Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

APA staðall

Dagblöð

Dagblaðsgreinar

Heimildaskráning efnis sem kemur út daglega s.s. dagblaða, á að innihalda ártal, útgáfudag og mánuð blaðsins í staðin fyrir árgang og tölublað eins og reglan segir um greinar í fræðilegum tímaritum.

Það verður að geta blaðsíðutals greinar sem er ein síða eða blaðsíðubils greinar sem spannar fleiri en eina síðu. Ef grein spannar fleiri en eina síðu í óreglulegri númeraröð, þá skal telja upp öll blaðsíðutölin með kommu á milli (t.d. 29, 31, 33-34). Einnig þarf að geta sérstaks blaðsíðutals í aukablöðum t.d. B9 eða Aukablað bls. 16. 

Dagblað meginregla - höfundur tilgreindur: 

Heimildaskrá:
Höfundaranafn. (Ártal, dagur. mánuður). Titill greinar. Titill dagblaðs, blaðsíðutal. 
Tilvísun: (Höfundarnafn, ártal)

 

Heimildaskrá:
Robinson, L. (2002, 10. september). Simple solutions to address nursing labour shortage. The Hamilton Spectator, B4.
Tilvísun: (Robinson, 2002)

 

Dagblað meginregla - höfundur ekki tilgreindur:

Heimildaskrá:
Titill greinar. (Ártal, dagur. mánuður). Titill dagblaðs, blaðsíðutal.
Tilvísun: (,,Titill greinar", ártal)

 

Greinar í dagblöðum eru oft án höfunda og eru þá skráðar á titil greinarinnar. Þegar skrá þarf á titil og titill greinar er langur, þá má stytta titilinn í tilvísun niður í 2-4 fyrstu orðin í titlinum. Athugið að í tilvísunum er titillinn settur í gæsalappir. 

Heimildaskrá:
Fyrri Kötlugos. (1918, 18. október). Morgunblaðið, 2.
Tilvísun: (,,Fyrri Kötlugos", 1918)

 

Heimildaskrá: 
Mikið borið á svindli með íslenskt kort. (2009, 16. nóvember). Morgunblaðið, 4.
Tilvísun: (,,Mikið borið á", 2009)

Dagblaðsgreinar á netinu

Dagblaðsgrein á netinu - höfundur tilgreindur

Athugið að það getur oft verið óljóst hvort heimild flokkist sem dagblaðsgrein á netinu eða vefsíða en það er aðeins ólík skráning. Hægt er að fá aðstoð hjá bókasafninu til að greina um hvort á við. 

Fyrir dagblaðsgreinar þarf ávallt að geta nákvæmrar dagsetningar í heimildaskrá en aðeins ártalsins í tilvísun. 

Heimildaskrá:             
Brody, J. E.  (2007, 11. desember). Mental reserves keep brain agile. The New York
 Times. http://www.nytimes.com
Tilvísun: (Brody, 2007)

 

Dagblaðsgrein á netinu - höfundur ekki tilgreindur

Heimildaskrá:              
Medicated gum helpful to seniors. (2002, 19. september). The Kitchener-Waterloo 
Record. http://www.kitchenerwaterloorecord.com
Tilvísun: („Medicated gum“, 2002)
Zotero dæmi - ath. Short Title fyrir texta í tilvísun

 

Ef um langan titil er að ræða má stytta hann í tilvísun þ.e. taka fyrstu tvö-þrjú orð í titli og setja í tilvísun.