiðlar á netinu eru miðlar líkt og RÚV, mbl.is, Vísir, CNN, BBC News, Bloomberg, HuffPost, MSNBC, Salon, Vox og Reuters.

Meginregla - með höfundi:
Höfundur. (Ártal, dagur, mánuður). Titill greinar. Heiti fréttamiðils. URL
Tilvísun: (Höfundur, ártal)

 

Heimildaskrá:                                                                                                                                                                     
Freyr Gígja Gunnarsson og Andri Yrkill Valsson. (2023, 23. mars). Banaslys við Glym í gærmorgun. RÚV. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-23-banaslys-vid-glym-i-gaermorgun
Tilvísun: (Freyr Gígja Gunnarsson og Andri Yrkill Valsson, 2023)

 

Greinar á fréttamiðlum eru stundum án höfunda og eru þá skráðar á titil greinarinnar.
Þegar skrá þarf á titil og titill greinar er langur, þá má stytta titilinn í tilvísun niður í 2-4 fyrstu orðin í titlinum. 

Meginregla - án höfundar:
Titill greinar. (Ártal, dagur, mánuður). Heiti fréttamiðils. URL
Tilvísun:  (Titill greinar, ártal)

 

Heimildaskrá: 
Coronavirus: Tesla donates hundreds of ventilators to New York. (2020, 27. mars). BBC News. https://www.bbc.com/news/technology-52071314
Tilvísun: (Coronavirus: Tesla, 2020)
Zotero dæmi - ath. Short Title fyrir texta í tilvísun