Skip to Main Content

APA staðall

Bæklingar

Bæklingar - smárit 

Bæklingar og smárit (brochures, pamplets, booklet) eru skráð á svipaðan hátt og skýrslur en algengt er að skrifuð sé lýsing á heimildinni í hornklofa eftir titli - [bæklingur] eða [smárit].
 

Heimildaskrá - meginregla
Höfundur/stofnun/fyrirtæki/samtök. (ártal). Titill: Undirtitill [lýsing á riti]. Útgefandi. URL (ef á við)
TIlvísun: (Höfundur, ártal) 

 

Bæklingur með höfundi

Heimildaskrá: 
Strock, M. (2002). Depression [bæklingur]. National Institutes of Health.
Tilvísun: (Strock, 2002) 

 

Bæklingur - stofnun sem höfundur
Oft kemur ekki fram hver er höfundur bæklingsins eða smáritsins og er þá fyrirtækið eða samtökin sem gefa bæklinginn út skráð sem höfundur. 
Þegar höfundur er sá sami og útgefandi má sleppa því að skrá útgefanda. 

Heimildaskrá: 
Embætti landlæknis. (2017). Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri [bæklingur]. https://downloads.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/3PuNBHAcqOq2PYmHJp9t5V/1917d011508f9bacb8b740f088ac722b
/Radleggingar_mataraedi_vef_utgafa_2021.pdf 
Tilvísun: (Embætti landlæknis, 2017) 

 

Heimildaskrá: 
Cedars-Sinai. (2015). Human papillomavirus (HPV) and oropharyngeal cancer [bæklingur]. https://www.cedars-sinai.org/content/dam/cedars-sinai/cancer/sub-clinical-areas/head-neck/documents/hpv-throat-cancer-brochure.pdf
Tilvísun: (Cedars-Sinai, 2015)

 

 

Fjallað er um bæklinga í kafla 10.4 í APA Publication Manual, 7. útg.