Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Zotero og frumheimildir

Í Zotero þarf að velja rétt Item Type og skrá þarf allar upplýsingarnar í Title sviðið skv. reglum OSCOLA.

Þetta á bæði við um íslenskar og erlendar frumheimildir.

Zotero raðar öllum heimildunum sem vísað er til í lokaverkefninum í stafrófsraðaðan lista í heimildaskrá. Afleiddu heimildirnar raðast fremst, síðan koma frumheimildirnar og raðaðst þær saman eftir Item type. Þar sem allar upplýsingar eru settar í title sviðið skiptir ekki öllu máli hvaða Item type er valið, það hefur bara áhrif á hvaða heimildir birtast saman í heimildaskránni. Höfundar þurfa síðan að afrita og eyða frumheimildunum úr heimildaskrá og færa fremst í frumheimildaskrá, sjá leiðbeiningar hvernig það er gert í Zotero í: Að færa frumheimildir úr heimildaskrá.

Ef hluti tilvísunnar á að vera skáletraður,  t.d. málsaðilar í dómum þarf að fylgja leiðbeiningum í: Að skáletra hluta af texta
 

 

 

 

 

undefined

 

Þegar vitnað er til ákveðins staðar í frumheimildum er „pinpoint“ EKKI sett í reitinn fyrir blaðsíðutal heldur í Suffix: og sett komma og bil [, ] áður en „pinpoint“ er skráð. Zotero sér um að setja . í lok tilvísunar – sjá dæmi:

undefined

undefined

Til að skáletra hluta af texta í Zotero, (t.d. þegar verið er að skrá dóma Evrópudómstólsins eða málsaðila dóma) er notuð skipun út HTML forritun. Setjið <i> þar sem skáletrun á að byrja og lokið skáletrunarskipunni með </i>.

undefined

Ef vísa á í fleiri en eina heimild í sömu neðanmálsgrein er það gert í Zotero með því að ýta á Multiple sources og örvarnar notaðar til að færa inn heimildirnar. Muna að velja setja inn blaðsíðutal ef við á áður en næsta heimild er sett inn. Þegar allar heimildirnar sem eiga að vera í sömu neðanmálsgreininni er ýtt á OK.

undefined

 

Þegar kemur að því að búa til frumheimildaskrá þarf að afrita og eyða frumheimildunum úr heimildaskránni (aftast í verkefninu) og færa fremst í frumheimildaskrá. Mikilvægt er að raða og flokka frumheimildaskrár skv. Verklagsreglunum, sjá einnig leiðbeiningar í kaflanum Heimildaskrá - Frumheimildaskrá

Ef þetta er gert handvirkt í Word (ekki gegnum Zotero) mun Zotero færa frumheimildirnar aftur inn í heimildaskránna. Það þarf því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Byrjið á að smella einhversstaðar í heimildaskránni ykkar svo hún verður grá

Smellið síðan á   og þá opnast glugginn Edit Bibliography

Þá birtist heimildaskráin ykkar lengst til hægri íglugganum og þið veljið þær heimildir sem á að færa úr skránni og ýtið síðan á örina

Að lokum smellið þið á OK

undefined

 

Gælunöfn má nota sem stytt heiti fyrir lög, reglugerðir, dóma, alþjóðlega- og þjóðréttarsamninga og sáttmála
Gælunöfn eru sett innan sviga strax eftir fyrstu tilvísun í meginmáli eða neðanmálsgrein.
Í öllum síðari tilvísunum í meginmáli eða neðanmálsgrein má láta duga að nota gælunafnið
Athugið að gælunöfn eru ekki notuð í skrá yfir frumheimildir.

 

Dæmi um stytt heiti/gælunöfn:
Almenn hegningarlög nr. 19/1940: (Hegningarlög), (hgl.) eða (HGL.)
Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000: (Öryrkjadómur), (Hrd. 125/2000)
Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 13. júlí 1985, C 5/1985: (Kvennasáttmálinn)

Sjá nánar um stytt heiti/gælunöfn í Íslensk aðlögun Oscola bls. 4, 5 og 11 og í Oscola 4. útg. bls. 5-6, kafli 1.2.1.