Skip to Main Content

APA staðall

Rafbækur

Rafbækur

Tilvísanir og heimildaskráning rafbóka er mjög áþekk prentuðum bókum. Látið annað hvort DOI-númer  eða URL/vefslóð (http://...) fylgja skráningunni samkvæmt reglum um DOI og URL 

Það þarf ekki að taka fram sérstaklega að um rafbók eða hljóðbók er að ræða ef útgáfan er sú sama og bók á prenti. En ef um nýja útgáfu, annað útgáfuár eða ef vísað er til lesanda hljóðbókar þarf að taka þær upplýsingar fram [hljóðbók/rafbók].

Heimildaskrá:  
Suber, P. (2012). Open access. MIT Presshttps://library.oapen.org/bitstream/handle/20.500.12657/26065/1004020.pdf
Tilvísun:  (Suber, 2012)

Athugið að bækur af Google Books eru innskannaðar prentaðar bækur og því teljast þær ekki sem rafbækur og skulu skráðar eins og bækur á prenti. Ekki skal láta fylgja með vefslóð á Google Books.