Skip to Main Content

APA staðall

Lög, reglugerðir, frumvörp og dómar

Lög og reglugerðir

Fyrir lög og reglugerðir þarf að taka fram nafn laga/reglugerða, númer, ártal og vefslóð á althingi.is eða reglugerd.is.

Heimildaskrá:              
Lög um opinbera háskóla nr. 85. (2008). https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008085.html 
Tilvísun:  (Lög um opinbera háskóla nr. 85, 2008)
Bein tilvísun: (Lög um opinbera háskóla nr. 85, 2008, 11.gr., 2. mgr.)

Eða inni í meginmáli:
  
Samkvæmt Lögum um opinbera háskóla nr. 85 (2008), skulu þeir ...
Zotero dæmi - ath. sjá dæmi fyrir reglugerð um styttingu á löngum titlum fyrir tilvísanir

 

Leyfilegt er að stytta lengri heiti laga í tilvísun niður í fyrstu 3-4 orð í titlinum ásamt ártali svo lengi sem það er ekki verið að vísa í fleiri heimildir með sama eða svipuðum titli (þ.e. sömu fyrstu orðin í titlinum).

Um reglugerðir gilda sömu skráningareglur og um lög.

Heimildaskrá:      
Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi nr. 467. (2015). https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/19626
Tilvísun:  (Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi nr. 467, 2015) 
Zotero dæmi - ath. sjá Short title fyrir styttri titil í tilvísun

 

Leyfilegt er að stytta lengri heiti reglugerða í tilvísun niður í fyrstu 3-4 orð í titlinum ásamt ártali svo lengi sem það er ekki verið að vísa í fleiri heimildir með sama eða svipuðum titli (þ.e. sömu fyrstu orðin í titlinum):

Stytt tilvísun: (Reglugerð um menntun, 2015)
sjá Zotero dæmi fyrir ofan

 

Í A-deild Stjórnartíðinda eru birt öll  lög, tilskipanir, opin bréf, auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis sem út eru gefnar af æðsta handhafa framkvæmdarvaldsins, svo og reglur sem Alþingi kann að setja um framkvæmd almennra málefna í þingsályktunum.

Í B-deild Stjórnartíðinda eru birtar reglugerðir, erindisbréf, samþykktir og auglýsingar, sem gefnar eru út eða staðfestar af ráðherra, ákvarðanir og úrlausnir ráðuneyta, skrá yfir félög, firmu og vörumerki, ásamt reglum sem opinberum stjórnvöldum og stofnunum er falið að gefa út.

Í C-deild Stjórnartíðinda eru birtir samningar við önnur ríki og auglýsingar varðandi gildi þeirra.

 

Frumvörp

Þingskjöl, frumvörp og greinargerðir eru birt í Alþingistíðindum; þingskjölin í A-deild, og ræður og umræður úr þingsölum í B-deild. Þegar vísað er í A-deild Alþingistíðinda er þingskjalið aðalatriðið og þess getið í stað höfundar. Þar á eftir kemur ártal þess árs sem þingið er haldið. Að auki að hafa nafn þingskjals eins ítarlegt og mögulegt er í heimildaskrá. Loks kemur titill ritsins sem birtir skjalið, þ.e. Alþingistíðindi A-deild ásamt númeri löggjafarþingsins. Ef vísað er í prentútgáfu skal geta blaðsíðunúmers og í vefútgáfu er gott að geta greinanúmers, ef um langt skjal er að ræða.

Heimildaskrá:              
Þingskjal 1602. (2003-2004). Frumvarp til tollalaga. Alþingistíðindi A-deild, 130. 
http://www.althingi.is/altext/130/s/1602.html
Tilvísun:  (Þingskjal 1602, 2003-2004)
Zotero dæmi (ath. setja þarf ártölin inn undir Extra svona: issued: 2003-2004)

 

Þegar vísað er í B-deild Alþingistíðinda er nafn ræðumanns aðalatriðið og nafnsins getið í höfundarstað. Að öðru leyti er heimildaskráning eins og skjala úr A-deild Alþingistíðinda.

Heimildaskrá:              
Björn Bjarnason. (2004-2005). Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn um innleiðingu 
EES-gerða. Alþingistíðindi B-deild, 131. http://www.althingi.is/altext/raeda/131/rad20050509T104425.html
Tilvísun: (Björn Bjarnason, 2004-2005)

 

Ef vísað er í prentútgáfu Alþingistíðinda B-deildar kemur dálkatal í stað slóðarinnar:

Heimildaskrá:              
Björn Bjarnason. (2004-2005). Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn um innleiðing
 EES-gerða. Alþingistíðindi B-deild, 131, 7786-7787.

Dómar

Hæstaréttardómar
Vitnað er í hæstaréttardóm númer 125 frá 19. desember árið 2000 þar sem Tryggingastofnun ríkisins höfðaði mál gegn Öryrkjabandalagi Íslands.

 

Heimildaskrá:                          
Tryggingastofnun ríkisins g. Öryrkjabandalagi Íslands. (2000, 19. desember). Hæstiréttur Íslands í máli nr. 125/2000. 
 https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=c1c6c69b-ad72-4612-9238-74cb4701d929                                         
Tilvísun: (Tryggingastofnun ríkisins g. Öryrkjabandalagi Íslands, 2000)

Athugið að ólíkt öðrum heimildum skv. APA skal titill dóms skáletraður í tilvísun en ekki í heimildaskrá. 

 

Héraðsdómar
Vitnað er í dóm héraðsdóms Vesturlands frá 6. júlí 2020 í máli nr. E-64/2017 þar sem íslenska ríkið höfðaði mál gegn Kirkjumálasjóði.

Heimildaskrá:                          
Íslenska ríkið g. Kirkjumálasjóði. (2020, 6. júlí). Héraðsdómur Vesturlands í máli nr. E-64/2017. https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=926a13a3-aa5b-42fc-91d2-7cd487bad521
Tilvísun:  (Íslenska ríkið g. Kirkjumálasjóði, 2020)

Athugið að ólíkt öðrum heimildum skv. APA skal titill dóms skáletraður í tilvísun en ekki í heimildaskrá.