Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

APA staðall

Rafbækur

Rafbækur

Tilvísanir og heimildaskráning rafbóka er mjög áþekk prentuðum bókum. Látið annað hvort DOI-númer  eða URL/vefslóð (http://...) fylgja skráningunni samkvæmt reglum um DOI og URL 

Það þarf ekki að taka fram sérstaklega að um rafbók eða hljóðbók er að ræða ef útgáfan er sú sama og bók á prenti. En ef um nýja útgáfu, annað útgáfuár eða ef vísað er til lesanda hljóðbókar þarf að taka þær upplýsingar fram [hljóðbók/rafbók].

Heimildaskrá:  
Suber, P. (2012). Open access. MIT Presshttps://library.oapen.org/bitstream/handle/20.500.12657/26065/1004020.pdf
Tilvísun:  (Suber, 2012)

Athugið að bækur af Google Books eru innskannaðar prentaðar bækur og því teljast þær ekki sem rafbækur og skulu skráðar eins og bækur á prenti. Ekki skal láta fylgja með vefslóð á Google Books.