Athugið að Zotero heldur utan um millitilvísanir og setur inn sama heimild og n. x eins og við á.
Ef vísað er oftar en einu sinni í sömu heimild innan sama verkefnis má nota millitilvísanir
Sjá nánar í OSCOLA 4. útg. kafli 1.2 og þýðingartöflunni í Íslensk aðlögun
Ef fyrri tilvísun með fullum bókfræðilegum upplýsingum er í næstu neðanmálsgrein fyrir ofan:
sama heimild | blaðsíðutal.
Blaðsíðutal eða annað „pinpoint“ er aðeins tekið fram ef annað en í upphaflegu tilvísuninni
Dæmi: sama heimild 266.
Þetta á bæði við um frumheimildir og afleiddar heimildir, en athugið að hægt er að nota stytt heiti/gælunafn fyrir frumheimild.
Ef fyrri tilvísun er í næstu neðanmálsgrein fyrir ofan, en þar er einnig að finna fleiri heimildir:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | sama heimild | blaðsíðutal.
Dæmi: Hart, sama heimild.
Blaðsíðutal eða annað „pinpoint“ er aðeins tekið fram ef annað en í upphaflegu tilvísuninni
Dæmi: Hart, sama heimild 56.
Ef fyrri tilvísun með fullum bókfræðilegum upplýsingum er enn framar :
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | (nmgr. X) | blaðsíðutal.
EÐA:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | (n. X) | blaðsíðutal.
Blaðsíðutal eða annað „pinpoint“ er aðeins tekið fram ef annað en í upphaflegu tilvísuninni
Dæmi: Oddný Mjöll Arnardóttir (nmgr. 3) 266.
EÐA:
Dæmi: Oddný Mjöll Arnardóttir (n. 3) 266.
Athugið notkun n./nmgr. er einungis notað fyrir afleiddar heimildir - sjá gælunöfn fyrir frumheimildir.
Millitilvísanir í fleiri en eitt verk eftir sama höfund:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | Titill | (nmgr. X) | blaðsíðutal.
EÐA:
Eftirnafn erlends höfundar/fullt nafn ef höfundur er íslenskur EÐA titill fyrir höfundarlaus verk | Titill | (n. X) | blaðsíðutal.
Dæmi: Ashworth, „Testing Fidelity to Legal Values“ (nmgr. 27) 635.
EÐA:
Dæmi: Ashworth, Principles of Criminal Law (n. 28) 34.
Dæmi um neðanmálsgreinar m/millitilvísunum:
Í stað millitilvísana má alltaf nota tilvísun með fullum bókfræðilegum upplýsingum í hvert sinn sem heimild kemur fyrir (en passa samræmi).
Í lengri verkum mælir OSCOLA með því að setja fulla tilvísun ef fyrri tilvísun er í öðrum kafla verksins.