Skip to Main Content

Oscola staðall

Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities

Tilvísun í heimild sem vísað er til í annarri heimild

Ef nota skal tilvitnun í heimild skal ávallt reyna að finna upprunalegu heimildina og vísa í hana. Ef það er ekki mögulegt á að nota tilvísunina eins og hún birtist í heimildinni en setja fremst tilvitnun í ...  og innan sviga: (eins og vísað er til í og skrá svo heimildina eins og Oscola segir til um). Í heimildaskrá skal skrá heimildina sem höfundur hefur í höndunum.

Dæmi - tilvísun í tilvitnun í bók:
Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Tilvitnun í WL Clay, The Prison Chaplain: A Memoir of the Reverend John Clay (London 1861) 554 (eins og vísað er til í M Wiener, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 (CUP 1990) 79).
Heimildaskrá:
Wiener M, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 (CUP 1990)

 

Zotero - Tilvísun í heimild sem vísað er til í annarri heimild

Í heimildaskrá á að skrá þá heimild sem maður hefur í höndunum. Passa að velja rétta efnistegund (item type) og skrá skv. Oscola. Allt sem á að koma á undan á að setja í Prefix. Sá texti í Prefix sem á að vera skáletraður þarf að innihalda <i> utan um skáletraða textann</i>

Ef dæmið hér fyrir ofan er notað á að setja eftirfarandi í Prefix:

Tilvitnun í WL Clay, <i>The Prison Chaplain: A Memoir of the Reverend John Clay</i> (London 1861) 554 (eins og vísað er til í og svo í reitin blaðsíðutal í Zotero á að skrá númer blaðsíðu og síðan loka svo með sviga: 79)

undefined

 

Neðanmálsgrein m/pinpoint:
Tilvitnun í WL Clay, The Prison Chaplain: A Memoir of the Reverend John Clay (London 1861) 554 (eins og vísað er til í M Wiener, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 [CUP 1990] 79).
Heimildaskrá:
Wiener M, Reconstructing the Criminal Culture, Law and Policy in England 1830–1914 (CUP 1990)