Skip to Main Content

APA staðall

Vefsíður og samfélagsmiðlar

Vefsíður

Áður en vefsíður eru notaðar sem heimildir er mikilvægt að meta gæði upplýsinga á vefsíðunni. Gott er að lesa til um áreiðanleika vefsíða á heimildarvinnu leiðarvísinum.

Ef vísað er í fleiri en eina síðu af hverjum vef á að skrá hverja síðu fyrir sig. Ef vefsíða er aðeins nefnd með nafni í ritgerð, t.d. Facebook, en engar upplýsingar eru notaðar af síðunni, þá þarf ekki að setja vefsíðuna í heimildaskrá heldur skal láta vefslóðina fylgja með í sviga inn í textanum.

Vísið ávallt í eins nákvæma dagsetningu og stendur á heimildinni. 

Meginregla - með höfundi:
Höfundur/stofnun sem höfundur. (dagsetning). Titill síðu. Heiti vefs. URL
Tilvísun: (Höfundur, ártal)

 

Heimildaskrá:
Bókasafn Háskólans í Reykjavík. (2020, 15. október). APA staðall: Vefsíður og samfélagsmiðlar. Leiðarvísar Háskólans í Reykjavík. https://bokasafn.ru.is/c.php?g=987114&p=7637244
Tilvísun: (Bókasafn Háskólans í Reykjavík, 2020)

 

Meginregla - án höfundar:
Titill síðu. (dagsetning). Heiti vefs. URL
Tilvísun: (Titill síðu, ártal)

 

Heimildaskrá: Powell's City of Books. (2020, 25. febrúar). Yelp. https://www.yelp.com/biz/powells-city-of-books-portland-4
Tilvísun: (Powell's City of Books, 2020)

 

Þegar höfundur er sá sami og heiti vefs má sleppa heiti vefs úr á undan vefslóðinni:

Heimildaskrá - höfundur sami og heiti vefs: 
World Health Organization. (2020, 30. desember). Vaccines and immunization: What is vaccination? https://www.who.int/news-room/q-a-detail/vaccines-and-immunization-what-is-vaccination
Tilvísun: (World Health Organization, 2020)

 

Sótt dagsetning
Aðeins þarf að taka fram sótt dagsetningu með vefslóðinni ef það er möguleiki á að upplýsingarnar á heimildinni eigi eftir að breytast með tímanum.  Í dæminu fyrir Gleðigönguna þá breytast upplýsingarnar á hverju ári með nýjum upplýsingum um gleðigöngu þess árs. Slóðin breytist ekki milli ára en upplýsingarnar breytast og þá skal taka fram sótt dagsetningu. Það er mjög sjaldan sem þetta á við um vefsíður þannig að ef einhver vafi er á hvort sótt dagsetning þurfi þá skal frekar sleppa henni. 

Heimildaskrá:
Hinsegin dagar. (e.d.). Gleðigangan. Sótt 12. ágúst 2020, af https://hinsegindagar.is/gledigangan/
Tilvísun: (Hinsegin dagar, e.d.)

 

Annað dæmi um vefsíðu sem breytist milli ára þar sem þarf að taka fram sótt dagsetningu. 

Heimildaskrá:
Bleika slaufan. (e.d.). Bleiki dagurinn. Sótt 26. október 2020, af https://www.bleikaslaufan.is/um-atakid/bleiki-dagurinn/ 
Tilvísun: (Bleika slaufan, e.d.)

Facebook

Heimildaskrá – meginregla:  
Höfundur. (Ártal, dagur. mánuður). Fyrstu tuttugu orðin í færslu [tegund]. Facebook. http://www.facebook.com/xxx.xxx.xxx.x  

 

Þetta form má nota fyrir svipað miðla eins og LinkedIn og Tumblr.  

Facebook færslur og ummæli

Heimildaskrá:   
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. (2013, 5. júní). Á laugardaginn fer hið rómaða reiðhjólauppboð [stöðuuppfærsla]. Facebook. http://www.facebook.com/logreglan
Tilvísun: (Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 2013)

 

Heimildaskrá:      
Kristinn Helgi Guðjónsson. (2013, 5. júní). Styð eftirlit inni í íbúðahverfunum [ummæli við stöðuuppfærslu]. Facebook. http://www.facebook.com/logregla
Tilvísun: (Kristinn Helgi Guðjónsson, 2013)

 

Facebook síða í heild sinni (ekki ákveðin færsla)
​Nota titil Facebook síðunnar sem vísað er í eins og tímalína, um, heim, myndir...

Heimildaskrá:     
Smithsonian's National Zoo and Conservation Biology Institute. (e.d.). Heim [Facebook síða]. Facebook. Sótt 22. júlí 2020, af https://www.facebook.com/nationalzoo
 
Tilvísun: (Smithsonian's National Zoo, e.d.)

Twitter

Heimildaskrá – meginregla:                   
Höfundur [@notendanafn]. (Ártal, dagur. mánuður). Fyrstu tuttugu orðin í 
færslu [tegund]. Twitter. http://www.twitter.com/xxx.xxx.xxx.x

 

 Twitter færsla

Heimildaskrá:             
Brown, B. [@BreneBrown]. (2020, 20. maí). It's ok to need. It's ok to ask. It's ok to receive. Dammit. Hard practice for those of us who [stöðuuppfærsla]. Twitter.  https://twitter.com/BreneBrown/status/1262919139930374146
Tilvísun: (Brown, 2020)

Instagram mynd eða myndband

Heimildaskrá: 
Zeitz MOCAA [@zeitzmocaa]. (2018, 26. nóvember) Grade 6 learners from Parkfields Primary School in Hanover Park visited the museum for a tour and workshop hosted by [myndir]. Instagram. htttps://www.instagram.com/p/BqpHpFBs3b/ 
Tilvísun: (Zeitz MOCAA, 2018)