Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Tímaritsgreinar

Upplýsingar um hversu marga höfunda/ritstjóra/þýðendur skal skrá eru að finna undir kaflanum Höfundar

Meginregla fyrir tímaritsgrein á prenti (skrá skal sem prentuð grein þó hún sé einnig til í rafrænni útgáfu):
Höfundur, | „Titill“ | [ár] | Tímaritstitill (eða stutt heiti) | fyrsta bls. greinarinnar
[EÐA]
Höfundur, | „Titill“ | (ár) | árg. | Tímaritstitill (eða stutt heiti) | fyrsta bls. greinarinnar
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 37.

Ef tímaritið gefur upp árg. skal skrá það og hafa árið í sviga í stað hornklofa. Ef hvert tölublað hefst á bls. 1, í stað hlaupandi blaðsíðunúmera milli tölublaða, skal skrá tbl. innan sviga beint á eftir árg. Dæmi: (2018) 2(3)

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur titils og upphafsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Skrifa skal nafn tímarits nákvæmlega eins og stendur á greininni. Það má nota stutt heiti ef það er þekkt. Ef til er DOI auðkenni fyrir greinina skal skrá það frekar en vefslóð.

Pinpoint kemur á eftir upphafsblaðsíðu prentaðra greina, en á undan vefslóðinni ef um rafræna tímaritsgrein er að ræða.

Dæmi um tímaritsgrein sem birst hefur á prenti (með árg.):  
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Margrét Einarsdóttir, „Forgangsáhrif réttilega innleiddra EES-reglna“ (2010) 7 Tímarit Lögréttu 25, 30.

Heimildaskrá:
Margrét Einarsdóttir, „Forgangsáhrif réttilega innleiddra EES-reglna“ (2010) 7 Tímarit Lögréttu 25

 

Meginregla fyrir tímaritsgrein í rafrænni útgáfu eingöngu:
Höfundur, | „Titill“ | [ár] EÐA (ár) | árg.(tbl.) | Tímaritstitill (eða stutt heiti) | <vefslóð> | skoðað dagsetning
 Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 38.

 

Dæmi um rafræna tímaritsgrein:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
David Jordhus-Lier, „Community Resistance to Megaprojects: The Case of the N2 Gateway Project in Joe Slovo Informal Settlement, Cape Town“ [2014] Habitat International 170 <http://linkinghub.elsevier.com/retrieve/pii/S019739751400037X> skoðað 21. nóvember 2014.
Heimildaskrá:
Jordhus-Lier D, „Community Resistance to Megaprojects: The Case of the N2 Gateway Project in Joe Slovo Informal Settlement, Cape Town“ [2014] Habitat International <http://linkinghub.elsevier.com/retrieve/pii/S019739751400037X> skoðað 21. nóvember 201

Zotero - Tímaritsgreinar

Skrifið aðeins tölur í volume, pages og date. (skv. Oscola á aðeins að skrá issue ef hvert tölublað í árg. hefst á bls. 1)

Á ensku eiga titlar (t.d. tímaritsgreina, tímarita, bókakafla, bóka, skýrslna) að vera með stóran staf skv. enskri málvenju. Ef ritið er á íslensku eiga allir bókstafir að vera litlir nema upphafsstafur og upphaffsstafur undirtitils (þ.e. fyrsti stafur eftir :).

Meginregla fyrir tímaritsgrein sem birst hefur á prenti (skiptir engu þótt hún sé einnig til í rafrænni útgáfu):

 

Dæmi - prentuð tímaritsgrein:

Dæmi um tímaritsgrein sem birst hefur á prenti:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Margrét Einarsdóttir, „Forgangsáhrif réttilega innleiddra EES-reglna“ (2010) 7 Tímarit Lögréttu 25, 30.
Heimildaskrá:
Margrét Einarsdóttir, „Forgangsáhrif réttilega innleiddra EES-reglna“ (2010) 7 Tímarit Lögréttu 25

 

Meginregla fyrir tímaritsgrein í rafrænni útgáfu (ekki til prentuð):

Dæmi - rafræn tímaritsgrein:

Dæmi um tímaritsgrein í rafrænni útgáfu:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
David Jordhus-Lier, „Community Resistance to Megaprojects: The Case of the N2 Gateway Project in Joe Slovo Informal Settlement, Cape Town“ (2015) 45 Habitat International 169, 171 tafla 1 <http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S019739751400037X> skoðað 21. apríl 2020.
Heimildaskrá:
Jordhus-Lier D, „Community Resistance to Megaprojects: The Case of the N2 Gateway Project in Joe Slovo Informal Settlement, Cape Town“ (2015) 45 Habitat International 169 <http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S019739751400037X>
skoðað 21. apríl 2020

 

Ef Urlið birtist ekki fyrir rafrænar tímaritsgreinar skal athuga hvort búið sé að haka við Include URL.... undir Edit - Preferences - Cite:

undefined

Ef tímaritið er einnig gefið út á prenti á ekki að skrá vefslóðina. Ef hún birtist samt sem áður þarf að eyða urlinu úr Zotero færslunni.