Nöfn höfunda/ritstjóra/þýðanda
- Nafn höfunda/ritstjóra/þýðanda er gefið upp nákvæmlega eins og það birtist í heimildinni en sleppið öllum titlum eins og doktor (Phd.).
- Bætið við (ritstj.) eða (þýð.) fyrir aftan nafn þeirra eins og við á.
- Fyrir heimildir sem eru skrifaðar á íslensku skal fylgja íslenskri nafnahefð og ekki stytta fornöfn niður á fyrsta staf heldur skrá fullt nafn eins í neðanmálsgreinum og heimildaskrá.
- Fyrir heimildir sem eru skrifaðar á öðrum tungumálum en íslensku skal skrá höfundanöfn í neðanmálsgrein eins og þau birtast á heimildinni, en í heimildaskrá skal fyrst skrá eftirnafn og síðan upphafsstaf fornafns.
Dæmi:
Neðanmálsgrein:
Poul Craig og Gráinne De Búrca, EU Law: Text, Cases, and Materials (4. útg., Oxford University Press 2008) 227.
Heimildaskrá:
Craig P og De Búrca G, EU Law: Text, Cases, and Materials (4. útg., Oxford University Press 2008)
Höfundar/ritstjórar/þýðendur fleiri en þrír:
Ef það eru fleiri en þrír höfundar/ritstjórar/þýðendur er einungis sá fyrsti af þeim skráður (í neðanmálsgrein og heimildaskrá) og bætið síðan við o.fl.
Dæmi:
Páll Sigurðsson o.fl. (ritstj.), Lögfræðiorðabók: með skýringum (Codex: Lagastofnun Háskóla Íslands 2008)
Enginn höfundur/ritstjóri/þýðandi:
Ef enginn höfundur/ritstjóri/þýðandi er skráður á heimildinni má skrá stofnun/fyrirtæki sem höfund. Ef enginn höfundur/ritstjóri/þýðandi eða stofnun/fyrirtæki er skráð er höfundi sleppt og heimildin hefst á titli.
Sjá nánar í Oscola 4. útg. bls. 33-34
Höfundar/ritstjórar/þýðendur í Zotero:
Aðeins á að skrá einn höfund/ritstjóra/þýðanda í hvert svið. Smellið á + til þess að bæta við sviðum.
Smellið á þríhyrninginn: til að breyta Author í Editor, Translator o.s.frv. eins og við á.
Skráið ALLA höfunda. Zotero sér um að birta alla höfunda séu þeir þrír eða færri. Einnig sér Zotero um að birta fyrsta höfund og svo o.fl. séu höfundar fjórir eða fleiri eins í Oscola kveður á um.
Til að skipta á milli „single“ og „two fields“ til að setja inn fullt nafn eða eftirnafn, fornafn smellið á kassann/-ana fyrir aftan nöfnin.